Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 112
112
Sigfús Blöndal
fyrir utan járnbrautarstöðina í norð-vesturhluta borgar-
innar; hún fer með okkur gegnum aðalsíkið, Canal
Grande, á gistihús á Riva degli Schiavoni, í suðaustur-
endanum, svo við verðum að fara gegnum alla borgina
til að komast pangað. — Riva degli Schiavoni, „Slava-
bryggja" er breið og falleg gata með sjó fram, rétt hjá
hertogahöllinni; nafnið dregur hún af pví par voru áður
vön að leggjast skipin, sem sigldu til Dalmazíu og ann-
ara landa, par sem slavneskar tungur voru talaðar.
Ég gleymi aldrei pessari fyrstu ferð eftir Canal
Grande. Mikið hafði ég heyrt og lesið um gondólur, nú
sat ég i einni sjálfur, og dáðist pá og síðar oft að pví,
hvað lagið á bátnum var fallegt og einmitt sjerstaklega
hentugt til að smjúga gegnum bátapröng og gegnum
mjó síki. Gondólunni er stýrt og róið í einu með einni
ár, og gondólíerinn er standandi allan tímann. Annars
koma gondólur i Feneyjum í staðinn fyrir bíla í öðrum
borgum. Dað dregur sig saman ef maður notar pá mikið,
en pað er erfitt að komast af án peirra í Feneyjum. En
víða eru par öðruvísi ferjur (traghetti), pvert yfir síkin
og eru pær mjög ódýrar og auk pess ganga nú gufu-
bátar um breiðustu síkin, og svara peir til sporvagna.
Gondólan fór hægt með okkur um síkið, svo ég gat
með aðstoð ferðabókarinnar í bezta næði áttað mig á
húsunum með fram pví. Hér var pá höll við höll, hver
annari skrautlegri, en margar af peim hrörlegar og illa
haldið við, og pá (1921) rétt eftir heimsstríðið, voru auð-
vitað meiri brögð að pví en annars.
Aðeins fáar af gömlu aðalsættunum eru svo efnaðan
að pær eigi enn hallir forfeðra sinna og geti búið í peim.
Flestir hafa orðið að selja pær eða leigja út. Sumar
hafa komizt í eigu ríkisins eða borgarinnar, og eru not-
aðar sem opinberar skrifstofur eða gripasöfn, í öðrum
eru nú sölubúðir eða vöruhús eða pá gistihús. Útlendir