Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 114
114
Sigfús Blöndal
mentavinir og listamenn flytja oft til Feneyja og búa þar
árum saman. Fræg er orðin dvöl Byrons, — og síðar
dvöldu m. a. þeir Robert Browning og Richard Wagner
par lengi og dóu báðir í Feneyjum. Og endurminning-
arnar um pessa menn blandast í huga mínum við endur-
minningar úr sögu Feneyja.
Umferðin á Canal Grande er mikil; ég tek sérstak-
lega eftir fjölda af sölubátum með aldini og grænmeti,
— en gondólan okkar dansar gegnum alla þvöguna,
hægt og traust, og skilar okkur á gistihúsið. Dað var
áður pýzkt, en hefur nú fengið ítalskt nafn eftir stríðið.
Dað er óbrotið og fremur ódýrt. En annars eru Feneyjar
ekki ódýr borg fyrir ferðamenn — mér fannst pað dýr-
asta borgin á Ítalíu, — enda lifir hún nú að miklu leyti á
ferðamönnum. Detta kann nú samt að breytast; sigling-
ar og iðnaður er í vexti, og ítalir eru nú að láta gera
mikla fríhöfn milli járnbrautargarðsins og meginlands að
norðaustan, og getur pá vel svo farið að Feneyjar enn á
ný verði aðalhöfnin við Adríahafið og aðalútflutnings-
höfnin fyrir Miðevrópu — par hefur Tríest verið hættu-
legur keppinautur, meðan sú borg laut Austurríki. En
iðnaðurinn í Feneyjum er orðinn lítilfjörlegur í saman-
burði við pað sem áður var. Samt eru til enn, og all-
blómlegar, nokkrar iðnaðargreinar, sem Feneyingar áður
voru sérstaklega frægir fyrir — svo sem kniplingaprjón,
og svo glersmíðar — pær eru einkum í Murano, smá-
bæ í lóni fyrir norðan Feneyjar, en í sjálfri aðalborginni
er stór höll með vörum paðan, og er pað dýrðlegt gripa-
safn, sem allir ættu að skoða, sem pangað koma.
II.
Á pjóðflutningatímanum, er vesturrómverska keisara-
dæmið var að líða undir lok, flýðu margir ofan úr landi
fyrir Germönum og Húnum út á eyjarnar innst í Adría-