Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 118
118
Sigfús Blöndal
franskur hershöfðingi, Korsíkumaður af gamallri aðalsætt
frá fjandborginni Qenúa, Napoleon Bonaparte, síðar keis-
ari, sem slæst upp á Feneyinga, hlutlausa og saklausa
1797, tekur borgina og kollvarpar ríkinu, og gefur svo
Austurríkismönnum til pokkabótar fyrir önnur lönd, er
Frakkar tóku af peim. Síðan eru Feneyjar lengst af undir
Austurríki, reyna að brjótast undan pví 1848—49, en ár-
angurslaúst, — og sameinast svo loks endurreista ítalska
ríkinu 1866.
III.
Við félagar fórum gangandi upp á Markúsartorgið —
„einasti salur í heimi, sem á pað skilið að eiga himin-
inn að lofti yfir sér“, sagði Napoleon, og pað er vel sagt.
Ég efa að til sé, pó um víða veröld sé leitað, torg, sem
er eins fallegt, og pó um leið eins óbrotið og blátt áfram í
svip. Á prjár hliðar eru hallir í líkum stíl, með boga-
göngum að neðan; par voru áður ýmsar opinberar
skrifstofur, nú eru par víðast skrautlegar búðir og veit-
ingahús; höllin að sunnanverðu er nú konungshöll. Aust-
an við torgið rís Markúsarkirkjan; spölkorn fyrir framan
hana er hinn mikli og frægi klukkuturn, sem hrundi 1902,
en er nú endurreistur í sömu mynd, en gerður traustari.
Fjöldi af dúfum er á torginu fyrir framan kirkjuna.
Dær eru friðaðar, og pykir mörgum gaman að pví að
fóðra pær, enda eru pær allt annað en fælnar. Segja
sumir að pessi siður, að halda dúfur hér á kostnað borg-
arinnar, eigi uppruna sinn að rekja úl pess, að fyrstu
flóttamennirnir út í eyjarnar hafi farið eftir fuglahóp, sem
flaug á undan peim, og eins og benti peim á, hvar peir
ættu að setjast að; aðrir setja dúfurnar í samband við
gamla Venusardýrkun á pessum slóðum, og pað er fullt
eins líklegt. Venusardýrkunin í Feneyjum hefur verið
alkunn — „par eru hallir miklar og kvennafar", segir