Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 120
120
Sigfús Blöndal
Qröndal í Heljarslóðarorustu, og þó nú lítið sé af þess-
konar par i samanburði við 18. öldina, urðum við samt
varir við pað, að eitthvað eimdi eftir af fornum siðum á
pví sviði, pví á Markúsartorginu kom til okkar digur
dólgur og elti okkur; hann var að bjóðast til að fylgja
okkur á staði, par sem nóg væri til af fjörugum stelpum,
— „og ef pið ekki viljið pær hvitar, pá hef ég líka til
svartar, beint sunnan úr Afríku —“ lengra komst hann
ekki, pví bæði var pað að við önzuðum honum engu, og
hann sá lögreglupjón nálgast og horfa á sig, og tók pá
til fótanna. Lögreglumaðurinn kímdi framan í okkur —
hann hafði pekkt drjólann og vissi hvaða erindi hann
átti við útlenda ferðamenn.
Við förum inn í Markúsarkirkjuna. Hér sér maður
betur en víðast hvar annarsstaðar í ítölskum kirkjum
áhrifin austan frá Miklagarði, miklar hvelfingar, gullskraut
og mósaíkmyndir, og svo marglitar marmarasúlur út um
allt, — pað kvað vera rúmlega 500 pesskonar súlur í
allri kirkjunni. Kirkjan var aðalkirkja ríkisins, en pótt
undarlegt kunni að virðast, varð hún ekki dómkirkja
borgarinnar fyr en árið 1807, eftir að Feneyjar voru liðn-
ar undir lok sem sjálfstætt ríki. — E>að var eitt af mörgu,
sem stjórnin í Feneyjum gerði til að sýna heiminum
sjálfstæði sitt gegn páfavaldinu, að dómkirkjan, San
Pietro in Castello, par sem patríarkinn, umboðsmaður
páfa, var erkibiskup, var að öllu leyti óvirðulegri en
sóknarkirkja hertoganna, helguð verndardýrðlingi borgar-
innar.
Yfir háaltarinu er tafla, ‘pala d’oro’, úr gulli og silfri
og dýrðlegu smeltissmíði, sett gimsteinum, gerð í Mikla-
garði í byrjun 12. aldar, og sýnir bezt hvað gríska listin
stóð hátt líka á peim tíma. Undir háaltarinu er sagt að
hvíli helgur dómur Markúsar guðspjallamanns; segir sag-
an að beinum hans hafi verið stolið úr kirkju í Alex-