Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 122
122
Sigfús Blöndal
andríu á Egyptalandi. Hafði dýrðlingurinn vitrazt í
draumi guðræknum Feneying, og sagt hvar bein hans
væri að finna; gat hann náð í pau, og flutti pau út úr
Alexandríu á vagni, par sem hann hafði hlaðið skrokk-
um af nýslátruðum svínum ofan á kistuna, par sem beinin
lágu, en svínaket er mikil viðurstygð í augum rétttrúaðra
Múhammeðsmanna, og lét pví tollpjónninn vagninn fara
óáreittan, pví hann vildi ekki saurga sig með pví að
snerta á svínaketi, og bauð við að sjá aðra gera pað.
Merki Sánkti Markúsar er ljón, sem heldur á guðspjalls-
bók, og „Markúsarljónið“ varð ríkismerki Feneyja, og
má sjá pað víða í borginni og alstaðar, par sem Fen-
eyingar hafa ráðið. Yfir einu aðalhliði hertogahallarinnar
sést t. d. falleg mynd af einum hertoganum, sem krýpur
á kné fyrir ljóninu — hann sýnir lotningu sína bæði
ríkinu og dýrðlingnum. Skrautið í kirkjunni er svo mikið,
að okkur er ljóst, að hér parf oft að koma til pess að
fá góða hugmynd um pað helzta. En ég verð að játa,
að mér finnst pað nærri pví of mikið — kirkjan er að
vísu stór, en par vantar eitthvað af peim hátignarsvip,
sem mér fannst vera yfir Péturskirkjunni í Róm; par
gleymdi maður nærri pví skrauti kirkjunnar fyrir kirkj-
unni sjálfri. En falleg er Markúsarkirkjan, og pó fannst
mér sem einstakir partar hennar væri fegurri en heildin sjálf.
IV.
Áföst við kirkjuna er hertogahöllin, og er torgið
fyrir framan hana niður að sjó kallað Piazzetta. Ég hafði
séð margar myndir af henni og heyrt og lesið mikið um
petta fræga stórhýsi, en samt fannst mér hún miklu feg-
urri og dýrðlegri en ég hafði gert mér í hugarlund. Og
pað var ekki erfitt að hugsa sér, hvernig par hefði litið
út á blómatíma ríkisins, ekki sízt á hátíðum, pegar sal-
irnir voru fullir af skrautklæddu fólki. Hér hefur nærri