Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 124
124
Siglús Blöndal
pví hvert herbergi sína sögu, og að ganga gegnum höll-
ina, er fyrir mann, sem er kunnugur sögu Feneyinga,
andleg nautn, sem fátt getur á við jafnast. Dví miður
gera venjulegir ferðamenn sér oft lítið far um að kynn-
ast sögu ítalskra borga, sem peir koma til — en f>á fá
peir heldur ekki eins mikið upp úr komunni pangað. Og
pví hef ég heyrt svo marga, sem til Feneyja hafa komið,
kvarta yfir pví, að peir hafi orðið fyrir vonbrigðum, peir
hafa svo víða séð hrörnun og fátækt — en peir hafa
ekki haft svo mikla pekkingu, að peir gætu metið pað,
sem fyrir augun bar, af allri fornri dýrð, og ímyndunar-
aflið hefur ekki getað gert pað lifandi fyrir peim.
Hertogahöllin var fastur embættisbústaður hertoganna
fram á 17. öld, en síðan kom pað stundum fyrir, að her-
togarnir áttu til heimilis í ættarhöllum sínum, en voru
aðeins á hátíðum og við stjórnarstörf í hertogahöllinni.
Annars var smámsaman öllum helztu stjórnarvöldunum
komið fyrir parna; par voru nefndasalir, fundasalir og
skrifstofur og skrautsalir til hátíðahalds. Höllinni hefur
oft verið breytt síðan hún fyrst var reist um 814; tvisvar
hefur hún brunnið til kaldra kola, en alltaf risið upp feg-
urri en áður. Nú er hún mest notuð sem listasafn. Að
neðan eru tvenn bogagöng úr marmara, önnur ofan á
hinum, og í efri göngunum má sjá tvær rauðar súlur;
milli peirra voru dauðadómar lesnir upp.
Við göngum inn gegnum „Porta della Carta“, „Aug-
lýsingahliðið“, par sem áður var vant að festa upp aug-
lýsingar og tilkynningar frá stjórninni, og upp „Risatröpp-
urnar“, „Scala dei Qiganti", par sem tröllaukin líkneski
Mars og Neptúns standa á verði, og áfram upp annan
stiga, Scala d’oro (,,Gullriðin“); par máttu áður aðeins
ganga aðalsmenn peir, er innritaðir voru í „gullskrána",
nú voru pað forvitnir ferðamenn, flestir okkar blátt áfram
af alpýðufólki komnir, eins og við Ríkarður, sem geng-