Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 125
Prá Feneyjum
125
um upp stigann. Okkur var nú fylgt sal úr sal. Við
skoðuðum grandgæfilega sal „mikla ráðsins“ (Sala del
Maggior Consiglio), með röð undir lofti kringum allan
salinn af myndum af hertogum frá 801 til 1559, — par
var svört tafla í staðinn fyrir mynd Marinos Falieris.
Annars tókum við mest eftir gífurlega stóru málverki af
Paradís, eftir Tintoretto, sem sagt er að sé umferðarmesta
málverk í heimi. Og ég fór að hugsa um hvað fram
hafi farið í pessum sal. Hér kom saman aðallinn, allir
peir menn í Feneyjum, sem atkvæðisrétt höfðu um stjórn-
mál. Peir höfðu mikil forréttindi og póttust líka af peim.
„Við vorum aðalsmenn áður en við urðum Feneyingar og
Feneyingar áður en við urðum kristnir", var haft að orð-
taki. Árið 1296 var aðgangur að ráðinu takmarkaður,
og einungis aðallinn fékk framvegis aðgang að pví og at-
kvæðisrétt; pó kom pað stöku sinnum fyrir, að nýjum
aðalsmönnum var hleypt inn í ráðið, einkum ef ríkið var
í fjárpröng, pá gátu ríkir menn keypt sér aðalstign og
voru pá skráðir í gullskrána og fengu aðgang að ráðinu.
Árið 1723 voru 2959 menn alls, sem höfðu réttindi til
að vera í ráðinu, en salurinn er sagður að taka ekki
fleiri en um 1500 manns í einu, og á fundum er sagt
að sjaldan hafi verið fleiri en 500 manns, pegar fjöl-
mennast var. Ungir menn af aðalsættunum fengu ágætis-
uppeldi, bæði andlega og líkamlega, tömdu sér ípróttir
og vopnaburð, og undireins og peir urðu fulltíða, voru
peir látnir taka pátt í störfum ráðsins. Par sem kosið
var í flest embætti, og einungis fyrir stuttan tíma, urðu
peir pegar á unga aldri vanir stjórnarstörfum. En frá
ríkisins hálfu var strangt eftirlit með peim, og yfirleitt
var svo í Feneyjum,. að par var hin mesta tortryggni
allra gegn öllum. Aðalsmenn t. d. máttu ekki eiga nein
mök við útlendinga, nema stjórnin vissi um pað, og
einkum var pví stranglega framfylgt með embættismenn.