Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 126
126
Sigfús Blöndal
Stjórnin óttaðist íhlutun útlendra ríkja og tilraunir til
breytinga á stjórnarfyrirkomulaginu. Okkur var sýndur
salur Tíumannaráðsins, sem stóð fyrir leynilögreglunni,
og er fjöldi af sögum um hörku pess og dugnað í að
stjórna —, en hins vegar höfðu þeir orð á sér fyrir að
fara aldrei í manngreinarálit, og gátu verið eins strangir
við göfgustu mennina, og jafnvel hertogana sjálfa, og peir
voru gegn umkomulausum alpýðumönnum. Annars voru
örfáir kosnir í embætti æfilangt — hertoginn, stórkanzl-
arinn (sem altaf var kosinn úr borgarastétt, og sat í ráði
hertogans og stjórnaði par skrifstofu hans, en hafði ekki
atkvæðisrétt í ráðinu), — og auk peirra „umboðsmenn
St. Markúsar“, alls 9, sem upphaflega stjórnuðu eignum
Markúsarkirkjunnar, en síðar líka fengu undií sig ýmis-
konar fjármál, einkum dánarbú, eignir ómyndugra, osfrv.;
peir máttu skorast undan öðrum embættum, nema her-
togatign. Annars voru sífeldar embættiskosningar, en
aftur á móti var ekkert pví til fyrirstöðu, að sami maður
gegndi fleiri en einu embætti í senn, ef hægt var að
sameina pau. Sum embættin voru auðvitað hálaunuð, og
eingöngu ætluð aðalsmönnum, aftur voru önnur embætti
sem pungar kvaðir fylgdu, t. d. sum sendiherraembættin;
voru líka ríkir aðalsmenn kosnir í pau, en pesskonar
embætti gat stundum gert pann mann fátækan, sem varð
að taka pað að sér. Annars voru sendimenn Feneyja til
útlendra ríkja annálaðir fyrir hyggni og skarpskyggni;
mikið af skýrslum peirra til stjórnarinnar í Feneyjum hef-
ur verið prentað á síðari tímum, og eru einhverjar beztu
heimildir við stjórnarfarssögu Norðurálfunnar fyrir pau
lönd, sem par er skýrt frá.
Auk Stóra ráðsins var til Öldungaráð, ‘senato’, og
voru í pví alls 300 manns. Salur pess í hertogahöllinni
er máske fallegasti salurinn par. Ég tók par eftir frægu
málverki, sem sýndi Loredano, sem stendur par með Fen-