Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 128
128
Sigfús Blöndal
sú, sem haldin var á uppstigningardag. Dá var öllum
klukkum hringt á hádegi, og hertoginn lagði á stað með
fylgd sinni á skrautbúnu skipi, ‘Bucintoro’, og fylgdu
honum gondólur púsundum saman. Við S. Elena mætti
honum svo patríarkinn með annan flota, og héldu peir
svo báðir fram hjá Lido og út á Adríahafið; pá gekk
hertoginn fram í stafn á skipi sínu, dró skrautlegan hring
af hendi sér og fleygði honum í sjóinn, með peim um-
mælum, að hann tæki sér hafið að eiginkonu. Svo var
haldið aftur til hertogahallarinnar, og allskonar skemt-
anir, turniment, samsöngvar og ljósskrúð var pann dag
allan og nóttina á eftir.
Auk föstu kirkjuhátíðanna voru og ýmsar minningar-
hátíðir, og auk pess mikil viðhöfn við öll meiri háttartæki-
færi, t. d. við krýningar hertoganna eða útfarir peirra,
eða við móttöku útlendra höfðingja. Og par var ekki
eingöngu aðallinn, heldur öll alpýða manna, sem tók
pátt í flestum pessum hátíðum. Og á endanum keyrir
petta allt svo fram úr hófi að pað rýrir krafta pjóðarinn-
ar og stuðlar að falli ríkisins. — —
Dað var ekki lítið i hertogahöllinni, sem minnti á
allt petta — myndir úr sögu Feneyja, er sýndu orustur
og hátíðahöld, og mikilmenni á ýmsum sviðum — sumt
heimsfræg málverk eftir helztu málara ítala. Og við sá-
um líka nokkrar menjar af skuggahliðunum, ekki sízt
pegar okkur var fylgt niður í ‘pozzi’, fangelsin undir
sjávarmáli í kjallara hertogahallarinnar. Dað voru dimmir
klefar og ærið óvistlegir. Ég hef séð og heyrt marga
skrítna sýningamenn á æfinni, en aldrei neinn, sem jafn-
aðist á við manninn, sem sýndi okkur fangelsin parna.
Hann var feitlaginn, lítill kubbur, eldfjörugur, og lék allt,
sem hann var að segja frá. Við vorum eitthvað tíu eða
tólf útlendingar af ýmsum pjóðum, sem hann átti að
sýna í kring, og hann talaði við okkur undarlegan blend-