Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 130
130
Sigfús Blöndal
ing af ítölsku og frönsku, ensku og þýzku, af því hann
póttist vita að allir myndu ekki skilja ítölsku eina, en
málfæri hans var afarhlægilegt og stakk mjög í stúf við
svo alvarlegan stað, t. d. pegar hann var að sýna okkur
klefa, par sem dauðadæmdir bandingjar voru látnir hýr-
ast í síðustu nóttina, sem peir lifðu, f>á endaði hann
klausuna með orðunum — „og svo kom prestur og bjó
greyið undir dauðann, — og svo komu böðlarnir — leiddu
hann út — og svo — (hann brá fingrinum eins og
hnífi á barkann og korraði í) — ... kr—gr—kr—gr—rrk —
Paradiso!“ Hann fræddi okkur annars um ýmislegt, m.
a. að Byron, pegar hann var í Feneyjum, hafi einu sinni
fengið að sofa nótt í pessum klefa, til pess að reyna
hvernig staðurinn væri — hann var pá að semja leikrit
sín úr sögu Feneyja.
í einum salnum sáum við mikið landabréf reist upp
á standgrind; pað er eftir ítalskan múnk á miðöldunum
Fra Mauro, 1459; par tók ég eftir pví, að ísland var
sýnt landfast við Noreg, og letrað við pað „Hic habitant
homines mali et non sunt Christiani“, o: „Hér búa vondir
menn og eru ekki kristnir", — svo landafræðin hefur
víst eitthvað verið bágborin hjá honum, blessuðum karl-
inum.
V.
Við Ríkarður förum úr kirkju í kirkju og úr höll í höll,
erum oft dauðpreyttir og skemtum okkur ágætlega. Stór-
hýsin eru mismunandi, sum vel haldin, önnur hrörleg.
Sumstaðar hafa málverk verið flutt burt vegna heims-
stríðsins, pá var allt í voða í Feneyjum, er Austurríkis-
menn skutu á borgina. Læknisfrú, sem ég kyntist á
Ítalíu og var hjúkrunarkona í Feneyjum meðan umsátin
stóð yfir, sagði mér, að einn daginn, pegar skothríðin var
sem mest, hafi logað á eitthvað rúmlega 200 stöðum í
einu. Samt eyðifagðist fátt af frægari stöðunum. Utan