Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 132
132
Sigfús Biöndal
um Markúsarkirkjuna og hertogahöllina hafði verið hlaðið
heilum múr af sandpokum.
Minnisvarðar með heimsfrægum nöfnum herforingja,
stjórnmálamanna og listamanna blasa við okkur alstaðar.
Hvílík saga! í Sankti Jóhannesar og Sankti Páls-kirkj-
unni, sem á mállýzku Feneyja er kölluð Zanepolo, er
einkum fjöldi írægra manna grafinn, fyrst og fremst
margir af hertogunum, par á meðal Leonardo Loredano —
pað andlit finnst mér einna svipmesta og fegursta karl-
mannsandlitið, sem ég hef séð, — ekki sízt hin fræga
mynd af honum eftir Bellini, sem nú er í National
Gallery í Lundúnum. — E>að er stillingin og vizkan per-
sónugerð, ef svo mætti að orði kveða. Svona voru peir
beztu af pessu úrvali ítalskra manna, sem stjórnaði Fen-
eyjum. í Zanepolo eru líka grafnir hetjurnar úr Chioggia-
stríðinu, Pisani og Zeno. Pisani var neyddur til að
leggja til orustu, sem hann hafði fastlega ráðið frá, beið
ósigur, og var settur í fangelsi er hann kom heim aftur
til Feneyja. Degar svo Genúumenn krepptu svo að Fen-
eyingum, að öll von um sigur virtist protin, var pað að
alpýðan gerði upphlaup, heimti Pisani gefinn frjálsan og
settan fyrir flotann, og honum tókst svo að kvía Genúu-
menn inni á lóninu við Chioggia og gjörsigra pá par,
með aðstoð Zenos, sem kom á nýjársdag með flota frá
Grikklandseyjum rétt í síðustu forvöðum, og gat bjargað
ríkinu. Og ég minnist sögunnar um Zeno í einum af
bardögunum við Chioggia, pegar hann var skotinn með
ör í hálsinn, og blóðið fossaði, svo að honum lá við að
kafna, en hann lét leggja sig á grúfu í bátnum, skipaði
að halda orustunni áfram — og vann sigur.
En pó kirkjurnar séu dýrðlegar og beri vott um
guðrækni Feneyinga, pá er pað víst, að ekkert kapólskt
ríki leyfði sér að prjózkast eins gegn páfanum eins og
Feneyingar gerðu, pegar peim pókti svo við horfa. Dess