Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 136
136
Sigfús Blöndal
mestu vandræði; við urðum nú að brúka fæturna í stað
bátanna, og labba fram og aftur um krókastigu fyrir aft-
an húsin, en það er seinlegt í Feneyjum. Ég reyndi að
múta gondólukarli til að ferja okkur yfir Canal Qrande,
en hann sagðist ekki pora pað. Búðir voru þó opnar
viðast hvar, og eins veitingahús. Til allrar hamingju
fyrir okkur voru aðalóeirðirnar í norður- og vestur-hluta
borgarinnar, og reglulegur bardagi hafði verið við járn-
brautarstöðina, sem kommúnistar reyndu að gera aðsúg
að, en par komu hermenn móti þeim, og ráku pá burtu.
Höfðu ýmsir særzt, og sagt var að nokkrir hefðu verið
drepnir, sumir sögðu 4, aðrir sögðu um 30, en líklegt
er að sú tala eigi við alla dagana, og séu par taldir
bæði særðir og fallnir í einu. Annars var mér sagt, að
hermönnum hefði verið skipað að beita ekki vopnum,
nema ráðizt væri á pá með vopnum, og alltaf skjóta fyrst
í loft upp til að fæla, áður en þeir beittu byssunum gegn
hópunum. Yfirleitt fannst mér mikið um pað, hvað yfir-
völdin komu vel og duglega fram, og afstýrðu vandræð-
unum, sem vel hefðu getað orðið miklu meiri. Stjórnin
reyndi að stía fascistum og kommúnistum sundur eftir
megni, og girða fyrir opin svæði, par sem mestar voru
líkur til, að peim gæti lent saman. Ég varð sjálfur var
við þetta. Dar sem ekki var hægt að síma, var maður
sendur á hverjum morgni af gistihúsinu okkar upp á
járnbrautarstöðina, óraveg, pegar ekki var hægt að fara
um síkin, til pess að frétta um lestir og hvernig allt
stæði. Einn daginn slóst ég í för með honum. Hermenn
stóðu á verði á brúnum, sem lágu yfir síki í grend við
hertogahöllina, og bönnuðu aðgang inn á sjálft Markúsar-
torgið — höfðu þeir daginn áður stíað paðan fascistum
austur eftir en kommúnistum í vestur, og sett eins og
fleyg af hermönnum um torgið. t>ann dag sem ég var
með í förinni var samt einstökum mönnum leyfður að-