Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 137
Prá Feneyjum
137
gangur að torginu gegnum pröngar götur bak við Mark-
úsarkirkjuna, pó vörður væri settur fyrir aðalbrýrnar.
Ég hafði gaman af ferðinni, bæði sá ég par margt,
sem var einkennilegt og athugavert, i götum, sem mér
aldrei hefði dottið í hug að fara um, og auk pess var
portarinn af gistihúsinu, sem með mér var, fjörugur og
skemtilegur maður. Hann bölvaði kommúnistunum í
sand og ösku, ekki sízt af pví peir fældu burtu ferða*
menn — „og við hér í Feneyjum, sem varla höfum ann-
að að lifa á, en einmitt ferðamenn! Og hvað græða peir
svo á pessu? Jú, peir segjast græða pað, að peir sýni
hvað peir séu voldugir“.
„Eruð pér fascisti?", spurði ég.
„Nei, ekki ennpá, en pað getur vel verið að ég
verði pað — eitthvað verður maður að gera til að kom-
ast út úr pessu óstandi“.
Ég fylgdist með portaranum alllanga leið, en pegar
ég var kominn svo langt, að ég póttist geta ratað einn,
skildi ég við hann og fór einn inn á Markúsartorgið, sem
var nærri pví autt af fólki. Ég fór par um grendina til
að athuga betur ýmislegt, og m. a. fór ég að sækja pen-
inga í banka. Dað gekk nú vel, eri pegar ég svo ætlaði
heim á gistihúsið fékk ég að kenna á pví að ekki var
allt enn komið í lag. Ég gekk skemstu leið um allprönga
götu í grendinni við Markúsartorgið, fór í hægðum mínum
og staldraði við glugga á gullsmiðsbúð til að skoða ýmsa
fallega gripi par. E>á heyrði ég skot í fjarska og mikla
háreysti, óp og köll, — sem færðist óðum nær, og rétt í
sömu andránni kemur gullsmiðurinn pjótandi út úr búð-
inni, og fór að setja járnhlera fyrir gluggana. Ég litaðist
nú um, og sá að gatan var orðin nærri pví auð af fólki,
en nokkrir flýðu úr henni sem fætur toguðu. „Flýtið
pér yður og komið hingað inn með mér“, sagði gullsmið-
urinn. Ég fylgdi honum inn í búðina, og rétt i pví sá