Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 140
140
Sigfús Blöndal
gat lítið gert til að laga ástandið, pá fór borgarastéttin,
menntamenn, iðnaðarmenn, kaupmenn, og einstöku jarð-
eigendur, að taka sig saman, og kjarninn í pessu öllu voru
einmitt ýmsir peir menn af pessum stéttum, sem höfðu verið í
stríðinu, og vildu ekki láta hina lengur ráða yfir sér, pá
sem bara sátu heima og skrifuðu í blöðin og héldu ræð-
ur á pingmálafundunum. Mussolini, sem sjálfur hafði
verið óbrotinn verkamaður og röskur liðsmaður í stríðinu,
gerðist foringinn, og svo fór síðar sem kunnugt er. Dað
varð mér alveg ljóst, að sigur fascismans á Ítalíu er
einkum kominn til af pví, að kommúnistar fóru svo geyst,
að peir spönuðu móti sér fjölda manna, sem áður aldrei
hafði skift sér verulega af stjórnmálum, en sannfærðust
nú um, að landinu væri mest nauðsyn að fá frið og
næði til að vinna, hvað sem pjóðfrelsinu liði. En pað
er einmitt oft pesskonar rólyndir og hversdagsgæfir hlut-
leysingjar, sem eru harðastir og prautseigastir, pegar peir
eru komnir á stað. Og æskulýðurinn á Ítalíu virðist
yfirleitt vera með fascistum.
Loksins tókst að miðla málum. Á fjórða degi var
jarðaður maðurinn, sem fyrst var veginn, og friður komst
á. Pá brá nú um í Feneyjum. Dað var eins og farginu
létti, alstaðar skein gleðin út úr fólki. Um kvöldið leigð-
um við félagar okkur gondólu ásamt sænsku kunningja-
fólki okkar, sem við höfðum hitt í Feneyjum og verið
með í nokkra daga. Við létum gondóluna fyrst fara með
okkur gegnum ýms pröng síki í umhverfinu, bak við
hertogahöllina, rérum m. a. undir „Ponte dei Sospiri",
„Andvarpabrúna", sem bandingjar voru fluttir yfir, og svo
loksins út á Canal Qrande og út á höfnina. Stórt Ame-
rikufar lá par úti og fjöldi báta, sem höfðu safnazt kring
um stóra gondólu, par sem söngmenn voru með gítara
og mandólín, og skemmtu ágætlega með góðum söng