Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 141
Frá Feneyjum
141
og fögru undirspili. Ég held ég hafi sjaldan skemmt
mér eins vel á allri ferðinni eins og einmitt petta kvöld,
síðasta kvöldið, sem ég dvaldi á Ítalíu. Dað var glaða
tunglskin og heiðríkur himinn, logn á sjónum — og ljós-
dýrðin í borginni og á skipunum, sem mörg voru skrýdd
mislitum ljóskerum, söngurinn, gleðisvipurinn á öllum,
og svo mótsetningin við pessar nýafstöðnu hryllingar
síðustu dagana — allt féll saman til að gera petta kvöld
minnisstætt. Og pegar gondólan svo fór með okkur út
á lónið, og maður heyrði óminn af söngnum í fjarska,
kom hlý vorgola, og öldurnar smávögguðu bátnum. —
Mér fannst eins og Ítalía væri að kveðja mig með sam-
hljóm af öllu pví fagra, sem ég hafði heyrt og séð í
pessu dýrðlega landi pessa fjóra mánuði, sem ég hafði
ferðast par um, og að ég fengi sem síðustu minningu
paðan á pessari vornótt, að heyra eins og eftirspil í peim
dýrðlega hljómleik, sem nú var að dvína —
„— hinn vaggandi
vorklið í Feneyja sæ“.