Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 143
Merkar nýjar bækur
143
hann á hvernig Egill hefur par nýja braut. Næst kemur
próf. Andreas Heusler í Basel (áður í Berlín) með
ritgerð um pað, hvernig sögurnar stundum geti haft áhrif
hvor á aðra, einkum sýnir hann pað hér með Gísla sögu
Súrssonar og Droplaugarsonarsögu. Hann álítur að Drop-
laugarsonasaga hafi í sumum atriðum stælt Gísla sögu, pó
hún annars vafalaust líka byggi á sjálfstæðri frásögn. Dá er
„Minnisdrykkja á íslandi og í Auvergne“ eftir próf.
Rudolf Meissner í Bonn. Hann tekur fyrir „Allra
postula minnisvísur“ og ber pað kvæði saman við lat-
neskar postulavísur frá Auvergne frá 10. öld, sem lika
hafa verið notaðar við minnisdrykkjur. Næst er „Stýri-
menn og hásetar í vestnorrænum sjórétti" eftir próf. Max
P a p p e n h e i m í Kiel, og parnæst C1 a u d i u s fríherra v o n
Schwerin (í Freiburg in Breisgau) „Um hjónaskilnað í
fornum íslenzkum lögum“. Dá kemur ritgerð eftir Erich
M. von Hornbostel „Hljóðritaðir íslenzkir tvísöngvar";
hann álítur að tvísöngvarnir séu ekki komnir af kirkju-
söng miðaldanna, eins og oft hefur verið haldið fram, og
færir góð rök fyrir pví. Dá er ritgerð um „Hornstrandir
og íbúa peirra", eftir próf. Paul Herrmann í Torgau,
sem pessi ágæti íslandsvinur heíur ritað á banasænginni,
pví hann andaðist á páskamorgun 20. apríl í ár. Síðasta
ritgerðin í bindinu er eftir ungan vísindamann, sem mik-
ils má vænta af, ekki sízt vegna pess, að hann hefur
dvalið svo lengi á íslandi, að hann nú talar ágætlega ís-
lenzku; pað er Dr. Hans Kuhn í Minden, sem skrifar
um „Afréttir og fjallgöngur á íslandi“, og mun pað í
fyrsta skifti, sem ritað hefur verið ítarlega um pað efni á
útlendu máli. Pessar tvær síðustu greinar eru prýddar
góðum myndum, og kort til skýringar ritgerð Dr. Kuhns.
Dr. Kuhn hefur sjálfur sex sinnum verið í fjallgöngum
og fimm sinnum í réttum á eftir göngunum. 2. bindið
hefst með ritgerð eftir Heinrich Erkes, yfirbókavörð í
Köln, „Nýrannsakað land í óbygðum á íslandi“, og
skýrir frá rannsóknarferðum hans um Ódáðahraun,
Sprengisand, o. fl. Næst er „Stórgos og pýðing peirra
fyrir myndun basaltfjallanna á íslandi“, eftir próf. Hans
Reck í Berlín. Næst er ritgerð eftir Dr. Wolfgang
Oetting í Berlín „Nýjar rannsóknir á svæðinu milli
Hofsjökuls og Langjökuls á íslandi". Dá kemur ritgerð