Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 146
146
Merkar nýjar bækur
að Banks hefur hugsað sér Ólaf Stephensen, föður Magn-
úsar, sem látinn, en hann lézt ekki, eins og H. H. bendir
á, fyr en 1812, en frá j>ví ári eða síðar getur bréfið ekki
verið, pví pá hafði Trampe verið á Englandi, og Banks
hefði pá varla kallað hann barón í stað greifa, auk annars.
Ég hygg að gátuna sé hægt að skýra á annan veg.
Fregnina um lát Olafs Stephensens hefur Banks líklega
fengið frá Magnúsi sjálfum, pví í bréfi sem hann fær frá
Magnúsi, og er dags. 11. okt. 1807 í Kaupmannahöfn,
minnist Magnús á föður sinn og vináttu hans við Banks,
og pað á pann hátt að ómögulegt er að skilja orðin
öðruvísi, en að Magnús hafi verið búinn að frétta lát
hans: „you will favour with a kind thought the Manes
of your former friend and my father Olaf St.“, eða á ísl.:
„pér munuð hugsa hlýlega til yðar fyrverandi látna vinar,
Ó. St. föður míns“. Latneska orðið ‘manes’ er ekki
hægt að nota réttilega um anda lifandi manns.
Dað er pví líklegt að Ólafur hafi verið veikur 1807
og fregn um lát hans borizt til Danmerkur og Englands,
og verið trúað. En próf. H. H. hefur rétt að mæla að
pví leyti, að bréfið hefur líklega aldrei verið sent Magn-
úsi Stephensen. Dað hefur sennilega verið skrifað árið
1808 eða í byrjun ársins 1809, og áreiðanlega fyrir 28.
maí pað ár, pví frá peim degi er til bréf frá Banks til
Ólafs Stephensen, par sem hann mælir með Hooker og
Phelps.
Hitt má telja víst, að allir Englendingar, sem pá
voru í siglingum á íslandi, vissu um pað, að Banks var
að reyna að fá stjórnina til að taka ísland. Banks hefur
um eitt skeið verið sannfærður um að pað mundi takast,
og pá hefur pað verið ráð hans að fá Magnús Stephen-
sen til að gerast forvígismaður íslendinga, og til stuðn-
ings átti svo enska herskipið að koma, sem svo átti að
taka Trampe. En petta hefur kvisast út, og Phelps og
Savignac, líklega Jörgensen líka, hafa fengið pata af pví.
Og peir fóru of fljótt á stað —, deilan við Trampe út af
verzlunarbanni hans, pvert ofan í loforð og samninga,
æsir pá Phelps og Savignac, og peir biðu ekki eftir
pví að herskip kæmi, heldur notuðu Jörgensen til að
gera uppreisnina. Brezka stjórnin hefur verið sein í