Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 149
Merkar nýjar bækur
149
menningu forfeðra vorra, bæði í Noregi og á íslandi á
landnámsöld, ætti hún sér í lagi að vera velkomin öllum,
sem við íslenzk fræði fást, ekki sízt vegna ágæts mynda-
vals, bæði frá eldri öldum í Noregi, steinöld og bronze-
öld, og svo frá járnöldinni, ekki sízt víkingatímanum, og
eiga Norðmenn þar í haugfundunum slíkar menjar sem
skipið frá Ásubergi og pau kynstur af dýrgripum, sem
par fundust. Dó má hafa ólíkar skoðanir á ýmsum svið-
um hér, og vel ber að minnast pess, að mikið af skoð-
unum fornfræðinga eru aðeins getgátur, sem hafa við
meira eða minni rök að styðjast, og er engin furða, að
lærða menn greinir mjög á um sumt, en bók próf.
Shetelig er merkilegt og frumlegt rit, og mikið á henni
að græða. Máske ber menningarsagan ríkissöguna ofur-
liði sumstaðar, pannig hefði ég kosið ítarlegri frásögu
um Svoldrarorustu, en pó frá pví sé sagt að Ólafur
Tryggvason hafi barizt par og verið svikinn af Sigvalda
jarli og Vindaher, og pví beðið ósigur, pá er par pess
ekki getið að hann hafi fallið par í orustunni. Fyrir vís-
indamann gerir petta ekki neitt, í alpýðubók hefði verið
æskilegra að nefna pað, enda pótt líklega megi við pví
búast, að flestir norrænir lesendur bókarinnar viti pað áður.
í 5. bindinu, um tímabilið 1640 —1720 eftir Sverre
Steen, er líka menningar- og atvinnusagan aðalatriðið,
og margt skarplega athugað, og mikið fyrir okkur að
læra, einmitt af pví að norska bændastéttin pá stóð að
sumu leyti á líku menningarstigi og á miðöldunum. Dað
er bæði skemtilegt og fróðlegt að lesa hér um myndun
nýrra borga í Noregi og hvernig nýjir atvinnuvegir rísa
upp en aðrir breytast, og frá tilraunum stjórnanna til
endurbóta, og fyrir hvern pann, sem vill skilja aðdrag-
andann að ýmsu, sem pá er gert af stjórnar hálfu á ís-
landi, er brýnasta nauðsyn að pekkja til ástandsins hjá
nágrannapjóðunum og pá ekki sízt í Noregi.
S. Bl.
Tvær orðabækur.
Leiv Heggstad: Gamalnorsk ordbok med nynorsk
tyding. Oslo 1930 (Det norske samlaget), XII -)- 837
bls. Verð 20 kr. innb.
Detta er önnur útgáfa peirrar orðabókar, sem peir
Marius Hægstad og Alf Torp gáfu út 1909 og nokkuð