Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 150
150
Merkar nýjar bækur
hefur verið notuð á íslandi. t>essi nýja útgáfa er mjög
aukin frá hinni fyrri og ýmsar leiðréttingar og um-
breytingar hafa verið gerðar, stundum eftir skýringum,
sem fram hafa komið eftir að fyrri útgáfan var prentuð.
Bókinni er ætlað að taka yfir allan porra peirra orða, sem
fyrir koma í ritum Norðmanna og íslendinga fyrir 1350,
ásamt þýðingum peirra á norskt landsmál. Frá íslenzku
sjónarmiði verður árið 1350 naumast talið heppilega valið
til tímamóta, meðal annars vegna pess, að enginn getur
lagt á pað úrskurð um ýms rit, hvort pau eru eldri en
pað ár eða yngri. Tvímælalaust yngri mun t. d. Osvalds-
saga, sem orð hafa pó verið tekin úr í bókina. Nú hag-
ar svo til, að orðabækur peirra Fritzners og Quðbrands
Vigfússonar (Cleasby) eru báðar uppseldar og fást ekki
nenia fyrir geipiverð, og má pá vænta pess, að mörgum
komi pessi orðabók í góðar parfir. íslenzkum notöndum
mun að vísu reynast pað ágalli, hve fátt er dæma, er
sýni meðferð orðanna, en til pess að ráða bót á pví
hefði purft miklu stærri bók og dýrari en pessa. Hér er
ekki ætlun vor að tína til pað, sem ef til vill hefði mátt
betur fara, enda virðist verkið svo vandað, að naumast
yrði um stórvægilegar aðfinnslur að ræða. Aðeins skal
pess getið, að dálítið skýtur skökku við í bók sem pess-
ari, er yfirleitt styðst við hina íslenzku grein fornmálsins
(sbr. t. d. að ritað er hrapa, hress, en ekki rapa,
ress), að neitunarforskeytið er ú- (ekki ó-) og að haft
er d í pátíðarmyndum sem tamda, vanda, par sem ð
hélzt í íslenzku fram undir lok pess tímabils, sem bókin
grípur yfir. Ekki er oss ljóst, hverjum geti verið akkur
í, að p er fært paðan, sem pað hefur jafnan átt sæti í
íslenzku stafrófi, og látið standa á eftir t, en pess skal
raunar getið, að pað eru aðrir en höfundar pessar bókar,
sem fyrstir hafa orðið til að sýna í slíkri áreitni við mein-
lausan bókstaf pann vígamóð, sem betur hefði komið
niður í veigameiri stórræðum.
Norsk riksmálsordbok, utarbeidet av Trygve Knud-
sen og Alf Sommerfelt. Oslo 1930 (H. Aschehoug & Co.)
Dessari bók er ætlað að veita alla nauðsynlega vitn-
eskju um stafsetningu og merkingar, stundum einnig upp-
runa, peirra orða, sem notuð eru í ríkismáli Norðmanna,
ásamt dæmum um notkun peirra, teknum úr bókmenntum