Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 152
Ársrít hins íslenzka Fræðafélags
í Kaupmannahöfn,
Ársritið sendir hér út ellefta árgang sinn. Dr. Sig-
fús Blöndal hefur tekið að sér ritstjórn pess fyrst um
sinn. Mun í hverjum árgangi verða reynt að flytja fræð-
andi greinar, bæði um íslenzk og útlend efni, og sérstak-
lega lögð áherzla á að koma út ýmsu um menningar-
sögu, og ýmsa merkilega menn og málefni, bæði nú á
dögum og frá liðnum öldum. Tímaritið mun ekki skifta
sér af íslenzkum stjórnmálum, ekki flytja kvæði né skáld-
sögur, og ekki ritdóma, nema um mjög merk rit sé að
ræða, og svo útlendar bækur um ísland, sem sérstök
ástæða virðist til að geta par.
Nýir áskrifendur að tímaritinu geta fengið alla eldri
árgangana (10 alls) fyrir 15 kr., meðan upplagið endist,
og er ráðlegt að nota sér í tíma petta kostaboð. Má
ýkjulaust segja, að tímaritið hafi verið fjölbreytt, og marg-
ar merkar greinar í pví. Skulu hér nefndar: 1. árg.:
Æskukröggur og glæfraferðir Arminiusar Vambéry, eftir
Þorv. Thoroddsen, um hinn mikla ungverska landkönn-
uð; íslenzk fornkvæði eftir Finn Jónsson; Lýsing á Þing-
eyraklaustri á fyrri hluta 18. aldar, eftir síra Ólaf Qísla-
son, kafli úr óprentaðri æfisögu; Um skáldmál Bjarna
Thorarensens eftir Finn Jónsson; Um ípróttaskóla eftir
Magnús Jónsson; Frá Róm á dögum keisaranna eftir
Boga Th. Melsteð. í 2. árg.: Heimur og geimur, pættir
úr alpýðlegri störnufræði eftir Dorv. Thoroddsen; Ole
Worm eftir Halldór Hermannsson, um hinn mikla danska
lærdómsmann og íslandsvin á 17. öld; Djóðjarðasalan
eftir Boga Th. Melsteð. í 3. árg.: Einangran eftir Dorv.
Thoroddsen. Nokkur orð um andapekking eftir sama; löng
grein. Frá írlandi fyrrum og nú, eftir ónafngreindan höf-
und; „Norðurlönd“ eftir Boga Th. Melsteð. í 4. árg.:
Alexander von Humboldt. 150 ára minning eftir Dorv.