Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. mmiAnmmmm fijálst, aháð dagblað Útgáfufólag: Frjéls fjölmiökin hf. Stjómarformaflur og útgáfustjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoflanitstjórí: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Sæmundur Guflvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og IngóHur P. Steinsson. Ritstjóm: SMumúla 12-14. Auglýsingar: Sfflumúla 8. Afgreiösta, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þvorholti 11. Shni ritstjómar 86611- og 27022. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeKunni 10. Askriftarverfl á mánufli 85 kr. Verfl í lausasöJu 6 kr. Formaður friðarráðs hollenzku kirkjunnar, Jan Faber, sagði um daginn, að tillögur Reagans Banda- ríkjaforseta um afnám meðaldrægra kjarnorkuflauga í Evrópu væru bara einhliða áróður, sem Sovétríkin mundu ekki geta fallizt á. Ummæli Fabers sýna, hversu mikinn vanda friðar- hreyfingin í Evrópu skapar umhverfi sínu. Hún freistar Kremlverja til að reyna að komast upp með nýjan og ógnvekjandi vígbúnað án þess að Vesturlöndum takist að ná jafnvægi. Vel getur verið, að Kremlverjum og kjarnorkuand- stæðingum takist að hindra staðsetningu meðaldrægra kjarnorkueldflauga í flestum löndum Vestur-Evrópu öðrum en Frakklandi og Bretlandi án gagnkvæmni af hálfu Sovétríkjanna. í þessu skiptir hið hernaðarlega misvægi minna máli en hið pólitíska. Berskjölduð Vestur-Evrópa verður að taka meira tillit til óska Sovétríkjanna en verið hefur. Finnlandiseringin færist vestur eftir álfunni. Kremverjar þurfa ekki að beita hernaðarlegum yfir- burðum sínum gegn Vestur-Evrópu. Þeir þurfa aðeins að beita vitneskjunni um, að þessir yfirburðir séu til, — að einhliða hafi Sovétríkin líf allra Vestur-Evrópu- búa í hendi sér. Kremlverjar hafa ekkert upp á að bjóða nema hernaðarlegan mátt. Þeir hafa ekkert aðdráttarafl í hugmyndafræði, efnahagsmálum, skriffinnsku og lífskjörum til að tryggja í heiminum sigur kommúnism- ans, sem þeir telja óhjákvæmilegan. í skjóli vígvélarinnar munu Sovétríkin draga á lang- inn viðræður um afnám meðaldrægra kjarnorkueld- flauga og treysta friðarhreyfingunni í Vestur-Evrópu til að hindra hið pólitíska jafnvægi, sem mundi felast í vestrænum flaugum af því tagi. Ef þetta tekst að meira eða minna leyti, er líklegt, að einangrunarstefnu aukist mjög fylgi í Bandaríkjunum. Hún hefur þegar náð fótfestu í Hvita húsinu, þar sem Kaliforníumennirnir fyrirlíta linkind Vestur-Evrópu- búa. Þar vestra vex þeirri skoðun fylgi, að Vestur-Evrópa sé vandræðastaður, þar sem hver höndin sé uppi á móti annarri og þar sem menn vilji velta á Bandaríkja- menn kostnaði og fyrirhöfn við að verja álfuna gegn Kremlverjum. Bandaríski kjallarahöfundurinn William Safíre segir blátt áfram: ,,Getum við varið Evrópu, sem vill ekki verja sig sjálf?” Þegar svo virtur maður kastar fram slíkri spurningu, mætti hrollur gjarna setjast að Vestur-Evrópubúum. Friðarhreyfingin í Vestur-Evrópu er ein mesta ógnunin við frið í Evrópu. Þessi ómeðvitaða fimmta herdeild klýfur samstöðu Vestur-Evrópu, fælir Banda- ríkjamenn á brott og auðveldar Kremlverjum að ná markmiðum sínum. Friðarhreyfingin er svipað böl og stjórnarstefnan í Washington, sem hefur á þessu ári einkum falizt í hernaðarlegum mannalátum, vel auglýstum fjár- festingum í nýjum vopnakerfum og ómstríðum and- kommúnisma. Utanríkisstefna Reagans Bandaríkjaforseta er að mörgu leyti afleit. En hann skilur þó, alveg eins og Thatcher hin brezka og Mitterrand hinn franski, að gegn valdsdýrkendum á borð við Kremlverja dugir aðeins að sýna festu. Eina vonin til að hafa Kremlverja ofan af heims- valdadraumum er að sýna fram á órofna og eindræga samvinnu vestrænna ríkja, sem komi bæði fram í traustum landvörnum og einnig í sívökulum vilja til samninga um afvopnun. Samviskufangar þjóöarinnar Veist þú lesandi minn góöur að á ári fatlaðra lokum við geðsjúka menn inni í fangelsum, þó að lög mæli svo um að slíkt megi ekki? Þú spyrð ef til vill hvernig það má vera. Eru þetta menn, sem hafa gerst brotlegir við lögin vegna þess að þeir eru geðsjúkir? Jú, en dómstólar hafa sýknað þá af afbrotinu vegna þess að þeir eru geðsjúklingar. Þetta virðist nú vera nokkuð flókið mál. En til að auðvelda þér að skilja það, skulum við taka dæmi. NN er frá 19 ára aldri búinn að eiga við geðræn vandamál að stríða og hefur hvað eftir annað legið á sjúkra- húsi, en ávallt útskrifast við sæmilega heilsu. Svo vel gekk þó ekki þegar NN útskrifaðist seinast. Þá fékk hann að fara heim með þeim fyrirmælum að taka reglulega lyfin sín. Fljótlega hætti NN að taka þau, taldi sig orðinn góðan. Heimilisfólkið vissi þó betur og hafði samband við lækni hans. Hann bað þau að reyna að koma ofan í hann lyfjunum, en það þýddi ekkert, þar sem NN taldi að fjölskyldan væri búin að mynda samsæri gegn sér og ætlaði að eitra fyrir sig. Móðir NN reyndi þá hvað eftir annað að hafa samband við sjúkrahúsið og benda á versnandi ástand hans. Jafnframt skýrði hún frá þvi að hann gæti ekkert unnið og væri einn heima allan daginn. Lítið var um svör frá þeim aðilum, heldur borið við pláss- leysi og fjölskyldunni bent á lögreglu. Hún gat ekki skiliö að þaö gagnaði NN mikið. Sjúkdómur leiöir til voflaverks Dag einn hafði sjúkdómur NN heltekiö hann svo með allskyns Kjaliarinn Andrea Þórðardóttir ranghugmyndum og ímynduðum óvinum, að þegar fyrsti fjölskyldu- meðlimurinn kom heim beið hann til- búinn og réðist að honum og særði mikið. Þegar æðið rann af NN settist hann niður örmagna. Sá er fyrir árásinni varð fékk hjálp og náð var í lögreglu sem flutti NN í gæsluvarðhald. Ekki var unnt að yfirheyra hann strax en eftir nokkra daga virtist sem hann gerði sér grein fyrir hvað komið hefði fyrir. Ekki fékkst geðsjúkrahúsið til aö taka við NN og veita honum þá aðhlynningu sem hann á rétt til sam- kvæmt heilbrigðislögum þessa lands. í þeirra augum, er stjórna geðheilbrigðismálum, var hann af- brotamaður. Dómstólar fengu málið til meðferðar og var óskað eftir geðrannsókn á NN, sem gerð er af geðlækni, og voru niðurstöður þær að NN væri ekki sakhæfur. Hann hafði ekki vitað hvað hann gerði þeg- ar hann framdi þetta voðaverk. NN var sýknaður af dómstólum, en farið fram á öryggisgæzlu og jafnframt að hann fengi læknishjálp svo hægt væri að taka mál hans upp aftur ef honum batnaði og þar með fella niður öryggisgæslu á honum.Nú mætti ætla að málið væri þar með komið frá dómsmálum yfir til heilbrigðismála, en svo var nú því miður ekki. Geðsjúkrahúsin neituðu að taka við NN þannig að engin önnur úrræði voru fyrir dómstóla en að senda NN í fangelsi. Fangelsi geta ekki verið sá staður sem geðveikir eiga að vistast í, þau eru ætluð til úttektar á dómum, sem menn hafa hlotið en NN var sýknaður eins og áður er getið. Að loka menn inni í fangelsum er mikið ! rnu sinm var... ... laglegur rokkprins sem hét Adam. Hann var krónprins í tónlistarríki því sem Englar og Saxarbyggðu og bjó hannvið mikinn auð og listilegt líferni. Hafði hann um sig hirð eina mikla og hóp hugdjarfra riddara er Maurar nefndust. Og sjá, Adam og Maurarnir unnu hug og hjörtu lýðsins með prúðri framkomu sinni og hljómmiklum hljóðfæra slætti. Frægðarorð það er af Adam og liðsveit hans fór barst vestur um hafið til söngeyjunnar og þar svifu Mauratónarnir á öldum ljósvakans. Söngvar Mauranna urðu fleygir og lifðu á vörum fólksins, sem unni tónlistinni semT hljómplatan „Kings of the Wild Frontier’ geymdi. Þegar vetur gekk í garð í ríki Engla og Saxa, klæddust Adam og Maurarnir herskrúða sínum og héldu í krossferð með nýja hljómskífu að vopni. Og sjá, það birti til í vetrarkófinu og hjörtu lýðsins fylltust af hlýju og gleði því Maura- tónlistin hljómaði á nýjan leik. Þetta er ekki aðeins lítið ævintýri, heldur veruleikinn sjálfur. steinor karnabær sy*r ”* v 1 mm Áwm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.