Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bresnef svarar fyrir sig Friðartilboð það sem Reagan Bandaríkjaforseti sendi til Leonid Bresnefs og kunngerði á blaða- mannafundi fyrir rúmri viku hefur vakið lítinn fögnuð meðal ráða- manna í Kreml. Leiðtogar ríkja Vestur-Evrópu hafa hins vegar fagnað tilboðinu og sagt það mjög æskilegan grundvöll undir af- vopnunarviðræður Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sem eiga að hefjast í Genf þann 30. þessa mánaðar. Tilboð Reagans felur í sér að Bandaríkjastjórn sé reiðubúinn að hætta við staðsetningu nýrra meðal- drægra kjarnorkuvopna í Evrópu ef Sovétríkin draga til baka öll kjarnorkuflugskeyti af gerðinni SS— 20, SS—4 og SS—5. í öðru lagi leggur Regan til að efnt verði til nýrra viðræðna á næsta ári um fækkun langdrægra kjarnorkuflugskeyta. Nánari viðræður um þetta efni verða ákveðnar á fyrsta fundi utanríkis- ráðherra rikjanna, Alexander Haig og Andrei Gromyko, í Genf í janúar á næsta ári. í þriðja lagi leggur Reagan til að Sovétríkin minnki her- afla sinn og fækki hefðbundnum vopnum í Austur-Evrópu til að minnka möguleikann á að gripið verði til skyndiárásar gegn Vestur- Evrópu. í síðasta lið ræðu sinnar lagði forsetinn áherzlu á að vinna verði að því að koma í veg fyrir að strið brjótist út af misgáningi eða vegna misskilinna upplýsinga. Ræðu Reagans var sjónvarpað beint til Evrópu og lagði bandaríska stjórnin fram 50 þúsund dollara til að aðstoða evrópskar sjónvarpsstöðvar við að ná útsendingunni. Enda var nú mikið í húfi, þar sem tilboðið var að miklu leyti hugsað sem mótsvar við vaxandi fylgi friðarhreyfínganna í Evrópu. Sovézka fréttastofan Tass var óvenju fljót til svara og sagði að tilboðið væri aðeins áróðursbragð. Það var því vitað, að Bresnef, forseti Sovétríkjanna, myndi ekki taka undir það, er hann átti viðræður við Helmut Schmidt, kanslara Vestur- Þýzkalands, í Bonn í síðustu viku, þrátt fyrir þá viðleitni kanslarans að sýna forsetanum fram á að tilboðið væri vísbending um friðarvilja Bandarikjastjórnar. Bresnef sagði í ræðu við heimsóknina að tilboðið færi í raun fram á einhliða afvopnun Sovétrikjanna, þar sem ekki væri tekið tillit til þeirra kjarnorkuvopna sem meðlimaríki Atlantshafsbanda- lagsins í Evrópu hefðu þegar yfir að ráða. Hann sagði að á þetta tilboð gætu Sovétríkin aldrei fallizt. Hann sagði að Sovétrikin væru reiðubúin til að fækka SS—20 flugskeytunum, en það væri háð því skilyrði að um gagnkvæma fækkun samanlagðs her- afla væri að ræða. í ræðunni sagði hann einnig: ,,Ef viðsemjendur okkar sýna vilja á að semja um algera eyðileggingu á öllum tegundum kjarnorkueldflauga, jafnt að austan og vestan, þá myndum við samþykkja það. í hreinskilni sagt viljum við að Evrópa verði öll kjarnorkuvopnalaust svæði og þar verði hvorki meðaldrægar né aðrar kjarnorkuflaugar. ’’ í viðtali við þýzka blaðið Der Spiegel skömmu fyrir heimsóknina til Bonn var Bresnef spurður að því hvort hann sæi nokkurn möguleika á að stöðva frekari upphleðslu meðaldrægra kjarnorkuflugskeyta í Evrópu. Bresnef hóf svar sitt á því að benda á hvernig þessi þróun hófst og sagði að það væri undirrótin að núverandi ástandi. Hann sagði að síðan á fimmta áratugnum hefðu Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra haft staðsett í Evrópu og í nærliggjandi hafsvæðum kjarnorkuvopn til árása á Sovétríkin. Það hefði ekki verið hægt að horfa aðgerðalaus á að Sovétríkin væru umkringd af herstöðvum og að gegn borgum og verksmiðjum innan þeirra væri sífellt beint margvíslegum burðarkláfum atómdauðans — flug- skeytum, sem staðsett væruásjó eða landi eða í sprengjuflugvélum. Sovét- ríkin hefðu verið tilneydd að snúast til varnar en i því fælist ekki ógnun við neitt annað ríki, sízt af öllu I Evrópu. Sovétríkin hafa því komið sér upp sambærilegum vopnum og komið þeim fyrir á eigin landsvæði, í þeim mæli sem samsvaraði birgðum hugsanlegs mótherja. Bresnef sagði ennfremur að þegar saman væru taldar kjarnorkuhleðslur í eigu ríkja Atlantshafsbandalagsins og þær sem Sovétrikin hefðu yfir að ráða væri ljóst að Nato hefði 50% yfirburði. Það væri að vísu rétt, sagði Bresnef, að SS—-20 flugskeytin, sem nú væri verið að endurnýja, hefðu þrjár kjarnahleðslur í stað einnar í eldri gerðunum, en á það yrði einnig að líta að Frakkar væru að endurnýja kjarnorkuvopn í kaf- bátum sínum og hefðu sjö kjarna- hleðslur í stað þriggja áður. Auk þess stæði til að fjölga kafbátunum. Bresnef sagði ennfremur í viðtalinu að ef fyrirhuguð endur- nýjun kjarnorkuvopna Nato i Vestur- Evrópu næði fram að ganga hefði Atlantshafsbandalagið náð 100% yfirburðum yfir Sovétríkin. Hann bað menn minnast þess hvernig Bandaríkjamenn brugðust við er Sovétríkin hugðust koma fyrir flug- skeytum á Kúbu að beiðni stjórnarinnar þar. Þá hefði verið hrópað í Washington að þetta væri ögrun við líf Bandaríkjamanna. En nú væri reynt að koma Sovét- mönnum I skilning um að bandarísk kjarnorkuvopn í Evrópu, sem væru innan sjónmáls frá sovézku landa- mærunum, kæmu ekki til umræðu á Leonid Bresnef: Telur að menn ættu að minnast Kúbudeilunnar, er þeir íhuga tilboð Reagans. Þá hafi Banda- rikjamenn talið sovézku eld- flaugarnar á Kúbu vera ógnun við líf sitt, en nú vilja þeir láta sem banda- risk kjarnorkufiugskeyti, sem væru innan sjónmáls frá sovézku landa- mærunum í Evrópu, kæmu ekki af- vopnunarviðræðum við. afvopnunarfundunum. Þegar Sovét- ríkin taka sér fyrir hendur að ná jafnvægi gegn aðsteðjandi ógnun, sagði Bresnef, þá segðu Banda- Ronald Reagan sýnir fréttamönnum töflur um herstyrk Sovétrikjanna, er hann kynnti þeim tilboð það, sem hann sendi Bresnef. Eins og vænta mátti gat hann sýnt fram á mikla hernaðarlega yfirburði Sovét- ríkjanna. Talnaleikurinn um herstyrk stórveldanna fær engan botn meðan ekki er samkomulag um við hvaða grundvöll eigi að miða upplýsing- arnar. ríkjamenn að farið hefði verið yfir öll mörk vopnabúnaðar sem eðlileg væru til sjálfsvarnar Sovétríkjunum. Það er ljóst af orðum leiðtoga stór- veldanna að afvopnunarviðræðurnar í Genf munu verða erfiðar. Það er ekki einu sinni fyrirfram sam- komulag um hvað eigi að semja. Sovétmenn vilja að rætt verði um kjarnorkuvopnabirgðir ríkja Atlants- hafsbandalagsins í heild og að með verði talin þau vopn sem dregið geta til Sovétríkjanna og staðsett eru í flugvélum eða á flugmóðurskipum undan ströndum Evrópu. Tilboð Regans hljóðar hins vegar einungis upp á stöðvun á endurnýjun þeirra 600 kjarnorkuflugskeyta, sem fyrirhuguð er árið 1983. Bandaríkja- menn hafa einnig sett fram þá kröfu að með verði talin þau kjarnorkuvopn sem eru í Asíuhluta Sovétríkjanna, en þau telja Sovét- menn ekki með þegar þeir gera samanburð á herstyrk hernaðar- bandalaganna. Bandaríkjamenn hafa hins vegar sagt að þeim vopnum megi auðveldlega snúa gegn Evrópu ef til styrjaldar kæmi. IMÝTTFRA CASIO A—253 W-100 W-150 M-1230 AX-210 CA-901 LA-555 Eiginleikar: A-253 M-1230 W-100 W-150 CA-901 AX-210 LA-555 12/24 klst. Já Já Já Já Já Já 12 Dagatal Já Já Já Já Já Já Já Skeiðklukka Já Já Já Já Já Já Nei Niður-teljari Já Já Já Já Nei Já Nei Klst.-merki Já Já Já Já Já Já Já Vekjari Sónn Sónn/Lag Sónn Sónn Sónn Sónn/Lag Sónn Ljós Já Já Já Já Já Já Já Rafhlöðuending 5-7 ár 2 ár 5 ár 5 ár 15 mán. 18 mán. 18 mán. Vatnshelt Já Já 100 m dýpi 100 m dýpi Já Já Já Högghelt Já Já Já Já Já Já Já Kassi Ryðfr. stál Ryðfr. stál Ryðfr. stál Ryðfr. stál Ryðfr. stál Ryðfr. stál Gullhúðað Annað - 12 lög innbyggð - - Innbyggð tölva 3 lög Vísaklukka - UMBOÐIÐ. BANKASTRÆTI8 Sl'MI 27510

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.