Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. ur i einkarekstri að leita svara við þeim hættulega hugsunarhætti ein- staklingsins í atvinnulífinu, sem vill selja, að eini aðilinn sem geti keypt sé Samband ísl. samvinnufélaga eða dótturfyrirtæki þess. Þau praktísku vandamál, sem eru samfara þessu sál- ræna vandamáli verða ekki leyst, nema hægt sé að byggja upp traust og trú á, að einkaaðilar geti keypt og það verður ekki gert, nema aðilar í einkarekstri efli samtök sín og skapi þann valkost, sem þarf að vera til gagnvart Sambandsveldinu. í þriðja lagi er eðlilegt, að einingar i atvinnurekstrinum stækki og að menn sameini krafta sina betur en gert hefur verið og skapi þar með einkarekstrinum möguleika á að takast á við ný verkefni í atvinnu- og viðskiptalifinu, sem kalla á ákveðna stærð og það bolmagn, sem stærðinni fylgir. Við þurfum ekki alltaf að hokra hver í sínu horni. í fjórða lagi hefur það úrslitaþýðingu fyrir framtíð einkarekstrarins, að forráðamenn hans geri sér ljóst, að nú stendur yfir bylting í atvinnulífi landsmanna. Hvers konar bylting, má spyrja. Stóriðjupólitík — upplýsingabylting Það má segja, að i öllum megin- atriðum sé að skapast pólitísk sam- staða um stórfellda orku- og iðnvæð- ingu fram til næstu aldamóta. Á þessu tímabili munum við byggja a.m.k. þrjú stór orkuver og stóriðju- fyrirtæki í tengslum við þau. Alþýðu- bandalagið, sem í einn og hálfan ára- tug hefur barizt gegn stórvirkjunum og stóriðju, hefur gefizt upp á þeirri baráttu og er að leita leiða til þess að tilkynna þessa uppgjöf opinberlega. Það er hins vegar alveg rétt, sem forstjóri SÍS sagði i viðtali við Morg- unblaðið fyrir skömmu, að lítið leggst fyrir kappana, ef einkarekstur- inn í landinu, sem hann teiur sam- vinnuhreyfinguna vera part af, lætur ríkisvaldið sitja eitt að þessari at- vinnuuppbyggingu í samvinnu við út- lendinga, þegar það á við. Ég spyr nú fyrst, hvort þá umhugs- un um framtíðina, sem fram kemur í þessum orðum forstjóra SÍS, sé að finna á samtökum einkarekstrarins í Iandinu, en nefni að öðru leyti, að at- vinnurekendur í einkarekstri verða að finna leiðirtil þess að verða þátttak- endur í þessari nýju aldamótabylt- ingu í atvinnulífi okkar. Annar þáttur þessarar byltingar er tölvuvæðingin og sá nýi heimur, sem hún er að opna fyrir okkur og í kjöl- far hennar sjálfvirknin, sem er að ryðja sér til rúms í iðnaði og eru ein meginskýringin á því, að japanskur iðnaður hefur um skeið skotizt fram úr 100301 Vesturlanda. Það mun skipta sköpum um stöðu einkarekstr- ar á íslandi i upphafi 21. aldar, hvernig þið, sem hér eruð inni og samstarfsmenn ykkar í viðskipta- og athafnalífinu, bregðizt við í þessum efnum, nú á næstu árum. Ég nefni aðeins eitt svið til þess að undirstrika mikilvægi þess sem um er að tefla. Að margra dómi verður á næstu áratugum mikill vöxtur í nýrri at- vinnugrein, sem kalla má upplýsinga- iðnaðinn, þ.e. þeirri þjónustu að koma upplýsingum á framfæri við fólk og fyrirtæki, hvort sem það er gert í dagblöðum og tímaritum, út- varpi og sjónvarpi, eins og við höfum kynnzt því fram til þessa, eða með ný aðferðum, myndbandavæðingu, samtengingu sjónvarps, simatölvu og öðrum nýjungum, sem eru að ryðja sér til rúms. Hverjir stjórna þessum upplýsinga- iðnaði, þegar kemur fram á næstu öld? Verða margir upplýsingabank- arnir i höndum margra einkaaðila, þannig að neytendur eigi valkost eða verður upplýsingabankinn einn í höndum ríkisvaldsins? Þetta er grundvallarspurning um það þjóðfé- lag, sem við erum nú að móta fyrir framtíðina. Að lokum þetta: Jafnvel þótt einakreksturinn taki réttar ákvarðanir um þau viðfangs- efni, sem ég hef hér gert að umtals- efni, mun honum veitast erfitt að snúa vörn í sókn á næstu árum, ef sú stjórnmálahreyfing, sem í hálfa öld hefur barizt fyrir frelsi í atvinnulífi landsmanna, nær ekki tökum á vandamálum sínum og ágreinignsefn- um. Afleiðing sundrungar þessarar stjórnmálahreyfingar, sem sumir ótt- ast, en aðrir telja blasa við, er ákaf- lega einföld. Vinstri menn mundu stjóma landinu fram til aldamóta. í mesta lagi fengi eitthvert flokksbrot af hægri og miðjuvængnum að þiggja einhverja mola af borði þeirra, eins og nú. Vinstri menn mundu móta stóriðjupólitík okkar á næstu árum. Visntri menn mundu færa upplýs- ingabyltinguna í hendur rikisvaldsins og þá er stutt í Stóra bróður. Vinstri menn mundu halda einkarekstrinum í heljargreipum og smátt og smátt mola niður máttarstólpa hans einn af öðrum. Þess vegna eru þeir menn, i öllum flokksörmum, sem nú taka þátt í því að leggja í rúst, það sem byggt hefur verið upp í hálfa öld, að leika sér að eldi og afhenda ríkisafskiptamönnum völdin til frambúðar. Hagsmunamál frjáls athafnalífs eru mörg, en ég efast um, að nokkurt þeirra sé eins mikilvægt og það, að takast megi að halda þeim stjórn- málasamtökum saman, sem í senn hafa verið brjóstvörn athafnafrelsis og vígi til nýrrar sóknar. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri. NORDMENDE Ekki vantar glassileikann né tækninýjungarnar, svo sem System Kalt 3, sem er það allra nýjasta. Alltaf eru þeir frá Nordmende fyrstir með tæknibyltingar til landsins, svo sem Transistor In-line-myndlampa, System Kalt 2 og nú System Kalt 3. Þeir láta ekki að sér hæða Vestur-Þjóðverjar. NORDMENDE , Skipholti 19. Sími 29800. Þá eru það litsjónvörpin frá eru ekki ódýrustu tækin í bænum. Gæðin kosta sitt en verðmunurinn er þó sáralítill og kaupin borga sig. Auk þess bjóðum við mjög góð greiðslukjör, þannig að þetta er ekkert mál: 2000 út og rest á 6 mánuðum. Líttu inn og fáðu þér eitt Það borgar sig Teg. 1956 Litur: rústrautt 09 kakí gerviefni Stærðir: 31—38 Verð kr. 193,- Ný sending Teg. 200 Litur: beige og rústrautt gerviefni Stærðir: 28-38 Verð kr. 197,- Teg.9308 Litur: hvrtt leður Stærðir: 30—38 Verð kr. 334,- - 365,- Teg. 2496 Litur: grátt og rústrautt rúskinn Stærðir: 28-38 Verð kr. 221,- - 235,- Teg. 2532 Litur:hvftt leður Stærðir: 28—38 Verð kr. 264,- - 281,- Teg. 420 Litur: brúnt og rústrautt leður Loðfóðraðir Stærðir: 24—33 Verð kr. 315,- - 340,- Opið laugardaga kl. 10-12 STJÖRNUSKÓBÚDIN Laugavegi 96 — Við hliðina á Stjörnubíói — Sími 23795

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.