Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 40
Ný ferdaskrifstofa að taka til starfa —„alltafpláss fyrirþá sem hafa eitthvað að segja," segirJón Guðnason Ný ferðaskrifstofa sér dagsins ljós fyrstu vikuna í janúar. Ferðaskrif- stofan heitir Saga 0o er forsvars- maður hennar Jón Guðnason, en hann hefur sem kunnugt er lengi starfað að ferðamálum. Jón er sonur Guðna Þórðarsonar, fyrrum ferða- skrifstofukóngs í Sunnu. Hluthafar í hinni nýju ferðaskrif- stofu eru sex auk Jóns Guðnasonar. Jón sagði í samtali við DB&V í morgun að tilskilin leyfi samgöngu- ráðuneytis væru fengin til ferðaskrif- stofurekstursins og auk þess hefði verið lögð fram trygging fyrir flutn- ingi farþega hjá Flugleiðum. Ferða- skrifstofan Saga mun einnig skipta við önnur flugfélög er fljúga áætlun- arflug frá landinu, Arnarflug og Is- cargo. „Ferðaskrifstofan Saga mun sjá um alla þjónustu við ferðamenn, inn- lenda sem erlenda,” sagði Jón í morgun. „Við höfum ýmislegt nýtt í pokahorninu, sem er hernaðarleynd- armál ennþá, en þó má nefna ýmsar nýjungar á Mallorka, sem ekki hafa verið í boði áður. Jón var að því spurður hvort þörf væri á nýrri ferðaskrifstofu þegar til- lit væri tekið til hinnar hörðu sam- keppni sem þegar er á markaðnum. „Það er alltaf pláss fyrir þá sem hafa eitthvað að segja. Hlutirnir eru að breytast. Fólk er farið að gera meiri kröfur og vill fara eigin leiðir. Ég hef trú á því að ferðaskrifstofum fjölgi, en þær verði minni en áður. Aðalráðgjafi hinnar nýju ferða- skrifstofu verður Guðni Þórðarson, en að sögn Jóns er hann þó ekki einn eigenda ferðaskrifstofunnar. -JH. Það dugði lítt þótt þingmenn allra flokka sameinuðust gegn andstæðingum sínum á skákmóti Flugleiða. Fengu þingmenn hina verstu útreið, enda eru þeir Guðmundur G. Þórarinsson, Vilmundur Gylfason og Halldór Blöndal þungt hugsi yfir stöðunni. (Mynd Einar Ólason) Sveit Búnaðarbankans vann — Þingmennirnir stóðu sig slaklega Firnasterk sveit Búnaðarbanka íslands, Reykjavík, bar sigur úr býtum í skákkeppni stofnana, sem Flugleiðir gengust fyrir um helgina. Búnaðar- bankasveitin skaut sveit Rikis- spítalanna aftur fyrir sig rétt i lokin og hlaut alls 62 vinninga af 69 mögulegum. Ríkisspítalarnir hlutu 61,5 vinninga og sveit Útvegsbankans varð i 3. sæti með 53 vinninga. Þátttökusveitir voru alls 24 og þar á meðal var sveit Alþingismanna. Hún fékk harla háðulega útreið — náði aðeins 22 vinningum og varð í 18.-19. sæti. Helgi Ólafsson, sem tefldi fyrir Þjóðviljann, hlaut 20,5 vinninga á I. borði og þeir Jóhann Hjartarson, Búnaðarbankanum, og Jóhann Ingi Jónsson, Verkamannabústöðum, 19,5 vinninga. Á 2. borði varð Dan Hartsson, Ríkisspítölunum, hlut- skarpastur með 21,5 vinninga og Guðmundur Halldórsson, Búnaðar- bankanum, var með sömu vinningatölu á 3. borði. -SSv. Stimpilgjald breytist með nýju fasteignamati: Ös hjá fógetum í dag Hækkun hjá ÁTVR: Vodkaí 267 kr. Frá og með morgundeginum hækkar tóbak og áfengi um 15%. Áfengisútsölur verða þvi lokaðar i dag vegna verðbreytinga. Sem dæmi um hækkun á ein- stökum áfengistegundum má nefna að tslenskt brennivín hækkar úr kr. 167 í kr. 192. White horse viskí. hækkar úr kr. 232 i kr. 267. Pólskt vodka hækkar úr kr. 232 í kr. 267 og sjenever úr kr. 241 í kr. 277. Léttu vínin hækka einnig um 15%. Til dæmis hækkar flaskan af hvítvíni í meðalverðflokki úr 48 i 55 krónur. Flaska af algengu rauðvíni hækkar úr 58 í 67 krónur. Vindlingapakkinn hækkar úr kr. 17.15 í 19.70 og pakkinn af London Docks vindlum kostár nú 26 krónur ístað22 áður. -JSS. Búist er við ös hjá fógetum og sýslu- mönnum í dag vegna þinglýsinga á fast- eignaafsölum, þar sem stimpilgjald hækkar á morgun með gildistöku nýs fasteignamats. Meðalhækkun verður um 55% en dæmi eru um mun meiri hækkun þar sem fasteignir færast af byggingarstigi í mati til fullgerðra eigna. í Reykjavík er stimpilgjald af meðal þriggja herbergja ibúð 900—1000. krónur í dag, auk 28 króna þinglýsing- argjalds, en stimpilgjald á sömu ibúð verður á morgun 1.400—1.550 krónur. herb. Deilan á Seltjamamesi að leysast: Fóstmmar taka ákvörðun í dag Fóstrurnar á barnaheimilinu Sól- brekku á Seltjarnarnesi hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort þær dragi at- vinnuumsóknir sínar hjá Reykjavíkur- borg til baka og starfi áfram á Sól- brekku. Er búist við að þær taki ákvörðun um málið í dag. Bæjarfulltrúar Seltjarnarnesskaup- staðar héldu fund með foreldrum barna á barnaheimilinu á laugardag- inn. Var fundurinn opinn fóstrunum, en þær mættu ekki. Þá var félagsmála- fulltrúanum á staðnum meinað að sitja hann. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri sagði í viðtali við blaðið í morgun að fundurinn hefði farið vel frant. Menn hefðu rætt málin og skýrt sín sjónar- mið. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér, er nú mikill þrýstingur á fóstrur að vera áfram. Hefur meðal annars verið samþykkt að þær fái eftirvinnu greidda þegar forstöðukona telur þess þörf. Einnig að barnaheimilið fái fólk til afleysinga þegar um veikindi starfsfólks þess er að ræða. Þetta ásamt fyrirkomulagi á inn ritunarmálum hefur einkum valdið deilunum er upp risu á barnaheimil inu. -JSS. Irjálst, úháú dagblað MÁNUDAGUR 30. NÓV. 1981. Frambjóðandi í próf kjörinu: Fékk ekki að kjósa! Einn frambjóðenda í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins, Anders Hansen, fékk ekki að neyta atkvæðisréttar síns er hann mætti á kjörstað í gær. Ástæðan var sú að búið var að merkja við nafn hans í kjörskrá rétt eins og einhver hefði þegar fengið afhentan atkvæða- seðil í hans nafni. Anders var boðið að kjósa til bráða- birgða á meðan málið væri rannsakað á sama hátt og um utankjörstaðaatkvæði væri að ræða. Því boði neitaði Anders þar sem óvíst var hvort atkvæðið yrði tekiðgilt. „Ég held að þarna hljóti að vera ein- hver mannleg mistök á ferðinni frekar en kosningasvindl. Mér finnst líklegast að einhver hafi farið línuvillt í kjör- skrá. Ég treysti starfsmönnum flokks- ins fyllilega til að finna réttláta lausn á þessu máli,” sagði Anders í samtali við blaðið í morgun. -KMU. Harður áreksturvið Svartsengi Harður árekstur varð á Grinda- víkurvegi, skammt frá Svartsengi, siðdegis í gær. Jeppabifreið sem kom frá Reykjavik, ók á dráttarvél sem kom frá Grindavík og er talið að jeppabif- reiðin sé gjörónýt. Engin slys urðu á mönnum. Afar slæmt skyggni var á þessum slóðum þegar áreksturinn átti sér stað. Skafrenningur og mikil ofankoma, auk þess sem vegurinn var fljúgandi háll. -SER. Þingmenn áttuðu sig ekki á því að refskák dugar ekki á alvöruskákmótum. hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.