Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. SMIÐJUVEGI8 KÓPAVOGI KVÍHTfi furuhúsgögn Með alþjóðlega viðurkenningu Nx/hnrn Smiöiuveg'8 I \l y UUI y Sími 78880 An[A. Laugardaga 10-16 sunnudaga frá 14-17 MÁLVERKA-OG MYNDAINNRÖMMUN Mikið úrvalaf speglum í römmum. MYNDA- OG MÁLVERKASALA INNROMMUN SIGURJÓNS ■n ÁRMCLA 2’ — SlMI 31788 Önnumst kaup og sölu allra almennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. m Venlliréfn - Alnrkniliiriiin Nýja húsinu v/Lækjartorg. 12222 Vorum að fá nýja sendingu af orginal myndefni fyrir Leigjum einnig út <P vídeótæki með VHS kerfi Ath. opið frá kl. 18.00-22.00 alla virka daga nema laugardaga frá kl.14.00-20.00 og sunnudaga kl. 14.00-16.00 VÍDEÓ MARKAÐURINN Digranesvegur 72 Kópavogi Sími 40161 Tóti trúður mætti á barnaskemmtunina á Hótel Borg í gær og gerði mikla lukku hjá krökkunum. Og ekki minnkaði ánægjan þegar hann færði nokkrum þeirra bókina um sjálfan sig að gjöf. (Mynd Einar Ólason). Lífleg menningar Menningarvaka tengd lífi og listum fatlaðra hófst að Hótel Borg á laugar- dag. Mun hún standa fram á föstudags- kvöld. Menningarvakan fer aðallega fram að Hótel Borg en dagskrár tengdar henni verða fluttar víðar. Þessi vaka er lokaátak Alfa-nefndarinnar í tilefni árs fatlaðra. Við setningarathöfnina á laugardag fluttu Margrét Margeirsdóttir, for- maður Alfanefndar, og Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri ávörp auk aðila frá hagsmunasamtökum fatlaðra. Þar var flutt tónlist og sýnt brúðuleikrit um fötluð börn. I gær var svo messa í Langholts- kirkju og barnaskemmtun að Hótel Borg. Stjórnandi þar var Bryndís Schram, en fjöldi gesta kom í heimsókn. Þeirra á meðal var Tóti trúður, hljómsveitin Árblik, sem skipuð er gömlum nemendum úr öskjuhlíðarskóla, og þær stöllur Helga Steffensen og Hallveig Thorlacius sýndu brúðuleikinn Krakkarnir í götunni. í því voru kynntar hinar mis- munandi tegundir fötlunar og börnin sjálf látin spyrja og taka þátt. Brugðið var á margs kyns leiki og lagið tekið hraustlega nokkrum sinnum. Opið hús verður á Borginni í dag milli klukkan 15.30 og 18.00. Þar mun Carl Billich leika létta kaffihúsamúsík og bornar eru fram veitingar. Tinna Gunnlaugsdóttir og Ingiborg Geirs- dóttir lesa upp úr ljóðum hinnar síðar- nefndu og Sigrún Gestsdóttir syngur lög Sigursveins D. Kristinssonar við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Þá verður einnig sett upp verkstæði og veitt tilsögn í myndrænni tjáningu. Því stýrir Sigríður Björnsdóttir. í kvöld verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikrit Gunnars Gunnarssonar, Uppgjörið, undir stjórn Sigmundar Arnar Arngrímssonar og verða umræður um leikritið á eftir. Ónefnd eru fjölmörg atriði menningarvökunnar en væntanlega verður greint betur frá þeim síðar -JB. Heimsókn utanríkisráðherra Grænhöfðaeyja: Samningur undirritaður um aðstoð til fjögurra ára „Það getur ekkert ríki þrifist án samvinnu við önnur ríki í meira eða minna mæli,” sagði Silvino da Luz, utanríkisráðherra Grænhöfðaeyja, á fundi sem hann hélt fyrir helgi vegna nýundirritaðs samnings milli íslands og Grænhöfðaeyja, sem segir til um áframhaldandi aðstoð íslendinga til eflingar fiskveiðum við eyjarnar. Silvino kom hingað • til lands síðdegis á miðvikudag ásamt 9 manna fylgdarliði sínu og hefur hann átt viðræður við íslenska ráðamenn, auk þess sem hann hefur kynnt sér íslenskar fiskafurðir og vinnslu þeirra. Fyrir um rúmlega ári gerðu ísland og Grænhöfðaeyjar með sér samning um 18 mánaða tækniaðstoð til upp- byggingar fiskveiðum landsins. Samningur þessi rann síðan út 30. september siðastliðinn. Stjórnvöld Grænhöfðaeyja leggja mikið upp úr þessari aðstoð og óskuðu þess ein- dregið að hún yrði framlengd helst um rúm 4 ár, eða til ársloka 1985, en það er gildistími þróunaráætlunar, sem nú er í undirbúningi þar í landi. Þessi samningur var síðan undirrit- aður af utanríkisráðherrum beggja landanna síðastliðinn föstudag og mun hann gilda til ársloka 1985. Samningurinn, sem er ramma- samningur, gerir ráð fyrir að gerðar verði starfsáætlanir fyrir hvert ár sem ákvarði hversu mikil aðstoðin verði hverju sinni. Vegna framlengingar aðstoðar- innar til næstu 4 ára er í undirbúningi smíði fiskiskips sem er sérhannað til veiða við Grænhöfðaeyjar og í þróunarríkjum. Er vonast til að skipið verði tilbúið síðla á næsta ári. í máli Silvino da Luz á fundinum kom fram að nýja skipið kemur til með að henta betur öllum aðstæðum við eyjarnar. Hann sagði að með góðri samvinnu við íslendinga gæti landið nýtt fiskinn við strendur landsins mun betur en verið hefur, en vinnsla fiskafurða væri einmitt undirstaðan fyrir efnahagslegt sjálf- stæði landsins. Silvinio da Luz utanríkisráðherra Grænhöfðaeyja fór héðan af landi brott í gærmorgun ásamt fylgdarliði sínu. -SER. Silvino da Luz i fundinum sem hann hélt á föstudag i tilefni nýundirritaðs samnings íslands og Grænhöfðaeyja um áframhaldandi aðstoð við cyjarnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.