Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. „Alltaf haft þörf fyrir að búa eitt hvað til” Hvernig velurðu þér jólakort? Kaupir eflaust eitthvað, sem þér finnst fallegt og höfðar til jólanna. En hefurðu einhvern tima hugsað um það, hver teiknaði fallegu myndina, sem er á kortinu? Já, kannski hefurðu litið aftan á kortið, séð þar nafn, og ekki hugsað meira um það. lEn þú ert heldur kannski ekkj eins forvitin(n) og við hérna á DB og Vísi. Við sáum nefnilega jólakort, sem var tekið eftir veggteppi, en það er kven- félagið Hringurinn, sem gefur þetta kort út, til styrktar Barnaspítalasjóð Hringsins. Á bakhlið kortsins segir svo: Maria í rós. Veggteppi 120x85 cm unnið 1974 af Guðrúnu Guðmundsdóttur, Reykjavík. Kross- saumur úr ullargarni í stramma. Munstrið er gert með hliðsjón af mynd frá 3. fjórðungi 15. aldar i Teiknibókinni i Árnasafni, AM 673a 4to, f. 7 v. og lýstum upphafsstaf í handriti af Stjórn, AM 227 fol., f. 6v., frá 14. öld. Áletrunin er 55. erindi Lilju frá um 1350.” Forvitnin var vakin og Guðrún Guðmundsdóttir leituð uppi, því fyrir leikmann virðist óviðráðanlegt verk að sauma upp eftir gömlum teikningum. Heimili Guðrúnar ber þess glöggt vitni, að þar býr kona, sem ekki hefur setið auðum höndum um ævina. Falleg veggteppi prýða veggi, og eru fjögur þeirra unnin úr Teiknibókinni, en eitt er unnið eftir myndum úr Flateyjarbók, út. 1945. Þegar litið er á þær myndir í bókinni, verður enn óskiljanlegra hvernig Guðrún Guðmundsdóttir, hjá veggteppinu. Myndin úr Teiknibókinni, sem Guðrún fór eftir. ... og hér er veggteppið komið á mynd á fallegu jólakorti. hægt er að sauma út eftir þeim, svo smáar og óskýrar sem þær eru. ,,Ég hef alltaf verið mikið fyrir saumaskap og hvers kyns handa- vinnu,” sagði Guðrún aðspurð. ,,Ég er fædd og uppalin í Garðhúsum í Garði og fluttist til Reykjavíkur 1950. Ég hafði alltaf haft mikla löngun ti' að búa eitthvað til, og einu handbæru teikningarnar, sem ég hafði á þessum tíma, voru lýsingar — i Flateyjarbók. Ég teiknaði upp myndirnar, stækkaði og saumaði síðan út. Það, sem einnig átti sinn þátt í því, að ég fór að gera þetta, var að ég hef alltaf verið mikið fyrir allt, sem er gamalt. Á þessum árum var ég að eignast börnin mín fjögur, svo þetta varð svona meiri „sparivinna”. Ég saumaði og prjónaði svo til allt á börnin, og eðlilega situr þá svona vinna á hakanum. Seinna barst mér í hendur útgáfa Björns Th. Björns- sonar af Teiknibókinni í Árnasafni, og þá fannst mér ég hafa fengið fjár- sjóð í hendurnar, sem ég vildi gera eitthvað úr fyrir sjálfa mig. Mér fannst þetta fagrar teikningar, sem höfðuðu tjl mín. Eg vona þó svo sannarlega að ég hafi ekki skemmt teikningarnar, þegar þær hafa verið saumaðar, því ég hef reynt að fara um þær eins mjúkum höndum og ég hef getað. Þessi teppi gerði ég þó fyrst og fremst fyrir sjálfa mig og börnin mín, og hugsaði aldrei neitt út í að það yrði neitt meira. En þegar Hringskonur leituðu til mín og. báðu um mynd af veggteppi á jóla- kort, fannst mér ég ekki geta neitað. ÖIl teppin voru mynduð, og þetta varð siðan fyrir valinu. Sjálf er ég mjög ánægð með árangurinn og finnst kortið mjög vandað.” Undir það er tekið hér, að kortið er hið vandaðasta í alla staði. Erindið úr Lilju, sem er saumað í veggteppið, er einnig inni í kortinu. Sjálf gerir Guðrún lítið úr vinnu sinni; viðurkennir þó að mikil vinna liggi að baki hverju teppi, og þegar dáðst er að öllum þeim verkum, sem hún hefur gert.segir hún hlæjandi: „Já, ég hef alltaf haft óskaplega þörf fyrir að búa eitthvað til. . . ” -AKM. ■aófetóiitigiiÍiSMliÍÍÍPÍBt að framleiöa .... ' ........'"'""‘'"jliiitkunarstaðnum gamalt gler — nýtt gler — SIGNA- óllisti SIGNA-aðferðin er dáýt, .«wiföld(|ij|||l|||j|gj A tímom orkuspomaóar er timabœrt aó kynrt«l SiGNA -|eeHÍÍA. jhdA saiyumstefídur of ódlista, fylltuni Mdatt- drœgu efni og sérhönnuöu SIGNÁ þéttiefni, sertt jhfygat't lúHkMMi samKmhngu milli óls rafhituóum kopwþroiói. Vinnon fer from innon éjpipi ÁNfiiÍfÍÍinifíi:<9(ig|^*ié^ er á SIGNA oóferóinni hérlendis. Vió veitum 5 óra ábytlfcó á ;. JÍIlÍtfÍyS SIGNÁ a&i»MrAlnra' ssnamfaf .. É hínfln<n 4>etta er SIGNA ómsti ...~^ ^ liiipr. m____________ opnu gaphúsi. og raf- u þétti- efni.” ....meó rakadrœgu efni... NifÉllillÍipfeiogar. veitir = A Hafndrstrpett )ll; Reykjavik, p.h.589, s. 19013.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.