Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. Einkarekstur: SNÚUM VÖRN í SÓKN Einn af höfðingjum íslenzks einka- rekstrar lýsti eitt sinn fyrir mér hlut- skipti atvinnurekstrar í einkaeign á undanförnum áratugum með lítilli dæmisögu. Hann kvaðst hafa tekið við forstöðu umfangsmikils atvinnu- fyrirtækis á ungum aldri og þá hefði fyrirtækið sjálft átt skuldlausan allan þann lager, sem það þurfti á að halda i rekstri sínum Þegar hann hins veg- ar lét af forystu þessa fyrirtækis ald- arfjórðungi síðar átti bankinn lager- inn. Ég hygg, að þessi lýsing á þróun ís- lenzks atvinnufyrirtækis sé dæmigerð fyrir atvinnureksturinn yfirleitt á síðustu þremur til fjórum áratugum. Hafi fyrirtækin á annað borð verið orðin bjargálna, hefur smátt og smátt hallað undan fæti og þau hafa sífellt orðið háðari fyrirgreiðslu viðskipta- btmka sinna. Á síðustu árum hefur þessi þróun komizt á nýtt stig. Nú eru atvinnufyrirtækin ekki lengur aðeins háð fyrirgreiðslu bankanna heldur seilast stjórnmálamenn æ meir til áhrifa á rekstur þeirra, gera kröfur tii þess að sjónarmið þeirra fái að ráða nokkru um rekstur fyrirtækjanna, og beita aðstöðu ríkisvaldsins til þess að setja einstökum fyrirtækjum kosti. Rikisvaid, sem reynir í auknum mæli að gera atvinnureksturinn háð- an sér, er eitt af vandamálum einka- rekstrar á fslandi í dag. Samvinnuhreyfing, sem rekur hömlu- lausa útþenslustefnu er annað vanda- mál einkarekstrar um þessar mundir. Frjáls samkeppni í atvinnu- og við- skiptalífi er grundvöllur einkafram- taks i atvinnurekstri, en engu að síður gægist fram viðleitni hjá einkarekstr- armönnum til þess að hemja hana í skjóli þeirra röksemda, að hún eigi ekki alls staðar við. Tækni- og tölvu- bylting gerir nýjar kröfur til einka- rekstrar um að láta ekki ríkisvald og samvinnuhreyfingu eina um að hlýða kalli nýrra tíma. Sundrung þeirrar stjórnmálahreyfingar, sem i hálfa öld hefur staðið vörð um einkaframtak og frjálsa samkeppni, er vandi, sem frjálst athafnalíf getur ekki horft fram hjá. Aðförað Flugleiðum Viðleitni ríkisvaldsins til þess að gera atvinnurekstur, hverju nafni sem nefnist, háðan sér, og þar með ákvörðunum og afskiptum stjórn- málamanna, kemur fram í þeirri meginstefnu, að atvinnuvegi lands- manna skuli reka án nokkurs hagn- aðar. Þessi stefna er framkvæmd í krafti lykilaðstöðu, sem ríkisvaldið hefur við ákvörðun fiskverðs og veigamestu verðlagsákvarðanir á öðrum sviðum. Afleiðingar þess, að atvinnufyrirtæki verði um of háð ríkisvaldinu og geðþótta þess, koma skýrast fram í svonefndu Flugleiða- máli. Aðförin að Flugleiðum er mesta aðför, sem gerð hefur verið að atvinnurekstri í einkaeign frá því at- lagan var gerð að Kveldúlfi á fjórða áratugnum. Saga íslenzkra flugmála er ævin- týrasaga, sem sýnir kosti einka- framtaks, eins og þeir geta beztir verið. Hún er saga örfárra einstakl- inga, sem brjótast áfram og ryðja nýjar brautir með dirfsku, dugnaði og framtíðarsýn, sem varð að veru- leika. Flugleiðir hafa verið og eju einn af máttarstólpum einkarekstrar í land- inu. Hugsunin á bak við aðför Alþýðubandalagsins að Flugieiðum, sem gerð var í skjóli ríkisstjórnarinn- ar að verulegu leyti, var sú að brjóta niður þennan stólpa. Ef það hefði tekizt, hefði röðin komið að öðrum stórum fyrirtækjum i einkarekstri næst, og eftirleikurinn síðan auðveld- ari gagnvart hinum smærri. Við skulum rifja þessa aðför upp í ör- stuttu máli. Fyrirtækið lenti í stór- felldum erfiðleikum vegna gjör- breyttra markaðsaðstæðna. Stjórn- endur fyrirtækisins taka þá einu ákvörðun, sem atvinnurekendur í einkarekstri geta tekið við slíkar að- stæður. Þeir ákveða verulegan sam- drátt í rekstri og uppsagnir starfs- fólks. Þeir snúa sér ekki til ríkisvalds- ins og biðja um aðstoð. Starfsfólkið, -sem á atvinnumissi yfír höfði sér, snýr sér hins vegar til ríkisstjórnarinnar og biður hana um að koma i veg fyrir atvinnumissi þess. Ríkisstjórnin býður fyrirtækinu að- stoð til þess að halda óarðbærum rekstri áfram gegn því, að starfsmenn haldi atvinnu sinni. Það kemur hins vegar í ljós, að aðstoðinni fylgja ýmis skilyrði um stóraukin áhrif ríkisins á stjórn fyrirtækisins og einstakar ákvarðanir þess. Fyrirtækið er orðið ríkisvaldinu háð að töluverðu leyti og hefur lítil efni á þvi að ganga gegn vilja þess. Árið líður og nýtt rekstrar- ár er framundan. Fyrirtækið leggur fram rekstraráætlanir, sem sýna, hvaða fjármagn það þarf að fá til þess að halda áfram þeim rekstri, sem ríkisstjórnin óskaði eftir að haldið yrði áfram. Þá bregður svo við, að þeir, sem áður báðu fyrirtækið um að taka við aðstoð til þess að fólk héldi vinnu sinni, býsnast nú yfir því, að það geri of miklar kröfur um styrki til rekstrar síns, það komi ekki til mála að láta skattborgarana standa undir þessum rekstri, en það geti svo sem vel komið til mála að veita þessa aðstoð í öðru formi, t.d. með því að rikisvaldið auki hlut sinn í fyrir- tækinu úr 20% í t.d. 30%. Viö vitum hvað kemur svo næsta ár að óbreyttri stöðu, og áður en kjörtimabilið er liðið hefur ríkisvald- ið náð undir sig meirihluta í þessu glæsilega fyrirtæki einkaframtaksins með bolabrögðum, ef ekki er spyrnt við fótum. Aðförinni að Flugleiðum er ekki lokið þótt nokkurt hlé hafi verið á um skeið. Ég hef rakið þessa sögu hér, þótt hún sé öllum kunn, vegna þess að hún er skólabókardæmi um það, sem gerist, ef atvinnufyrirtæki i einkarekstri verður of háð ríkis- valdinu á einn eða annan hátt. Annar vandi einkaframtaksins bæði nú og fyrr er sá, hvernig bregð- ast eigi við útþenslustefnu Sambands ísl. samvinnufélaga og dótturfyrir- tækja þess. Ég tel, að það hafi komið skýrt fram í þeim umræðum, sem ný- lega fóru fram á opinberum vettvangi um umsvif Sambandsveldisins, að forráðamenn þess kunna sér ekkert hóf í viðleitni þeirra til þess að auka hlut Sambandsins í atvinnu- og við- skiptalifi landsmanna. Þeir þenja veldi sitt út í allar áttir. Einu gildir þótt einkafyrirtæki veiti fullnægj- andi þjónustu, fyrirtækin séu mörg, samkeppni því mikil og valkostir neytenda af þeim sökum nægir. Sam- bandið ryðst inn á slík svið, ekki síður en önnur, og beitir hinu mikla afli sínu til þess að hasla sér völl. Sambandsveldið Þeir sem eru stórir, verða að hafa þroska til að standa undir stærð sinni. Ég leyfi mér að efast um, að forystusveitSambands ísl. samvinnu- félaga hafi til að bera þann þroska og þá hófsemi, sem ætti að ríkja í höfuðstöðvum svo mikillar við:, skiptasamsteypu. Að sumu leyti er vandi einkarekstr- ar gagnvart Sambandsveldinu sál- rænn. Það er athyglisvert að sjá skýr- ingar tveggja aðila í einkarekstri, sem nýlega hafa selt fyrirtæki sín Sam- bandsfyrirtækjum, á því, af hverju þdr seldu Sambandshreyfmgunni. í öðru tilvikinu var frystihús á Suður- eyri boðið Sambandinu til kaups vegna þess, að eigendurnir töldu, að með því væri hagsmunum byggðar- lagsins bezt borgið. f hinu seldu einkaaðilar kaupfélaginu á ísafirði fyrirtæki vegna þess, að þeir töldu með því tryggt, að fyrirtækið yrði áfram rekið sem ein heild. í báðum tilvikum er um þann sálræna þátt að ræða, að viðkomandi aðilar treysta ekki einkaframtakinu til þess að geta keypt. Einkafyrirtæki hafa í áratugi átt í miklum erfiðleikum í samkeppni við Sambandið, en sú samkeppni er barnaleikur á við það, ef sá hugsun- arháttur kemst inn hjá einstaklingum í atvinnurekstri, vilji þeir selja, að eini aðilinn, sem geti keypt sé Sam- band ísl. samvinnufélaga. Þá horfum við inn í hugarheim litla mannsins í atvinnulífinu, sem er búinn að gefast upp gagnvart auðhringnum. Ég hef nú fjallað í stuttu máli um varnarstöðu einkarekstrarins gagn- vart ríkisvaldi og samvinnuhreyfing- unni og þá orðið tímabært, að einka- rekstrarmenn og stuðnignsmenn einkarekstrar líti í eigin barm og fjalli um hugsunarhátt, sem hefur látið á sér bæra í of miklum mæli á undan- ■förnum árum, og gemr orðið einka- rekstrinum hættulegur, ef hann nær að breiðast út, en hann er í því fólg- inn, að frjáls samkeppni eigi ekki er- indi inn í allar atvinnugreinar. Á nokkrum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs háttar svo til, að gamal- gróin og traust fyriftæki eiga í sam- keppni við ný fyrirtæki, sem hafa verið að hasla sér völl. Hjá þeim stóra í slíkri samkeppni hefur gætt tilhneigingar til þess að kæfa slíka samkeppni í fæðingu með óeðlilegum hætti, í krafti yfirburðastöðu og „Nú eru atvinnufyrirtækin ekki lengur aðeins háð fyrirgreiðslu bankanna heldur seilast stjórnmála- menn æ meir til áhrifa á rekstur þeirra og beita aðstöðu rikisvaldsins til þess að setja einstökum fyrirtækjum kosti,” segir Styrmir Gunnarsson meðal annars. I þess- ari kjallaragrein fjallar Styrmir um vanda einkareksturs í landinu og nauðsyn þess að efla hann. StyrmirGunnarsson meira fjármagns en sá litli hefur undir höndum. Um þetta eru dæmi í viðskiptalífi okkar. Þá er stutt í það, að stóra einkafyrirtækið reyni að nota sömu aðferð gagnvart litla einkafyrirtækinu og Samband ísl. samvinnufélaga notar í samkeppni sinni við einkafyrirtækin yfirleitt. Hér er að því komið, að stórfyrir- tæki í einkarekstri hljóta að standa við stóru orðin og viðurkenna eðli- lega og heilbrigða samkeppni. Þau verða að hafa til að bera þann þroska og þá hófsemi að nota ekki óeðlilegar aðferðir til þess að koma keppinaut á kné. Þetta er spurning um þann sið- ferðilega grundvöll, sem frjálst at- hafnalífhvílirá. Hvernig á einkareksturinn að bregðast við í þeirri almennu varnar- stöðu, sem hann hefur lengi verið í gagnvart ríkisvaldinu fyrst og fremst og Sambandsveldinu í vaxandi mæli? Fyrst vil ég nefna það, að ég tel, að einkareksturinn hafi sætt sig við lítið úr hendi ríkisvaldsins um langt skeið. Forráðamenn atvinnu- veganna hafa sætt sig við það, að þeim sé haldið á floti með „redding- um” frá einum ársfjórðungi til ann- ars. Með því að kyngja þessum vinnubrögðum hafa þeir um leið vanið stjórnmálamennina á þau. Skýringin á því, að þeir una svo litlu, er kannski að einhverju leyti sú, að það hefur lengi verið skortur á sam- stöðu í hópi atvinnurekenda í einka- rekstri. Útgerðarmenn og fiskverkendur hafa ekki ýkja miklar áhyggjur af stöðu iðnaðarins, svo að dæmi sé nefnt. Stórkaupmenn hirða lítið um það, þótt smákaupmenn eigi í erfið- leikum í samskiptum við verðlags- yfirvöld, ef þeir telja sinn hlut viðun- andi. Og svo mætti lengi telja. Sam- staða einkarekstrar gagnvart ríkis- valdi, sem seilist æ meir til áhrifa í at- vinnulífinu, hlýtur að vera forsenda þess, að einkareksturinn geti snúið vörn í sókn. í annan stað hljóta atvinnurekend- Svarthöfði Svarthöfði Svarthöfði Svarthöfði „Finnlandisering” í viðskiptum Eftir að KGB-peningar höfðu verið notaðir i Danmörku til að greiða með auglýsingakostnað friðar- hreyfingarinnar þar í landi, datt mönnum svona í hug, enda ekki ósennilegt, að KGB liðið á Norður- löndum hefði hægt um sig um sinn Hér á landi hélt friðarliðið þrumandi ræður á Alþingi um hernaðarbrölt Bandaríkjamanna í umræðum um varnarmál og sveigði þannig enn einu sinni umræðurnar inn á almennt tal um athafnir Banda- rikjastjórnar, einmitt á tíma, þegar sovéskur kjarnakafbátur hafði nýverið lent uppi á þurru landi við Karlskrona í Svíþjóð. Jafnvel var gripið til þess að lesa upp almenna starfsáætlun Menningarstofnunar Bandarikjanna og fara með hana eins og leyniplagg til að hafa þó eitthvað til að veifa í umræðum um sovéskan kafbát í Svíþjóð og KGB-peninga i Danmörku. Með þessum aðferðum hafa talsmenn friðarhreyfingarinnar raunar lýst því yfir á Alþingi íslendinga, að þeim komi ekki við ítrekuð brot gegn friðarsinnum á Norðurlöndum, ef það eru Sovét- menn sem standa að illverkunum. En KGB-þjónustan sovéska lét ekki óhappið i Danmörku aftra sér frá þvl að efla „friðarathafnir” annars staðar. Komið er upp mál í Noregi, þar sem því er lýst að KGB- njósnarar hafi keypt nokkra menn til að skrifa lesendabréf í blöð í Osló. í þessum lesendabréfum er barist fyrir hinum sérkennilega sovéska friði og Norður-Atlantshafsbandalaginu hall— mælt með sama orðalagi og notað er af „friðarsinnum” á Alþingi íslendinga. Þannig er jarðvegurinn sá sami hvert sem litið er, þótt aðeins hafi orðið uppvíst um greiðslur í tveimur Norðurlandanna. En í þessum tveimur löndum er Ijóst, að „friðaráróðurinn” á rætur að rekja til sendiráða lands, sem hefur nú margfaldan umbúnað i kjarnorkuvopnum á landamærum Austur- og Vestur-Evrópu á við þann búnað, sem Nato hefur á sömu slóðum. Og sérstakur viðbúnaður á Kolaskaga er svo ætlaður Norðurlöndum sérstaklega. Að þessu viðbættu hafa svo Sovétmenn ákveðið að skipta sér af forseta- kosningum í Finnlandi og hafa verið með hótanir, verði ekki sérstakur maður kosinn f það embætti. íslendingar hafa töluverð viðskipti við Sovétmenn og gætir þeirra í auknum mæli í stjórnarlegum samskiptum landanna. Upplýst er á Alþingi að í sovéska sendiráðinu séu margfalt fleiri starfsmenn en f nokkru öðru sendiráði f landinu— eða áttatíu og átta talsins. Þessu er ómótmælt, og mun ulanríkisráðu- neytið telja sig vanbúið vegna viðskiptanna að skipa Sovétmönnum að fækka liði sínu hér. Á hinum Norðurlöndunum stunda menn einnig viðskipti við Sovétmenn, en eru þó í nauðvörn að reka njósnara úr landi öðru hverju. Hér er hægt að stunda hvaða njósnir sem menn vilja vegna þess að engin sú stofnun er til í landinu sem fæst við að upplýsa slíkt. Menn geta svo lagt saman 2 og 2. Fyrst keyptir eru menn í Noregi til að skrifa „friðarbréf” í blöð og fyrsl þekktur rithöfundur er notaður til að borga auglýsingar í Danmörku mun ísland varla vera frítt af slíkum athöfnum. En hér má ekkert gera vegna viðskipta. Við þurfum að selja fisk, ullarvörur og málningu til Sovét- rfkjanna. Þess vegna verður að skattleggja hvert heimili í landinu með ónauðsynlegu oliuverði, þegar Ijóst er að hægt væri að fá oliu helmingi ódýrari annars staðar. Þess vegna verður að láta liggja á milli hluta hvað helftin af þessum áttatiu og átta er að gera. Finnar munu kjósa þann forseta sem þeim sýnisl, og eru þó kallaðir „finnlandiser- aðir”. Viö erum hins vegar „finn- landiseruð” í viðskiptum og megum okkurekki hreyfa. Svarthöfði. Rússneska sendiráðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.