Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VfSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. 13 Lone og sonur hennar Thomas. Eftír að hún gerði þessa mynd slö hún f gegn sem leikstjóri á „Elskaðu mig” (eftír Vitu Andersen) i Bristol-leikhúsinu við Strikið. Gagnrýnendur fordæmdu sýninguna en almenningur varð svo hriOnn að i heilt ár var slegizt um miða á hana. Framlag Háskólabíós á listaviku fatlaðra: Kvikmynd dönsku leik- konunnar Lone Hertz um einhverfa barnið sitt Tomas er danskur drengur, tæpra 15 ára, sem er einhverfur, flogaveikur og geðveill. Það þarf að passa hann eins og lítið barn, því hann gerir í sig og getur ekki klætt sig hjálparlaust. Hann er sonur dönsku leikkonunnar Lone Hertz og leikarans Axels Ströbye. Þau höfðu hann heima þangað til hann var níu ára gamall en neyddust þá til að setja hann á stofnun. Skömmu síðar brast hjónaband þeirra. Nú hefur Lone Hertz gert kvikmynd um soninn og fékk hún mjög góða dóma í dönskum blöðum. Mæðginin fóru saman i viku i sumarbústað á Skagen í Jótlandi með duglegt kvik- myndafólk sem fylgdarlið. Það fylgdist síðan með tilraunum Lone til að ná sambandi við soninn, sem eins og fyrr segir er mjög þroskaheftur. Hann er mállaus en svarar þó spurningum með kortum, sem merkt eru ,,já” eða „nei”. Lone leikur sjálfa sig i þessari mynd og gagnrýnendur segja að hún hafi aldrei leikið betur. Myndin verður sýnd í kvöld og annað kvöld kl. 5, 7 og 9 í Háskólabíói og er framlag þess til listaviku fatlaðra. -IHH. Féll í f jörunni Vegna fréttar sem var i blaðinu á föstudag um bílslys á Akranesi hefur verið beðið fyrir eftirfarandi athuga- semd. Ástæða útafaksturs mun ekki hafa verið of hraður akstur heldur það að sprakk á framhjóli bílsins. Stúlkan sem slasaðist hlaut meiðslin við byltu i fjörunni á leið frá bilnum en ekki vegna slyssins. KOMDU OG REYNSLUGAKKTU NÝJU K-BUXURNAR FRÁ KÓRONA, ÞÆR ERU FÁAN- LEGAR í FLANNEL-FLAUELS-OG TWILL VEFNAÐI. BANKASTRÆTI 7 • AEJALSTRÆTI4 í rétta stólnum situr þú rétt og í réttri hæð við borðið. Þannig þreytist þú síöur. PE 82 er þægilegur stóll framleiddur hérlendis í tveimur útfærslum, fyrir byrjendur (skólafólkið) og þá sem lengra eru komnir í lífinu. PE 82 stóllinn er bólstraður, á hjólum og með gaspumpu. Einnig fáanlegur með örmum og veltusæti. Og verðiö er aðeins kr. 823,— — Já, það ættu allir að hafa efni á að eignast slíkan stól. Hver hefur annars efni á að eyðileggja heilsu sína vísvit- andi með rahgri setu? tjMSKRIFSJŒU^ HUSGÖG N|||p:: HALLARMÚLA 2 - SÍMI 83211 Nuhefurþú efiii á að kavqpa rétta stólinn Tryggjum öryggi barnanna í bílnum, -með Klippan barnabílstólum. Sænski Klippan barnastóllinn hef- ur staðist próf umferðaryfirvaida og slysavarnarmanna með á- gætiseinkunn. En við hönnun stólsins var ekki einungis hugsað um öryggi og þægindi, heldur einn- ig um útlit og tvöfalt notagildi. Kiippan er fáanlegur í allar tegundir bifreiða. Klippan er festur eða losaður á örskammri stundu. Klippan fylgir leikborð fyrir börnin. Klippan kostar aðeins 888,75.- með festingum Komdu og kynntu þér Klippan og annan öryggisbúnað í barnahorninu hjáokkur. SuÓurlandsbraut 16 • Simi 35200 AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF. 7.161

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.