Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. 31 Guðmundur Benedlktsson, fyrrverandi borgargjaldkeri, er látinn. Hann fædd- ist á Stóra-Hálsi í Grafningi þann 29. janúar 1898. Foreldrar hans voru Bene- dikt Eyvindsson bóndi og Margrét Gottskálksdóttir. Guðmundur lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1926. Hann rak mál- flutningsskrifstofu í Reykjavík og varð borgargjaldkeri í Reykjavík 1. júlí 1930. Guðmundur gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Var formaður Heimdallar 1932, formaður landsmálafélagsins Varðar 1935—1940, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik 1935—42. Guðmundur var ritstjóri vikublaðsins íslands í Reykjavík 1927—1930 og meðútgefandi 1938—39 að tímaritinu Þjóðinni í Reykjavík. Guðmundur kvæntist Þórdísi Vig- fúsdóttur árið 1942 og varð þeim þriggja bama auðið. Andlát Þórunn Fjóla Pálsdóttir, til heimilis að Ásbraut 3 í Sandgerði, lést þann 28. nóv. á Landspítalanum. Þórunn Fjóla var fædd í Miðneshreppi þann 7. febrúar 1916 og ólst þar upp, en fluttist til Siglufjarðar árið 1936 og bjó þar á- samt eftirlifandi eiginmanni sínum, Maroni Björnssyni til ársins 1950, að þau fluttust til Sandgerðis. Börn þeirra eru fimm, en einn son átti hún áður. Aron Guðbrandsson, forstjóri, Grenimel 32, sem andaðist i Landspítalanum 21. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 1. desember kl. 13.30. Séra Friðrik A. Friðríksson fyrrver- andi prófastur sem andaðist 16. nóvember var jarðsunginn frá Húsa- víkurkirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Alfred Clausen lézt 26. nóvember 1981. Hann var fæddur í Reykjavík 7. maí 1918. Alfreð Clausen var lands- þekktur söngvari, en á árunum 1950 til 1960 söng hann inn á fjölmargar hljómplötur og kom fram á skemmtun- um. Söng hann yfir 50 lög inn á hljóm- plötur. Alfreð Clausen nam málaraiðn og starfaði að henni allt þar til er hann veiktist á sl. sumri. Síðari kona Alfreðs Clausen er Hulda Stefánsdóttir og eignuðust þau eina dóttur, en börn Alfreðs eru sjö. Sigríður Erla Sigtryggsdóttir til heimilis að Bjargartanga 1, Mosfells- sveit, andaðist í Landspítalanum 27. nóvember sl. Minningarathöfn um Sigurjónu Ólafs- dóttur, frá Görðum í Vestmanna- eyjum, er lést aðfaranótt þriðjudagsins 24. nóvember sl. fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. desember og hefst kl. 15. Jarðsett , verður frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Ólafía Ólafsdóttir, Baldursgötu 7 Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 26. þ.m. Tilkynningar Jón E. Ragnarsson, form. Stúdentafélags Reykja- vlkur. Fullveldishátíð Stúdentafólagsins Aöalfundur Stúdentafélags Reykjavikur var haldinn nýlega. Þar var kosinn nýr formaöur, Jón E. Ragnarsson hrl. Hinn árlegi fullveldisfagnaður félagsins verður haldinn föstudaginn 4. desember i Lækjarhvammi, Hótel Sögu. Ræöumaður kvöldsins verður Agnar Klemens Jónsson fyrrverandi sendiherra. Siða- maður (veizlustjóri) verður Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur. Stjórn félagsins hefur ákveðið að beita sér fyrir þvi að 1. desember verði gerður að Iöggiltum fridegi háskólamanna. Loks ber að geta þess að nýkjörna stjórn félagsins skipa: Friðrik Pálsson viðskiptafræðingur, Gestur Ólafsson, arkitekt, Jónas Eliasson prófessor og Stefán Friðfinnsson viðskiptafræðingur. Þá voru. kjörnir fimm menn í varastjórn. Kvénféitagió }'r,3in;ií>ín • Framtíðin gefur út jólamerki Að venju gefur kvenfélagið Framtíöin á Akureyri út jólamerki sem nú er komið á markaðinn. Jólamerk- ið er teiknað af Guömundi Björnssyni myndlistar- nema og prentað i Prentverki Odds Björnssonar. Merkin eru til sölu i Frímerkjamiðstöðinni og Frí- merkjahúsinu í Reykjavik og á Póststofunni á Akur- eyri. Aliur ágóði af sölu merkisins rennur i Elli- heimilissjóð félagsins. Fró Hóskóla íslands 1. desember næstkomandi halda stúdentar við Há- skóla íslands að vanda hátíöardagskrá i tilefni af fuliveldisdeginum. Tvö siðastliðin ár hefur hátíðin verið haldin í Félagsstofnun stúdenta en nú í ár verður hún haldin í Háskólabíói og hefst hún kl. 14.00. Dagskránni verður útvarpað beint eins og venja var þangað til fyrir tveimurárum. Vinstri menn í Háskóla íslands unnu kosningarnar til I. des. nú i haust. Lögðu þeir fram þemað: Kjamorkuvigbúnaður: Helstefna eða lífs- ctefna. Helgast dagskráin af þessum þema. Á dagskránni verður margt til skemmtunar. Aðalræðu heidur séra Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum í Kjós. Visnafiokkurinn Hrim tekur Iagið. Félagar úr Alþýöuleikhúsinu verða með leik- þátt. Bubbi Morthens syngur nokkur lög. Lesið verður upp úr Ijóöum. Stúdent heldur ræðu. Að síðustu fjöldasöngur. Barnagæzla verður í anddyri Háskólabíós. Allir eru velkomnir. Einnig á ballið í Sigtúni um kvöldið. 1. des. nefnd stúdenta. Jólamarkaður íGarðabæ Blómabúðin Fjóla hefur opnaö jólamarkaö i Goðatúni 2, Garðabæ við Hafnafjarðarveg. Allt til jólaskrauts og jólagjaa. Kvenfólag Hallgrímskirkju Fótaaðgerðir fyrir eillilifeyrisþega í Hallgrímssókn ■eru hvern þriðjudag kl. 13—16 i félagsheimili kirkj- unnar. Timapantanir i síma 16542. Ferðamólaróð varar við erlendum viðskiptaheitum Á fundi Ferðamólaráös íslands, 22. okt. sl., var athygli vakin á þeirri tilhneigingu, sem gætt hefur i vaxandi mæli, bæði í verzlunarrekstri og skemmtiiðnaði, aö æ fieiri skemmtistaðir, verzlanir og fleiri aðilar í viðskiptaUfinu reka fyrirtæki sín undir erlendum heitum. Af þessu tilefni samþykkti Ferðamálaráð einróma að vara mjög við þessari þróun sem er i algjörri mótsögn við þá stefnu sem ráðið fylgir og beinist m.a. að verndun og virðingu fyrir ísl. menningu, sögu og tungu. Ferðamálaráð minnir á að þeir erlendu gestir er hingaö koma leggja m.a. leið sina hingað til að kynnast sögu okkar og menningu. Það er hins vegar ekki geðþekk kynning á landi og þjóð, sem að framan er lýst. Ferðamálaráð telur að ef ekki verður spomað við þessari þróun megi þess vænta að stór hluti af skemmtanaþjónustu landsmanna og e.t.v. annarri þjónustu, tengdri ferðamálum, verði rekinn með erlendum heitum, en slík öfugþróun sé líkleg tii aö slæva máltilfinningu almennins og virðingu fyrir íslenzkum heitum. Mun Ferðamálaráð skrifa viðkomandi stjómvöldum, Sambandi sveitarfélaga og borgaryfirvöldum Reykjavikur og gera þessum aðilum grein fyrir afstöðu ráðsins. Jólakort Styrktar- fólags vangafinna Komin em á markaðinn ný jólakort Styrktarfélags vangefinna með myndum af málverkum eftir Jóhannes Geir, listmálara. Kortin eru til sölu á skrifstofu félagsins, Háteigs- vegi 6, í verzluninni Kúnst, Laugavegi 40 og á heimilum félagsins. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að kortin eru greinilega merkt félaginu. Ýmislegt Maðurinn sem kom með folaldakjöt til reykingar í Hólmgarðinn og merkti það Árna Sig. er beöinn að hafa samband i sima 78820 sem allra fyrst. Kjöt og álegg. ÁRFELLSSKILRÚM Henta allsstaðar — sérhönnuð fyrir yður — gerum verðtilboð - ■ Ármúla 20 — Sími 84635 Eigum ennþá örfáa STATION WAGON á verði fyrir gengisfellingu. Verð kr.: 98.500.- HONDA Á ÍSLANDI * SUÐURLANDSBRAUT 20 SÍMI 38772

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.