Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. 47 Sjónvarp i ***** (»«>«• <t» t fréttamyndinni i kvöld kl. 20.55 veröur lögö áherzia á táknrænt gUdi Guernicu fyrir Spánverja. i \ grww ^7 99*»’' j úl.» H GUERNICA PICASSOS - sjónvarp í kvöld kl. 20.55: EITT MESTA LISTAVERK ALDARINNAR í kvöld verður sýnd brezk frétta- mynd um frægasta málverk Picassos, Guernicu. Það var flutt frá New York til Madrid þann 10. september síðast- liðinn. Guernica var elzti bær og menningarmiðstöð Baskahéraðanna. í apríl 1937 gerði þýzki flugherinn árás á bæinn að skipun Francos. Fljótlega stóð hann í björtu bálj. Konur og börn sem reyndu að forða sér fengu yfir sig kúlnahríð fráorrustuflugvélum. Þessi grimmd varð enn ömurlegri þegar þess er gætt að bærinn hafði enga hernaðarlega þýðingu. Fréttirnar af hryðjuverkinu höfðu djúp áhrif á Picasso, sem þá bjó í París. Tveim dögum síðar byrjaði hann á frumdrögunum að hinu mikla verki. Hann vann sem óður væri og fullgerði myndina á tveimur mánuðum. Hún er um það bil 3.5 x 8 m aðstærð. Myndin er full af táknum sem Picasso sækir i sögulegar hefðir. Nautið og hesturinn eru þar á meðal. í myndum Picassos er hesturinn oft sá sem bíður lægri hlut, en nautið er ýmist fórnardýr, ribbaldi eða hreykinn sigur- vegari. Og í Guernicu er hesturinn í miðri mynd og engist í dauðateyjunum. Það er eins og hann neyti síðustu kraft- anna til að öskra mótmæli til nautsins, sem snýr sér fýlulega undan. Til hægri á myndinni er kona með uppréttar hendur að falla út úr brenn- andi húsi, önnur flýr hálfskríðandi, sú þriðja þýtur út um glugga og heldur á lampa, sem verður eins og kyndill yfir höfði hestsins. Til vinstri, undir nautinu, er móðir með andvana barn í fanginu og neðst limlestur hermaður með brotin vopn. Þess má geta að nú stendur yfir í Listasafni alþýðu sýning, þar sem sjá má eftirlíkingu af þessu fræga lista- verki og auk þess eftirmyndir af öllum skissunum, sem Picasso gerði henni til undirbúnings. Sýningin er mjög merki- leg og hefur nú verið framlengd til 6. desember. Eflaust verður sjónvarps- myndin í kvöld til þess að vekja áhuga fólks til að sjá hana, en hún er opin alla daga frá2—10. -IHH. M0RGUN0RÐ - alla viriu daga kl. 8.10 Yngsti flytjandinn Eins og árrisulir út- varpshlustendur hafa tekið eftir eru morgunorð flutt alla virka daga. Oftast eru þau flutt af leikmönnum, en eru þó eins konar guðrækilegur undirbúningur undir daginn, enda kristinna manna siður að fela sig handleiðslu guðs áður en þeir ganga til starfa. Flytjendur hafa verið víðs vegar af Jóna Hrönn Bolladóttir, 17 ára menntaskólanemi les morgunorð í Hljóðhúsi Akureyrar. -DB-V-mynd: Guðmundur Svansson. landinu og af öllum aldri. Einn sá yngsti talaði í morgun. Það var Jóna Hrönn Bolladóttir, menntaskólanemi á Akureyri. Hún er dóttir sr. Bolla Gústafssonar í Laufási. Talaði hún um upphaf aðventu og undirbúning jólanna. Og um það, hve lítils virði sé allt umstangið kringum þessa hátíð, ef tilefnið sjálft gleymist, sumsé fæðing frelsarans. Jóna Hrönn hefur unnið í sumar- búðum kirkjunnar við Vestmanns- vatn í Aðaldal: Þegar við spurðum hana hvort hún ætlaði kannski að gerast kirkjunnar þjónn í framtiðinni þá svaraði hún: „Mig langar að læra guðfræði en ekki að verða prestur.” -ihh. 10.30 islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.00 Messa í Haskólakapellu. Séra Heimir Steinsson þjónar fyrir alt- ari. Guðlaugur Gunnarsson stud. theol. prédikar. Jón Stefánsson leikur á orgel og stjórnar söng. í messunni mun biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, vigja nýtt orgel kapellunnar og rektor Háskólans, dr. Guðmundur Magnússon, mun einnig segja nokkur orð við það tækifæri. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Þriðjudagssyrpa. — Páll Þorsteinsson og Þorgeir Ast- valdsson. Mánudagur 30. nóvember 19.45 Fréttaúgripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. > 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Tommiog Jenni. 20.55 Guemica Picassos. Bresk fréttamynd um frægasta málverk Picassos, sem nú hefur verið flutt frá Bandaríkjunum til Spánar. Áhersla er lögð á táknrænt gildi málverksins fyrir Spánverja. Þýðandi og þulur: Halldór Halldórsson. 21.15 Ferjan. Finnskt sjónvarps- leikrit i gamansðinum dúr um ferjustjóra, sem fréttir, aö von sé á forseta landsins. Hann tekur til hendinni til þess að undirbúa komu forsetans. Þýðandi: Kristin Mántylá. (Nordvision — Finnska sjónvarpið). 22.15 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson 22.45 Dagskrárlok. Munið prófkjör sjálfstæðismanna vegna borgarstjómarkosninganna ívor. Prófkjörið fer fram sunnudaginn 29. nóvember og mánudaginn 30. nóvember. Kjörstaðir verða fjórir talsins, í Átthagasal Hótel Sögu, í Valhöll við Háaleiösbraut, að Hraunbæ 102b og . Seljabraut 54. Sunnudaginn 29. nóvember verða kjörstaðir opnir frá kl. 10 til kl. 20. Mánudaginn 30. nóvember er aðeins kosið í Valhöll, og þar er opið frá kl. 15.30 til kl. 20. RAGNAR JÚLÍUSSON skólastjóri Nýtum reynslu Ragnars • ískólamálum • í æskulýósmálum • í atvinnumálum • ífélagsmálum Hann á erindi í borgarstjórn Ragnar Júlíusson skólastjóri hefur um fjölda ára verið fulltrúi í borgarstjórn Reykvíkinga. Ragnar býr yfir mikilli reynslu á sviði stjómsýslu, hann hefur haft víðtæk afskipti af fræðslumálum, félagsmálum og atvinnumálum Reykvíkinga. Ragnar hefur einnig tekið virkan þátt í félagsstarfi sjálfstæðismanna, auk margra annarra félaga, og var lengi formaður Landsmálafélagsins Varðar. Skrifstofa stuðningsmanna Ragnars er að Suðurlandsbraut 12, 3. hæð. Símar 81550 og 81551 STUÐNINGSMENN Veðrið Veðurspá dagsins Skammt fyrir vestan land er 995 mb lægð sem þokast norð- norðaustur, 995 mb lægð við Norðaustur-Grænland, sú lægð þokast austur. 970 mb lægð um 900 suðsuðvestur af Hvarfi á leið norður. Veður fer heldur hlýn- andi. Suövesturland, Faxaflói, Breiðafjörður, Suðaustanátt, sums staðar allhvöss eða hvöss, rigning í fyrstu, síðar fremur hæg breytileg átt, skýjað og súld með köflum. Vestfirðir: Austan- og suðaust- anátt, viðast hæg, sums staðar stinningskaldi og dálitil slydda en rigning fram eftir degi, síðan hæg breytileg átt og úrkomulítið. Strandir til Austurlands að Glettingi. Sunnan gola en kaldi, síðar hæg breytileg átt, skýjað en úrkomulaust að kalla. Austfirðir. Suðaustankaldi, dá- lítil rigning í fyrstu en síðar hæg- viðri og bjart veður að mestu. Suðausturland. Austan kaldi, súld með köflum i dag, síðan hæg breytileg átt og bjartara veður. Akureyri alskýjað —1, Bergen léttskýjað 1, Helsinki þokumóða 0, Kaupmannahöfn alskýjað 3, Osló alskýjað —1, Reykjavík al- skýjað 5, Stokkhólmur alskýjað 1, Þórshöfn alskýjað 3. Kl. 18 í gær. Veðrið hér og þar Aþena hálfskýjað 14, Berlin þoka 0, Chicago léttskýjað 2, Feneyjar þoka 3, Frankfurt skýjað 5, Nuuk snjókoma —3, London rigning —5, Luxemburg skýjað 6, Las Palmas léttskýjað 20, Mall- orka léttskýjað 9, Montreal skýj- að 0, New York léttskýjað 8, Paris skýjað 5, Róm léttskýjað 5, Malaga léttskýjað 20, Vin skýjað 3, Winnipeg alskýjað —2. Gengið Nr. 228 — 30. nóvember 1981 kl. 09.15 Eining kl. 12.00 Kkup Sala Sola 1 Bandarfkjadollar 8,156 8,180 8,998 1 Steriingspund 16,022 16,070 17,677 1 Kanadadollar 6,935 6,956 7,651 1 Dönsk króna 1,1485 1,1519 1,2671 1 Norsk króna 1,4347 1,4389 1,5828 1 Sajnsk króna 1,5037 1,5081 1,6589 1 Finnskt mark 1,9012 1,9068 2,0975 1 Franskur franki 1,4676 1,4719 1,6191 1 Belg. franki 0,2197 0,2203 0,2423 1 Svissn. franki 4,6242 4,6378 5,1016 1 Hollenxk florino 3,3807 3,3907 3,7298 1 V.-þýzktmark 3,7014 3,7123 4,0835 1 ftöUkllra 0,00689 0,00691 0,00760 1 Austurr. Sch. 0,5274 0,5289 0,5817 1 Portug. Escudo 0,1270 0,1274 0,1401 1 Spánskur posoti 0,9863 0,0865 0,0951 1 Japanskt yen 0,03813 0,03825 094207 1 írsktound 8DR (sérsttfk dráttsrréttlndl) 01/09 '13,115 9,5749 13,153 9,6031 14,468 Simsvarí vegna gengisskránlngar 22190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.