Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981. ÍSLAND OG VÍGBÚN- AÐUR STÓRVELDANN A Sökum tækniþróunar í gerð víg- véla hefur hernaðarhlutverk íslands breytzt mikið frá því að bandarískt herlið settist að hér á landi árið 1951. Á þeim árum var hernaðarlegt mikil- vægi landsins fyrir Vesturveldin fólgið í því að vera hlekkur í samgöngum á milli Bandaríkjanna og Evrópu, auk þess að vera útstöð fyrir sprengju- og orrustuflugflota Bandaríkjanna. Um og eftir 1960 var farið að vopna kafbáta eldflaugum, sem skjóta mátti neðansjávar. Kafbát- arnir urðu sífellt mikilvægari fyrir hernaðar- og varnarkerfi risaveld- anna. Við þetta breyttist hernaðar- hlutverk íslands og Keflavíkurstöðin varð ein mikilvægasta kafbáta- varnarstöð Bandaríkjanna og skot- marksgildi hennar jókst að sama skapi. / Þrátt fyrir staðsetningu íslands þá eru það fyrst og fremst herstöðvar og hernaðarmannvirki sem hafa eitt- hvert gildi sem skotmörk, enda miða hernaðaraðgerðir að því að lama hernaðarmátt andstæðingsins. Loran C stöðin sem staðsett er í Gufuskál- um á Snæfellsnesi er hernaðarlega mikilvæg fyrir kafbáta búna kjarnavopnum. Teljast verður þvi fullvíst að auk Keflavíkurflugvallar verði hún skotmark í upphafi styrj- aldar. Afleiðingar kjarnorkuárásar á ísland Manntjón sem hlytist af kjarn- orkuárás er háð ýmsum skilyrðum s.s. sprengjustærð, í hvaða hæð sprengjan spryngi, vindátt o.fl. Þótt ekki yrði varpað öflugri sprengju á viðkomandi svæði en svo að dygði til að eyðileggja það og engin kjarn- orkuvopn væru þar fyrir.er ljóst að manntjónið yrði gífurlegt. Yrði kjarnorkusprengju varpað á Keflavikurflugvöll gæti mannskað- inn orðið u.þ.b. 53% þjóðarinnar miðað við algengustu vindátt. Þegar, sprengjan spryngi myndaðist eldsúla sem væri 270 sinnum bjartari en sólin og allir sem á hana horfðu hlytu varanlega blindu af. f allt að 18—20 km fjarlægð fær fólk sem ekki er í skjóli a.m.k. 2 stigs bruna og flestir þeirra, ef ekki allir, létu fljótlega lífið. Geislavirkra efna gætir lengi í jarðvegi eftir að hættan er liðin hjá og geta þau valdið bein- og blóð- krabbameini, erfðagöllum, aukinni tíðni illkynja æxla o.fl. Yrði kjarnorkuárás gerð á Loran LC stöðina í Gufuskálum, myndu allir í u.þ.b. 5 km. fjarlægð farast vegna höggs og hita og vel flestir innan 16 km. fjarlægðar. Innan þessa svæðis eru Rif, Hellissandur og Ólafsvík. Hvað er til varnar? Hættan sem vofir yfir heiminum er svo nálæg og geigvænleg að hvert mannsbarn á jörðinni ætti að gera allt sem i þess valdi stendur til að stöðva þennan hildarleik. Þær raddir heyrast að þótt kjarn- orkuvopn séu til staðar og sífellt sé verið að fjölga þeim, þá komi þeim aldrei til með að verða beitt þar sem það hefði í för með sér svo hrikalegar afleiðingar. Hlutverk þeirra sé aðeins að hræða, þ.e. þau séu ekkert annað en þægilegt tæki til að halda and- stæðingnum í skefjum. Þetta er hin mesta firra eins og allir, sem vildu, ættu að sjá. Þegar vélbyssan var fyrst búin til töldu margir að eftir það myndu menn ekki heyja stríð þar sem það hefði slik fjöldamorð i för með sér. Þegar Nobel fann upp dýna- mítið hélt hann af sömu ástæðum að það gerði stríð óhugsandi. Nú heyrast þessi rök notuð um kjarn- orkuvopn, jafnvel þótt þeim hafi verið beitt sbr. Hiroshima og Naga- sagi. Eins og áður eru þau rök blekk- ing ein. Eigi hræðslan að virka, er ekki nóg að hafa efni á að nota kjarnorkuvopn, það þarf einnig að hafa vilja til þess og mótherjinn þarf að vita það. Nú verður fjöldanum æ ljósara að afvopnun verður ekki komið til leiðar undir forystu stórveldanna, enda vex styrjaldarhættan stöðugt sökum sam- keppni þeirra um völd og áhrif. Á tímum þegar slökunarviðræður stór- veldanna eru komnar í hnút og víg- búnaðurinn eykst með degi hverjum er krafan um kjarnorkuvopnalaus svæði ný leið í baráttunni fyrir afvopnun. Sú leið er mikilvæg varð- andi takmörkun og útbreiðslu kjarn- orkuvopna, enda á hún að tryggja að svæðin verði laus við kjarnorkuvopn bæði á stríðs- og friðartimum, ásamt viðurkenningu stórveldanna á slíkum svæðum. Kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd væri því mikilvægt skref í átt til afvopnunar, skref sem ekki yrði stigið til fulls fyrr en hinu endanlega markmiði væri náð sem er kjarnorkuvopnalaus al- heimur. Varðandi kröfuna um kjarnorku- vopnalaus Norðuriönd vilja ýmsir benda á að þar sem þau lönd sú þegar kjarnorkuvopnalaus þá sé þetta ekki raunhæf krafa. í þjóðréttarlegum skilningi eru Norðurlönd þó alis ekki kjarnorkuvopnalaus. Til þess vantar alla lögfestingu, alþjóðlegar trygg- ingar og formlegt eftirlit. Auk þess eru ísland, Noregur og Danmörk tengd inn í kjarnorkuvígbúnaðar- kerfi NATO og öll aðstaða er fyrir hendi í þeim löndum til að taka á móti kjarnorkuvopnum. ísland með í kröfunni um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd Taki krafan um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd ekki til eyþjóðanna Islands, Færeyja og Grænlands eins og borið hefur á siðustu mánuði, hlýtur það að hafa í för með sér auk- inn átroðning stórveldanna á þær þjóðir. En hvað liggur að baki þessari aðskilnaðarstefnu? Tvö meginrök hafa verið færð fyrir henni. Annars vegar hefur verið bent á að eyríkin hafi ekki sýnt þessum málum áhuga. Hins vegar að þau séu í svo miklu ríkara mæli bandingjar stórvelda- hagsmuna en meginlöndin fjögur. Hvað áhugann varðar þá er það því miður rétt að þessi umræða hefur ekki verið nægileg a.m.k. ekki hér- lendis. Hvað varðar tengsl eyríkianna við stórveldin þá hefur verið réttilega á það bent að ekki sé slíkur munur á hernaðarlegri stöðu íslands og Noregs að Noregur hljóti að verða talinn með sem eðlilegur hluti kjarn- orkuvopnalauss svæðis, en ísland ekki. Kjarnorkuvopnakerfi beggja landanna er mikilvægt fyrir NATO og skiptir þá ekki sköpum fyrir þá umræðu þótt á íslandi sé bandarískur her, en ekki í Noregi. Þá virðist það nokkuð hræsnisfullt ef danska stjórnin vill gera sitt eigið land að kjarnorkuvopnalausu svæði en halda Færeyjum og Grænlandi, sem eru þó hluti danska ríkisins, fyrir utan þá kröfu. Við verðum að gera okkur grein fyrir mikilvægi þess að halda á lofti kröfunni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og megum þá ekki gleyma hafinu, þar sem vígbúnaður- inn er hvað mestur um þessar mundir. Við verðum að leggja áherzlu á kjarnorkuvopnalausa fisk veiðilögsögu og spyrna gegn ætlun Reagans um að efla flotastyrk sinn á N-Atlantshafi. Hafið í kringum okkur er morandi af kafbátum, bæði sovézkum, bandarískum, brezkum og frönskum og við þurfum ekki að draga það í efa að þeir séu með kjarn orkuvopn innanborðs. Meðan við erum með bandaríska herstöð á landinu þá á það ekki að koma okkur á óvart þótt rússneskir kafbátar séu Kjallarinn Guðbjörg Linda Rafnsdóttir að sniglast í kringum landið eins og einn þingmanna okkar virðist fyrst nú hafa verið að uppgötva. Okkur ætti öllum að vera það ljóst hvaða hrikalegu afleiðingar það hefði fyrir framtíð íslenzku þjóðar- inar ef kjarnorkuslys ætti sér stað á miðunum. Grundvellinum yrði gjör- samlega kippt undan atvinnugreinum landsins. Við íslendingar eigum að gera friðun N-Atlantshafsins að ský- lausri kröfu okkar og setja á fót alþjóðlega stofnun sem hefði á höndum eftirlit með því svæði. Hefjumst handa Við erum á leið inn i hættulegasta áratug mannnkynssögunnar þar sem þriðja og ægilegasta heimsstyrjöldin verður æ óumflýjanlegri. Smærri þjóðir s.s. ísland verða að upphefja sjálfstæði sitt og taka eigin ákvörðun um það hvort þeim verði fórnað á altari kjarnorkubáls. Næstu 1—2 árin geta verið afgerandi varðandi þróun mála. Því megum við ekki lengur bíða aðgerðarlaus, heldur verðum við að taka strax saman höndum og sameinast um kröfuna gegn kjarnorkuvígbúnaði. Smáríkj- um og ríkjaheildum ber að setja þá kröfu á oddinn, einkum Evrópuríkj- um sem þegar eru orðin gísiar í hildarleik stórveldanna. Við erum ekki mikils megnug ef við stöndum ein, en stöndum við saman þá getum við verið viss um árangur. Helgum fullveldisdeginum þessa mikilvægu umræðu. Þetta er spurning um framtíð íslenzku þjóðar- innar og reyndar mannkynsins alls. Mætum i Háskólabíó 1. des kl. 14.00. Þar mun 1. des nefnd stúdenta standa fyrir dagskrá undir kjör- orðinu KJARNORKUVÍGBUN- AÐUR: HELSTEFNA EÐA LÍFS- STEFNA? Látum það verða upphaf baráttu okkar en ekki endi. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir ^ „Meöan við erum meö bandaríska her- stöð á landinu þá á það ekki að koma okkur á óvart þótt rússneskir kafbátar séu að sniglast í kringum landið, eins og einn þing- manna okkar virðist fyrst nú hafa verið að uppgötva,” segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir meðal annars í kjallaragrein sinni. Hún hvetur jafnframt fólk til að mæta á 1. desember dag- skrá stúdenta í Háskólabói í dag, en kjörorð hennar er: Kjarnorkuvígbúnaður: Helstefna eða lífsstefna? Svarthöfði Svarthöfði Svarthöfði Svarthöfði Orkan úr Blöndu á annað landshorn Þá er loksins búið að upplýsa að Blanda skuli verða fyrsti virkjunar- kostur af þremur, og má það þykja nokkrum tiðindum sæta svona fijótt á litið. En sá böggull fylgir skamm- rifi, að láti bændur í innsveitum Skagafjarðar og innsveitum Auslur- Húnavalnssýslu nokkuð í sér heyra til andmæla, verður fyrsli virkjunar- kostur óðara fluttur austur í Fljóts- dal. Með þessa hótun yfir höfði sér verða bændur að taka ákvörðun sína, og er þar aðeins um að ræða að hrökkva eða stökkva út i virkjun, sem þannig verður hagað, að ekkerl tillil er tekið til hagsmuna stórra byggðarlaga hvað beitiland snertir. Hógværar óskir Páls Pétursson, al- þingismanns á Höllustöðum, þess efnis, að uppistöðulónum verði markaður bás eftir því sem unnt er, svo þau flæði ekki viða vegu, er hafnað. Bændur í innsveilum Skagafjarðar og Húnavalnssýslu eru auðvitað ekki á móli framförum, en þeim þykir eðlilega hart að þurfa að umbylta búnaðarháttum sinum í skyndingu vegna þess að stórir hlutar sumar- beitar fyrir sauðfé þeirra verður af þeim tekið. Þeir hefðu viljað mæta framkvæmdavaldinu einhvers staðar á miðri lcið. Þess er hins vegar enginn kostur. I.itur því út fyrir að bændur muni sættast á orðinn hlut, og ekki leggjast gegn Blönduvirkjun í þeirri mynd, sem hún er fyrirhuguð, fyrst tilkynnt hefur verið að hún skuli fyrsti virkjunarkostur verði áætlun- um í engu andmælt. Þetta er auðvit- að gróf hótun og sýnir litinn skilning á viðhorfum bænda. En hvað eru nokkrir bændur og búfénaður þeirra? Nú fylgir þvi mikil atvinna að láta virkja og munu þeir sem búa í þétt- býliskjörnum þessara héraða líta glaðlega til miskunnarverksins á sumarbeitilöndum Skagfirðinga og Húnvetninga. Auk þess fá þessi héruð, eða einstakir hreppar þeirra, stórauknar tekjur af virkjuninni eftir að hún er komin í gang. Allt þykir þetla heldur jákvætt og er það sjálf- sagt. En furðulegt má kalla, ef svo fcr sem framkvæmdavaldið vill, að engin stóriðja eigi að fylgja virkjun- inni í þessum héruðum. Hana virðist eiga að setja niður á Austfjörðum. Og það er auðvitað hún sem mestu máli skiptir tekjulega séð fyrir byggðarlögin. Þannig er hugmyndin að (aka Blöndu og virkja hana fyrst, og ræður þar auðvitað mestu, að Blönduvirkjun er langsamlcga ódýr- ust. En héruðin, sem liggja að Blöndu og hafa haft ómældar nyljar af sumarbeit í nágrenni hennar, eiga engar nytjar að hafa af virkjuninni. Með þessu á víst að sætta þá á málið, sem vilja virkjun í Fljótsdal, þótt það sé dýrari kostur, með því að lofa þeim stóriðjunni, sem fengin er fyrir virkjun Blöndu. Þetta eru löðurmannlegar aðfarir. Fyrst er bændum sagt að samþykkja eða neita, og samþykki þeir, sem er líklegt, að ræna héruðin, Skagafjörð og Húnavatnssýslur möguleika á stóriðju. Siðaðir menn hegða sér ekki svona. Þeir láta ekki virkja oni beiti- löndum bænda til þess eingöngu að flytja orkuna á annað landshorn. Auðvitað eiga Skagfirðingar og Hún- vetningar að njóta góðs af þcirri stór- iðju sem hlýtur að fylgja Blöndu- virkjun. Næg aðstaða er víða á svæðinu til að koma upp stóriðju, enda eru héruðin breið og vindasöm, öfugt við Eyjafjörð, þar sem menn fundu út að mengun fyki ekki burt frá stóriðju- veri. Skagfirðingar geta því, ásamt Húnvetningum, gert út á vatn og vinda i stóriðjumálum án þess að upp þurfi að vekjast sá hópur manna, sem hingað til hefur talið nóg að virkja vötnin, en minna hugsað um notkun- ina fyrir ragmagnið, enda hefur þeim löngum verið súrt í augum í stóriðju- málum. -Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.