Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981. 11 Það er ekki á hverjum degi sem ara- bískir stórhöfðingjar gista landið okkar kalda, allra síst i svartasta skammdeg- inu. Einn slíkur er þó staddur hér þessa dagana, stórfursti frá Saudi-Arabíu og ber hans hálgöfgi nafnið Omar M. Shams. Hann er einn af meðlimum konungsfjölskyldunnar, fyrrverandi ráðherra og stjórnarformaður í stærsta innflutningsfyrirtæki á sviði matvæla i landi sínu. Rekur það skrifstofur og hefur viðskipti um heim allan. Hingað er hann kominn á vegum Erlendar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Nígis.en það er íslenskt fyrirtæki sem hefur aðsetur bæði hér á landi og í Nígeríu. Blaðamaður DV hitti furstann að máli í gærdag og vildi forvitnast eilítið um ferðir hans og erindi hér. „Ég er hingað kominn til að heim- sækja vini og kunningja, auk þess sem ætlunin er að ræða við ýmsa aðila um leiðir til að auka viðskipti milli íslands og Saudi-Arabíu. Mér er tjáð að þið íslendingar búið mjög vel að matvæl- um, bæði landbúnaðar- og sjávar- afurðum og hef ég mikinn áhuga á að kanna möguleika á útflutningi þessa til Saudi-Arabíu. 1 sambandi við þetta get ég nefnt að fyrirtæki mitt hefur meðal annars nýverið reist mjög stórar kæli- geymslur bæði í Jedda og höfuðborg- inni Rijad og er það fyrsta skrefið til að stórauka viðskipti á þessu sviði”, sagði furstinn. Ekki kvað hann þó matvælaskort i því mikla olíulandi vera orsök þessa áhuga, heldur fyrst og fremst vaxandi þörf til að auka fjölbreytni og fram- boð. En hvað skyldu Saudi-Arabar hafa að bjóða okkur í staðinn? Vill kaupa íslenskt lamba- kjöt, fisk og lagmeti ,,Ég geri mér ekki grein fyrir hverjar þarfir eru helstar hér á landi, en vænti þess að aðilar héðan sýni þessum viðskiptum áhuga og kanni hvað við höfum upp áað bjóða”. Og hvernig skyldi furstanum svo lítast á land og þjóð? ,,Alveg stórkostlega og það má segja að allt sem fyrir augun hefur borið, hafi komi á óvart. ísland kemur mér fyrir sjónir sem hin óþekkta paradís á jörð”, sagði Shams fursti að lokum. Meðan á dvöl hans hér stendur hittir hann að máli forsvarsmenn helstu út- flutningsaðila og embættismenn, en í fylgd með furstanum er hópur viðskiptamanna og aðstoðarfólks. Þess má geta að svo skemmtilega vill til að nú um þessar mundir eru ísland og Saudi-Arabía að taka upp stjórn- málasamband í fyrsta skipti og mun Ingvi Ingvason, sendiherra í Stokk- hólmi, afhenda konungi landsins trúnaðarbréf sitt innan skamms. -JB. Þessa mynd tók Bjarnleifur af furst- anum í Þingholli í gærdag. Hans hágöfgi er sjálfur fyrir miðri mynd, en á hægri hönd honum er dr. Galim Dahir, aðstoðarmaður og túlkur. Vinstra megin við furstann situr svo Erlendur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Nigis. Ótti um aukna eldvirkni á Reykjanesi: ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ ÓTTAST HAMFARIR segirOrkustofnun Sá orðrómur hefur verið á kreiki á Suðurnesjum undanfarið, að ein- hverjar breytingar séu að verða á jarðhitasvæðinu þar. Munu menn hafa talið sig verða vara við nýjar sprungur og aukinn brennisteinsþef, sem rekja megi til vaxandi virkni á svæðinu DV bar þessar hugmyndir undir Sverri Þórhallsson hjá Orkustofnun, sem er vel kunnugur svæðinu: ,,Á jarðhitasvæði eru náttúrlega alltaf einhverjar breytingar á hvera- virkni, en við höfum ekki orðið varir við neinar óeðlilegar breytingar á þessum stað. Ég skal ekkert um það fullyrða hvort þessi umtalaða sprunga er ný eða hvort mönnum hefur bara sést yfir hana áður, en það hefur ekkert komið fram til dæmis á jarðskjálftamælum sem gefur ástæðu til aðóttast.” „Hvað varðar brennisteinsþefinn í Svarlsengi, þá á hann sér mjög eðli- legar skýringar. Fram til þessa hefur lítill sem enginn þefur verið þarna, en með aukinni vinnslu á svæðinu eykst framleiðsla á brennisteinsvetni sem veldur hinni velþekktu hveralykt. Ég held því að engin ástæða sé til að óttast einhverjar hamfarir á Suður- nesjum á næstunni”, sagði Sverrir. -JB. STOR ^ öð ^ Fimmtudag 3. des. — 18. umferðir Sólarlandaferð frá Útsýn Dingó PHILIPS kann tökin á tækninni Borðtennissamband íslands heldur stórbingó í Sigtúni fimmtudag 3. des. og hefst kl. 20.30. Húsifl opnafl kl. 19.15. FRÁBÆRIR VINNINGAR, meðal annars Philips HiFi hljómtœki og Bose hátalarar, Philips litsjónvarpstœki, Philips og Kenwood heimilistæki og Superia reiflhjól. Heildarverðmæti vinninga um kr. 65 þús. (6,5 millj. g. kr.) Góðir aukavinningar. Verð á spjaldi kr. 30.- Ókeypis aðgangur. Spilaflar 18 umférflir, auk sórstaks leikfangabingós fyrtr yngri kynslóðina. Mætifl vel og stundvíslega. Borðtennissamband íslands. HEIMILISIÆKI BARNAFÖT HÚSGÖGN MATVÖRUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.