Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981. Veðrið 35 Sjónvarp 52Í 11 félagsskap brezku tl21”: 1 leyniþjónustunnar Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson er einnig ágætis myndlistarmaður. Hér virðir hann fyrir sér eina myndanna á sýningu, sem hann hélt um sfðustu ára- mót í Djúpinu við Hafnarstræti. DB-mynd og Vísismynd Gunnar Örn. ÓPBJÖLLUNNAR - útvarpssagan kl. 21,30: STÍLGALDRAR OG NÚTÍMAMAÐURINN „Er dimmt i skóginum? Húm. Við lýsum á trjástofnana hvern eftir annan, og vindum leið okkar milli háu trjánna undir þéttu laufþaki þeirra sem grisjar geislana Stundum lendum við i ljósabaði. Kannské sjá- um við hvitan blett í hnakka þess sem áundaner.” Þannig hefst skáldsagan Óp bjöll- unnar, sem höfundurinn, Thor Vilhjálmsson, les nú i útvarpið á mánudagskvöldum kl. 21.30. Thor er einn okkar sérstæðustu prósahöfunda og þekking hans á máli og myndauðgi þess er með ólik- indum. Fáir geta siungið setningar af meira hugviti en hann. Stilgaldur hefur það verið kallað með réttu. Fyrsta bók Thors hét Maðurinn er alltaf einn og kom út 1950. Siðan hefur hann sent frá sér fjölda bóka, og siðasta skáldsaga hans, Turnleikhúsið, þykir ýmsum hans besta. Þar, eins og i mörgum öðrum verk- um sinum, fjallar hann um einsemd nútímamannsins, sem verður fyrir ótal áhrifum, hittir fjöldann allan af fólki, fer viða og sér margt, en er samt alltaf eins og einn i sinni eigin veröld. Firrtur, ekki sinn eiginn ör- lagavaldur. Thor er hinn besti upplesari, en að hlusta á hann er likt og að hlusta á tónlist, atburðarásin er hæg og stil- galdrarnir ráða ferðinni. ihh Eins og búast mátti við af Bretum eru þættir þessir byggðir á góðum leik og hnyttilegri uppbyggingu, en síður á hraðri atburðarás og æsilegri klippingu Starfsliðið á skrifstofu TSTS, deildar í brezku leyniþjónustunni. Yfirmaður- inn, Cragoe, situr lengst til vinstri en gegnt honum aðstoðarmaður hans, Zelda. Við hlið hennar sitja Wiggles- worth og Herbert. Þeir eru báðir skotn- ir í henni og skiptast á um að bjóða henni í mat en hún lætur sér fátt um finnast. Dökkhærða stúlkan aftast vinnur þarna einnig en kemur lítið við sögu í fyrsta þættinum. Tökum í umboðssölu allar gerðir af skíðavörum fyrir börn og fullorðna. Seljum einnig hin heimsþekktu skíði, DYNASTAR og ATOMIC. Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til okkar. UMBODSSALA MEÐ SKÍDA VÖRUR OG HLJÓMFLUTNINGSTÆKI jJI GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 Alan Howard leikur Cragoe, yfirmann TSTS, þeirrar deildar i brezku leyni- þjónustunni sem úrskurðar hæfni um- sækjenda til njósnastarfa. swmi Brezkur njósnamyndaflokkur í sex þáttum tekur nú við af Hart-hjónun- um. í fyrsta þættinum kynnumst við starfsfólki TSTS, deild í brezku leyni- þjónustunni sem sér um hæfni um- sækjenda til njósnastarfa. Á deildinni vinna nokkrar manneskjur og sam- skipti þeirra eru af ýmsum toga spunn- in. Þar er ýmist vinátta eða afbrýðisemi á ferðinni. Svo eru sumir skotnir í sumum og aðrir ekki, eins og gengur. Þátturinn hefst á því að von er á manni, sem hugsanlega gæti hentað til' að leysa af hendi sérverkefni á vegum leyniþjónustunnar. Yfirmaðurinn, Cragoe, gefur samstarfsmönnum sinum, þeim Wigglesworth og Herbert, skipun um að hlusta á samtal sitt og gestsins í innanhúss-símakerfinu . . . eins og þeir bandarísku. Allt fer hægt af stað en smám saman tengjast þræðir og fléttast saman í snjalla heild. Þótt þættirnir séu að vissu leyti sjálf- stæðir er þeim sem vilja njóta þeirra til fullnustu bent á að fylgjast með frá upphafi. -IHH. Veðurspá dagsins Gert er ráð fyrir suðvestlægri átt og hlýindum um allt land, súld eða rigning vestanlands en þurrt víðast á Austurlandi og hlýindi. Veðrið hér ogþar Kl. 6 i morgun var á Akureyri skýjað +7, Helsinki alskýjað +2, Kaupmannahöfn slydda +2, Osló léttskýjað —5, Reykjavík alskýjað + 7, Stokkhólmi slydda + 1, Þórs- höfn alskýjað + 6. Kl. 18.00 i gær var í Aþenu skýjað +13, Berlín alskýjað +2, Chicago alskýjað +2, Feneyjum léttskýjað +3, Frankfurt slydda + 1, Nuuk skýjað —3, London rigning +9, Luxemborg rigning + 7, Las Palmas léttskýjað +21, Mallorca léttskýjað +14, New York heiðskírt +6, Paris rigning + 10, Róm heiðskírt + 8, Malaga heiðskírt + 15, Vin slydda + 1. Gengið IMr. 229.1. desember 1981 kl. 09.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 8,156 8,180 8,998 1 Steriingspund 16,002 16,049 17,653 1 Kanadadollar 6,933 6,953 7,648 1 Dönsk króna 1,1459 1,1493 1,2642 1 Norsk króna 1,4279 1,4321 1,5753 1 Sœnsk króna 1,5005 1,5049 1,6553 1 Finnsktmark 1,8998 1,9054 2,0959 1 Franskur franki 1,4613 1,4656 1,6121 1 Belg.franki 0,2185 0,2191 0,2410 1 Svissn. franki 4,5969 4,8104 5,0714 1 Hollenzk florina 3,3682 3,3781 3,7159 1 V.-þýzktmark 3,6880 3,6988 4,0686 1 ftötskllm 0,00687 0,00689 0,00757 1 Austurr. Sch. 0,5250 0,5266 0,5792 1 Portug. Escudo 0,1266 0,1270 0,1397 1 Spánskurpesetí 0,0865 0,0868 0,0954 1 Japansktyen 0,03803 0,03814 0,04195 t Irsktound 13,084 13,123 14,435 8DR (sérstttk dráttarréttlndi) 9,6300 9,6583 01/09 Sfmsvari vsgna ganglsskránlngar 22190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.