Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Side 17
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981. 17 Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri Læknafélags íslands: „Stinga i eigin vasa gjaldtöku fyrir þjónustu” — Furðuleg ummæli þingmanns Eftirfarandi ummæli eru höfð eftir Alexander Stefánssyni alþingismanni í Tímanum 2. des. sl. vegna fyrirspurnar til heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir nokkru. „Heilsugæslulæknar stinga í eigin vasa gjaldtöku fyrir röntgen- og slysaþjónustu o. fl., sem þeir innheimta í skjóli gjaldskár Læknafélags íslands við Tryggingastofnun ríkisins, án þess að þeir þurfi að leggja sér til eitt einasta' áhald, umbúðir, lyf eða aðstöðu. Og viðkomandi heilsugæslustöð fær ekk- ert. Þetta er algjörlega óviðunandi.” í samtali við Dagblaðið og Vísi þann 3. des. sl. kveðst þingmaðurinn þess fullviss að upphæðir þessar séu umtalsverðar. Vegna þessa óskar Læknafélag íslands eftir að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri: 1. Læknar á heilsugæzlustöðvum fá greidd laun með tvennum hætti: A. Úr ríkissjóði föst laun, skv. launaflokki 110 í kjarasamningi BHM við fjármálaráðherra og fyrir vaktabindingu. Föstu launin eru í dag kr. 10.066,- á mánuði, en fyrir vaktir eru greiddar 303 klst. í hvert heilsugæzluumdæmi, tæpar 20,- kr. á klst., en sú greiðsla skiptist á lækna viðkomandi heilsu^æzlu- stöðvar, sem eru 1—4. B Frá Tryggingastofnun ríkisins skv. samningi Læknafélags íslands við þá stofnun. Greiðslur þessar eru mismunandi eftir eðli læknisverka. Þessar greiðslur eru hvort tveggja hreinar launagreiðslur. 2. Á stöðum þar sem heilsugæzlustöðvar eru ekki enn komnar, og læknar reka sínar eigin stofur, er læknum heimilt að taka kostnaðarverð einnota áhalda. í gildandi samningi er kveðið á um þennan rétt, en þar segir, að læknir megi „krefja sjúkling um kostnaðarverð umbúða, einnota tækja eða lyfja, sem hann leggur sjálfur til”. Læknum á heilsugæzlustöðvum er þetta hins vegar ekki heimilt, og gera það ekki, enda leggja stöðvarnar þessar vörur til. Um röntgenrannsóknir segir I sama samningi, að þær „greiðast með 60% af gjaldskrá daggjaldanefndar sjúkrahúsa”. Læknar koma hvergi nærri ákvörðun um þá gjaldskrá, en réttur þeirra til greiðslu fyrir þessar rannsóknir er hins vegar skýlaus. 3. Eins og fram kemur í svari ráðherra við fyrirspurn þingmannsins, sem birt var í Tímanum, yfirfara sjúkra- samlög og Tryggingastofnun ríkisins reikninga lækna áður en þeir eru greiddir og gera athuga- semdir, ef þeim finnst ástæða til. 4. Það er alveg ljóst samkvæmt til- vitnuðum samningsákvæðum, að um er að ræða laun til lækna, en ekki endurgjald fyrir útlagðan kostnað og að læknum er, eins og þingmönnum, heimilt að setja laun í eigin vasa. Dylgjum þingmannsins um, að gjaldtökur og greiðslur til lækna fyrir læknisverk séu óeðlilegar og fullyrðingar hans um, að þetta sé algjöriega óviðunandi, er því vísað til föðurhúsanna. 5. Þingmanninum er hér með boðið að koma á skrifstofu læknafélaganna til umræðna um þessi mál. Slík um- ræða gæti komið í veg fyrir, að ógrundaður áburður um óráðvendni heilla stétta sé uppi hafður á Alþingi. .Á sama stað getur þing- maðurinn einnig fengið afhenta alla kjarasamninga lækna, sér til fróð- leiks. Reykjavík, 7. des. 1981 Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri Læknafélags íslands. Akureyri: Játaði tvær íkveikjur 19 ára piltur hefur játað við yf- irheyrslur hjá rannsóknarlög- reglunni á Akureyri að hafa lagt eld að vinnuskúr er stóð við Út- vegsbankahúsið svo og að bíl er stóð þarskammt frá. Pilturinn var á röltinu um mið- bæinn á Akureyri eftir dansleik á laugardagsnóttina og eftir því sem komizt er næst mun hér fremur hafa verið á ferðinni óvitaskapur hjá viðkomandi en glæpahneigð. Ekki þykir ástæða til að halda piltinum í varðhaldi enda á hann ekki að baki sér fleiri afbrot. -ELA Fauk út af veginum Lítill fólksbíll fór út af veginum nálægt Rauðhólum um eittleytið í fyrrinótt og skemmdist bíllinn talsvert. Tvennt var í bílnum en sakaði ekki. Líklegt er talið að bíllinn hafi fokið út af veginum í rokinu . -ELA Tryggingamiðstöðin 25 ára: Gaf 100.000 kr. til Slysavarnaf élagsins í tilefni 25 ára afmælis Trygginga- miðstöðvarinnar ákvað stjórn fyrir- tækisins að gefa Slysavarnafélagi ís- lands 100.000 krónur sem viðurkenn- ingarvott fyrir vel unnin störf. Var gjöfin afhent í kaffisamsæti i húsi Slysavarnafélagsins við Grandagarð. Á myndinni sést Gísli Ólafsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, afhenda Haraldi Henrýssyni, varaforseta Slysa- varnafélagsins, hina rausnarlegu gjöf. -KMU/KV-mynd: Einar Ólason. 11 Á) afsláttur af teno sófasettuwi SöSuSU'GBE.ÐSLUKJÖR I . \SKO HÚSGÖGN KRlSTJfln I25870 Nú höfum við opnað verslun með heimsþekkt hljómtæki ^ sem ekki hafa áðurfengist á Islandi. Nú gefst þértækifæri til að eignast betri tæki sem bera tóninn alla leið! Við bjóðum þér að líta við og kynnast þessum frábæru hljómtækjum sem núfástfyrst — hérlpnHis Við bjóðum þérJBL hátalara á sérstöku kynningarverði Skúlagata61 14363

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.