Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Page 23
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981.
23
Menning Menning Menning Menning
Hundur í honum
Mrarinn Eld|ém:
OFSÖGUM SAGT ^
Iðunn 1981.125 bls.
Það held ég að sé ekki ofsagt að
margur lesandi hafi beðið eftir nýju
sögum Þórarins Eldjárns með eftir-
væntingu og tilhlökkun eftir að
vitnaðist að þær væru væntanlegar í
haust. Einhver hafði lesið Síðustu
rannsóknaræfinguna þegar hún á
sinum tíma birtist 1 Þjóðviljanum,
eða hvar það var, og fór um hann
fagnaðarstraumur við endurminning-
una. Og það verður ekki annað ráðið
af umtali og umsögnum um bókina,
síðan hún kom út, en hún hafi staðið
við velflestar þær vonir sem við hana
voru bundnar. Það er svo gott og
gleðilegt að mega nú einu sinni fá sér
ærlega að hlæja. Hlátur óskast? Og
Þóraririn Eldjárn hefur hingað til
ekki brugðist í því efni, hvað sem
öðru líður um Ijóð og sögur og leikrit
hans.
Það held ég líka að hljóti að vera
dofinn og rétt steindauður lesandi
sem ekki hefur með einhverju móti
skemmtun af sögunum í bók hans.
Ekki þarf maður sjálfur að hafa verið
í sumarbúðum hjá KFUM, eða
nokkru sinni sótt svonefndar rann-
sóknaræfingar háskólastúdenta og
kennifeðra þeirra, eða vera mjög vel
heima í fræðum þjóðsagna um tiL-
bera og snakk, kýrnar á nýársnótt, til
að þekkja sig í heimi þeirra sagna sem
um þessi efni fjalla. Svo að einhverjar
séu nefndar. Ég er t.d. ekki betur
gerður en svo að uppátæki eins og
kappræða kúnna i Mál er að mæla,
skerið Píka í Vatnaskógi í Endur-
minningum róttekjumanns, eða
frásögn af úrvalssveit Verslunarskól-
ans i vélritun í sögu sem nefnist
Lagerinn og allt, vekja hjá mér því
sem næst óviðráðanleg hlátrasköll.
Svo ekki sé nú talað um tilberaverk
eins og Elris tuggu, greininguna á
Guttakvæði, samræmdan mat
fornan í Síðustu rannsóknaræfing-
unni. Og finnst að því skapi líklegt
að aðrir lesendur geti einnig fundið
aðhlátursefni að sínu skapi í þessum
eða öðrum sögum í bókinni.
Best að varast það að lesa bókina í
bóli sínu um nótt. Fyrr en varir er
heimilisfriðurinn úti, heimilisfólk
hrokkið upp með andfælum: hver
ósköpin eru það sem ganga á?
Hvernig stendur á þessum hrossa-
hlátrum um hánótt? Og þá kann að
vandast málið að útlista Loddfáfnis-
kex, töskumálin og hárþurrkuna
Bestfrend.
En mér er sama samt. Þegar
hlátrum er lokið, sögurnar lesnar
kann þrátt fyrir alla kátínuna að
setjast einhverskonar efi að lesand-
anum, ef hann blaðar í bókinni upp á
nýtt. Að hverju var hann eiginlega að
hlæja? Þrátt fyrir öll þeirra kátlegu
tiltæki og uppátæki, orðaleiki, útúr-
snúning málfars og hugmynda sem
sögurnar framfleyta, þrátt fyrir allt
þetta er í sögu eftir sögu engu líkara
en innst inni sé einhver bannsettur
hundur í hæstvirtum höfundi. Þegar
búið er að hlæja er einhverslags
remmubragð eftir á tungunni. Og
beiskjan í sögunum, þau tilefni
ádeilu og umvöndunar, siðferðis-
legrar vandlætingar, sem þar eru
oftar en ekki auðlesin i málið, virðist
með einhverjum hætti aðgreind frá
og sem næst óviðkomandi þvi sem
gefur þeim gildi, fyndni þeirra, fjör-
inu og kenjunum í meðferð málsins,
hugmynda og frásagnarefna í
sögunum.
Bókmenntir
r
OlafurJónsson
í mörgum sögunum virðist ólundin
í þeim stafa af hersetu lands og
hernámi hugarfarsins sem svo hefur
verið kallað. Svo sem 1 Bestfrend, Úr
endurminningum róttekjumanns,
Síðustu rannsóknaræfingunni,
Tilbury. Hvernig á að koma niður-
stöðu sögunnar um róttekjumann-
inn, þar sem „ameriskur hálfguð”
bjargar honum á þurrt og kemur um
síðir til mannvirðinga, heim og
saman við aðhlægna og meinlega lýs-
ingu sögunnar á kristilegum félags-
anda, frjálsum leik og keppni í
Vatnaskógi? Eða kemur þetta ef til
vill heim og saman? Einhvern veginn
finnst mér samt að í þessari sögu og
ýmsum öðrum í bókinni sé höfundi
eitthvað meira niðri fyrir en
hann kemur beinlínis upp í sögunum.
Eða þá Siðasta rannsóknar-
æfingin. Það má einu gilda hvort
unnt sé að eygja i sögunni „raunveru-
legt fólk” eða bara „raunhæfar
manngerðir” á bók við sögufólk og
atvik í henni. Hitt er víst og satt að
fyndnin í sögunni helgast öðrum
þræði af skrumskælingu alveg raun-
verulegra og auðþekktra hugmynda
og atferlis. En um hvað er sagan?
Hún fjallar um það hvernig „íslensk
menning” bjargast af eftir að
íslenskufræðingar eru allir sem einn
fallnir í valinn af bráðri og banvænni
hákarlseitrun. Og það er vitaniega
ameriski herinn sem sér henni borgið.
Aftur er eins og að réttu lagi þurfi að
lesa meira i málið en sagan segii'.
Höfundur bægir eða bandar yrkis-
efni sínu frá sér. Háðsbrosið á
honum snýst í hverri sögu af annarri
upp i glott og glottið í grettu eða
geiflu.
Sögurnar í Ofsögum sagt finnst
mér að eigi það sammerkt með
kvæðum Þórarins Eldjárns að
umfram allt eru þær búrleskur og
paródíur: byggjast á og helgast af
umsnúningi og útúrsnúningi margs-
konar alkunnra hugmynda og sagna-
efna, ritháttar og bragarhátta.
Meistarastykki hans af þessu tagi
finnst mér að sé Disneyrímur: margar
stakar visur, frásagnakaflar og heilir
mansöngvar ásamt bestu kvæðum
Þórarins einhver sérkennilegasti
skáldskapur sem hér hefur komið
upp á seinni árum. En líka þar var
viðlíka tvíveðrungi fyrir að fara eins
og i sögunum. Það var aldrei alveg á
lircinu hvort allt þeirra gys og gems í
efni og brag átti jafnharðan að beina
alvörugefmni umvöndun, reiði-
þrunginni ádeilu að Andrési önd. Og
þannig vildu raunar ýtpsir alvöru-
menn taka rímunum.
En merking og gildi rímnanna, eins
og að sínu leyti sagnanna, liggur
raunar í sjálfri aðferðinni að efninu,
rugluganginum í málfari og hugar-
heimi þeirra. Efasemi manns gagn-
vart sögunum stafar þá kannski af
þvi að Þórarini hafi enn ekki tekist að
snúa til hlitar út úr yrkisefnum sínum
og sinni eigin alvörugefni. Sem hann
á svo sannarlega skilið að honum
lakist.
Þórarinn Eldjárn.
þó nýf[ þ með b“'ER cABLEs-
_einfaldle,= .r MOL)ST.'.taekinnnn1
aloöru^ybestaúturt*K)
þá f »r5u Þ þínun1 ER caBLES a
Urstöbb
43 63
húsgOgn fyrir bOrn
OG FULLORÐNA
eftir okkar fyrirmynd eða ykkar
LYSTADÚNVERKSMIÐJAN
Dugguvogi 8—10 simi 84655