Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981. 3 Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjómar: „Kom ekki tilgreina" —að leyfa fjölskyldunni að byggja á báöum lóðunum „Þeir, sem búa þarna, gerðu kröfu um að fá að byggja átta íbúðir til að fá að gera upp tvö óleyfishús. Það kom ekki til greina af hálfu borgarinnar að samþykkja þetta,” sagði Sig- urjón Pétursson er DV leitaði hans skýringa á lóðadeilunni við Rauðalæk- inn. „Húsið við Rauðalæk er algjört óleyfishús,” sagði Sigurjón. „íbúarnir áttu ekki erfðafestu, því hana var búið að gera upp. Þegar um er að ræða óleyfishús, hefur borgin keypt þau á ákveðnu matsverði. Það stóð til boða þarna, nákvæmlega eins og hjá öðrum sem hafa þurft að víkja við sömu kring- umstæður. Þetta boð reyndist húseig- endum ósættanlegt. Þá var reynt að teygja sig lengra og þeim boðið upp á úthlutun á öðrum byggingaréttinum, sem er fjórar íbúðir, gætu íbúarnir komið sér saman um málið. Værum við á þessum grundvelli reiðubúnir til að Ieysa til okkar þessar eignir. En þeir náðu ekki samkomulagi og þannig strandaði það mál. Þetta var rætt í borgarráði og af embættismönnum borgarinnar. Niður- staðan varð sú, að ekki væri hægt að ganga lengra vegna fordæmis og vegna þess sem gert hefur verið fyrir fólk und- ir sömu kringumstæðum. Síðan gerðist það, sem ég veit ekki með hvaða hætti gerðist, að tilteknum byggingaraðilum tókst að semja við eigendurna. Umræddir aðilar hefðu átt fullan rétt á úthlutun með eðlilegum hætti sem byggingaverktakar, svo það er ekkert óeðlilega staðið að úthlutun gagnvart þeim. Þessi samningur er verulega hag- stæður fyrir borginá. Hún losnar fyrir vikið við verulegan kostnað, þar sem byggingarmeistararnir sjá um að fjar- lægja húsið. Og þarna verða byggð tvö hús,” sagði Sigurjón að lokum. -JSS Lifa á jólatrjám allt árið — H jálparsveit skáta í Hafnarf irði af lar fjár með jólatréssölu Þetta er það sem við lifum á allt árið svo þetta verður að ganga vel,” sagði einn félaganna í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði, þegar við hittum hann með fangið fullt af jólatrjám fyrir utan félagsheimili hjálparsveitarinnar. Undanfarin ár hefur sveitin aflað fjár til rekstrar sveitarinnar með sölu á jólatrjám í Hafnarfirði. Núna var farið inn á þá braut að hjálparsveitin flutti inn sjálf jólatré frá Kanada, svokallað- an Kanadaþyn, en auk þess selur sveitin íslenzkt og danskt rauðgreni. Kanada- þynurinn er mjög fallegur og er reynsl- an af honum sú að hann fellir barr miklu seinna en rauðgrenið. Er þynur- inn lítið eitt dýrari en „venjuleg” jóla- tré. „Við opnuðum án þess að eiga til jólatré, en á sunnudagsmorgni kom síðan skipið til landsins frá Kanada og við gátum drifið trén heim,” sagði Birgir Dagbjartsson sveitarforingi. „Síðan hefur salan gengið mjög vel og verður jólatréssalan í heimili sveitar- innar opin dag hvern frá klukkan 13 til Ein stúlkan úr HJélparsveit skáta i HafnarfíríU ar hér að ganga fri jóia- tré fyrir áhugasaman kaupanda. Verzlunarráð mótmælir innborgunarskyldunni: Skadleg,, vemdaraðgerð” Verzlunarráð fslands hefur sent frá sér harðorð mótmæli vegna ákvörðun- ar rikisstjórnarinnar um innborgunar- skyldu á innflutt húsgögn og innrétt- ingar. I mótmælaskjali Verzlunarráðs segir meðal annars, að reynslan sem hafi fengizt af þessu fyrirkomulagi árin 1979 og 1980 sýni ekki að það hafi leitt til minni innflutnings. Þvert á móti hafi innflutningur húsgagna aukizt um nær 46% á umræddu tímabili. Reynslan hafi einnig sýnt, að innborgunarskyid- an hafi aðeins haft áhrif fyrstu 5-6 mánuðina, en ekki söguna meir. Segir enn að innborgunarskyldan væri í sjálfu sér ekki umkvörtunarefni, væri hún aðeins gagnslaus verndarað- gerð. Hins vegar sé það ntikið áhyggju- efni, að áhrif hennar séu jafnframt skaðleg. Vti hún meðal annars undir óheilbrigða viðskiptahætti, segir Verzl- unarráð. ' -JSS Lögreglan fékk f rest Dómsmála- og fjármálaráðuneytin heimiluðu enn lengri frest á gildistöku nýja vaktafyrirkomulagsins hjá lög- reglunni. Óskaði 20 manna kröfunefnd lögreglunnar eftir þeim fresti við ráðuneytin eins og við sögðum frá hér í blaðinu. Hin nýja vaktaskipan átti upphaf- lega að taka gildi 1. desember, en var síðan frestað til 1. janúar. Þriðji frest- urinn hefur nú fengizt og er hann til 1. febrúar. Deiluaðilar munu reyna að komast að samkomulagi fyrir þann tima. Meðal þess sem um er deilt er lögskip- aður hvildartími lögreglumanna. Segja þeir að hann sé verulega skertur með nýja vaktafyrirkomulaginu. Ráðuneytin hafa óskað eftir þvi að lögreglumenn komi sjálfir með tillögur að lausn þessa vandamáls. Þær hafa enn ekki komið en ráðuneytin vona að þessi nýi frestur dugi til þess. -klp- VH) TELJUM að notaðir VOLVO bflar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum VOLVO 345 DL '82, BEINSK., ekinn 6 þús., verð kr. 125.000,- VOLVO 244 GL '80, BEINSK., ekinn 21 þús., verð kr. 150.000,- VOLVO 244 GL '80, SJÁLFSK., ekinn 37 þús., verð kr. 155,000,- VOLVO 244 DL '80, BEINSK., i ekinn 22 þús., verð kr. 125.000,- VOLVO 244 GL '79, BEINSK., J ekinn 41 þús., verð kr. 125.000,- J VOLVO 245 GL '79, SJÁLFSK., ekinn 45 þús., verð kr. 143.000,- VOLVO 245 GL '79, BEINSK., ekinn 52 þús., verð kr. 135.000,- VOLVO 245 DL '78, SJÁLFSK., (ekinn 36 þús.. verökr. 125.000,- (0 35200 VELTIR Qster hrærivél frá Verð kr. Innifaliö í verði: Hakkavél, mixari, hnoðari, 2 skálar og þeytari. Hafnarfjoröur: Ljós og raftæki Akrsnes: Þóröur Hjálmarsson Borgarnes: K.f. Borgfirðinga Patreksfj. Raft. Jónasar Þórs isafjöröur: Straumur h.f. Bolungarvík: Jón Fr. Einarsson Blönduós: K.f. Húnvetninga Sauöárkrókur: Hegri sf. Siglufjöröur: Gestur Fanndal Ólafsfjöröur: Raftækjavlnnustofan sf. Akureyrí: Akurvik Húsavík: Grímur og Árni Vopnafjöröur: K.f. Vopnfiröinga Egilsstaöir: KH B. Seyöisfjöröur: Stálbúöin Eskifjörður: Pöntunarfól. Eskfiröinga Neskaupsstaöur: Ke. Lundberg Höfn: K.A.S.K. Þykkvibær: Fr. Friöriksson Vestmannaeyjar: Kjami sf. Keflavik: Stapafell hf. N Vörumarkaðurinn hf. | Ármúla 1 A — Sími 86117

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.