Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981. Þeir þvo hátt í 300 bfla á dag en samt er röðin alltaf jafnlöng að undanfömu við einui stéru bflaþvottastöðina sem er opin í Reykjavík „Það er búin að vera mikil skorpa hér hjá okkur undanfarna 10 til 12 daga og jietta gerist alltaf þegar veðr- ið er svona,” sagði Trausti Árna- son, verkstjóri í Bón- og bílaþvotta- stöðinni við Sigtún, í viðtali við DV. Undanfarna daga hefur verið löng röð af bílum fyrir utan þvottastöðina þvi í frostkaflanum sem enn stendur yfir hafa bílaþvottaplön við allar bensínstöðvar á Reykjavíkursvæðinu verið lokuð. Bílaeigendur hafa þvi orðið að fara í röðina við Sigtúnið eða t bílaþjónusturnar til að geta þrifið bílana sína. „Það hafa stundum verið hérna 60 til 80 bílar í röðinni,” sagði Trausti. „Við höfum þvegið þetta á milli 200 og 250 bíla á dag að undanförnu, en við förum upp i 300 bíla þegar bezt gengur. Á sumrin eða þegar gerir mikla rigningu einn dag förum við niður í þetta 10 til 20 bíla,” sagði Trausti. Strákarnir á þvottastöðinni sögð- ust vera orðnir hálf þreyttir í þessari törn. Hún væri samt ekki sú versta sem þeir myndu eftir. Einu sinni heft verið svona veðrakafli eins og núna sem staðið hefði yfir í meir en 3 vikur. Þá hefði bílaröðin stundum náð út allt Sigtúnið og upp í Hátún. Þeir hefðu þá fagnað hlákunni þegar hún hefði loks komið, með húrra- hrópum, enda verið orðnir dauð- þreyttir að þvo og þurrka bíla frá morgni til kvölds í meira en 20 daga. -klp- Máttur hf. færír út kvíamar: Selja rafmagnsbfía á öfíum Noröurlöndum „Við teljum öruggt, að markaður verði fyrir rafmagnsbíla í náinni framtíð og tókum þess vegna að okkur umboð fyrir bandaríska Comuta-raf- magnsbíia, sem felur í sér að við önnumst sölu þeirra á öllum Norður- löndunum og munum setja saman hér þá bíla, sem við seljum á þessum mark- aði,” sagði Agnar Agnarsson hjá hlutafélaginu Mætti hf. í samtali við DV. Að sögn Agnars hafa bílar af þessari tegund verið reyndir talsvert í Banda- ríkjunum og eru eitt þúsund vagnar í notkun. í fyrstu verður um að ræða tvær stærðir á markaði hér, minni bill- inn er fyrir ökumann og einn farþega, tekur 30—50 kílóa farangur, er með 6 hestafla mótor, kemst hraðast 65 kíló- metra á klukkustund og kemst 65 kíló- metra á fullri hleðslu rafgeyma. Sá stærri tekur meiri farangur, allt að 250 kíló, er með 12 hestafla mótor, kemst mest á 80 kílómetra hraða og mest 100 kílómetra vegalengd á hleðslu. 6—8 tíma tekur að hlaða geymana og er það gert einfaldlega með því að stinga í samband við 220 volta straum. Í bílun- um eru General Electric mótorarar. Áform þeirra hjá Mætti hf. beinast að samsetningu hér á allt að 100 bílum á viku og myndi verksmiðja með þau afköst veita verulega atvinnu. Áætlað verð hvers bíls er um 70 þúsund krónur. Sýningarbíll er væntanlegur hingað til lands um miðjan janúar. -HERB. Þekktir snfílingar á Útvegsbankamóti Fyrsta árlega jólahraðskákmót Útvegsbanka íslands og Skáksam- bandsins verður haldið á sunnudaginn, 27. desember, í aðalbankanum við Lækjartorg og er búizt við öllum fremstu skáksnillingum þjóðarinnar í slaginn. Alls verða þátttakendur 18 og tefla allir við alla. Keppnistími hverrar skákar verður 7 mínútur á skákmann. Mótinu lýkur í kring um klukkan 18 og veröa þá afhent verðlaun, en þann þátt annast Albert Guðmundsson, for- maður bankaráðs. Mótið verður opið áhorfendum. -HERB. Bútxt er viO öMum þasst i þakktu and/itum að skákþorOunum í Útvegs- bankanum i sunnudaginn. GuOmundur, Haukur, Helgi, Margeir, Jón L. og FriOrik. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Vandinn er mikill en viljinn deigur Vel má vera að ljúflegar frásagnir dr. Gunnars Thoroddsen við fyrrver- andi blaðamann séu nú í svonefndri metsölu í bókabúðum landsins. En orð og gerðir á stjórnarstóli hafa ekki sama byr eins og vandkvæðin út af kröfum sjómanna og útgerðar benda til. Þar koma ekki til vangaveltur út af innanhússmálum Sjálfstæðis- flokksins, sem virðist geta verið met- söluefni ár eftir ár, heldur erfiðar staðreyndir hins daglega lífs, þar sem annars vegar er krafist mikið hærra fiskverðs en hins vegar er um óheppi- legt verð að ræða á erlendum mörk- uðum. Bilið verður að brúa hvað sem hver segir, enda getur flotinn ekki legið lengi í höfn, og ekki lifir þjóð- arbúið á metsöluverkum stjórnmála- foringja. Samkvæmt DV í dag er ein leiðin, sem rikisstjórnin ræðir að skerða verðbætur um 7% og fella gengið um 10°/o. Hætt er við að einhverjum reynist erfitt að kyngja 7% verðbóta- skerðingu, enda nýveriö fenginn sex mánaða frestur hjá launþegahreyf- ingunni upp á „vatn og brauö”, þ.e. 3,25% kauphækkun. Verðbóta- skerðing oní þennan fresl yrði aðeins olía á eld, og má með sanni segja að Alþýðubandalagið gengi aldrei að slíkum kostum. Öðru máli gegnir um það gamla húsráð ísienskra rikis- stjórna að fella gengið. Einhvern veg- inn er það nú svo, að hinn almenni launþegi sættir sig mikið frekar við gengisfellingu en fitl við verðbætur, sem eru nánast heilagar i augum launþega. Auðvitað er Ijósl aðendan- leg niðurstaða yrði sú saina hvað hag launþegans snertir. Með verðbóta- skerðingu fengi Framsókn að halda áfram því, sem hún kallar niðurtaln- ingu, og er í litlu samræmi við efna- hagshræringar í þjóðfélaginu. Enginn stjórnmálaflokkur telur sig hafa vald til að stjórna samkvæmt almennu ástandi markaðsmála, sem í þessu tilfelli væri hreinlega að lækka fiskverð um áramótin. Heldur skal freista þess enn um sinn að lifa í til- búnum heimi efnahags, sem er meira í ætt við himnaríki en Garð og Kefla- vík. Ríkisstjórnin mun því verða að fella gengið og láta skerðingu verð- bóta sigla, þrátt fyrir endurtekna yf- irlýsingu dr. Gunnars þess efnis, að fiskverðsákvörðun komi ríkisstjórn- inni ekki við, verðið sé ákveðið af nefnd. Svona yfirlýsingar hafa heyrst áður, en þær breyta í raun og veru engu um raunveruleg afskipti ríkis- stjórnarinnar. Dr. Gunnar Thoroddsen hefur nú setið á stjórnarstóli um tíma. Honum hefur farist margt vel úr hendi, og hann hefur góðfúslega tekið þátt í tii- raunastarfsemi Framsóknar og alla- balla með þjóðlífið. Liðnir áratugir hafa einkennst af sífellt meiri rikisaf- skiptum. Framsókn dró landbúnað- inn inn i ríkisforsjána á árunum fyrir stríð, og árið 1945 voru sett lög um ríkisábyrgð vegna bátaútvegsins. Þá komst sjávarútvegurinn á jötuna lika og varð smám saman ósjálfbjarga. Dr. Gunnar ræður þar af leiöandi ekki hvort rikið skiptir sér af samn- ingunum um áramótin eða ekki. Stjórninni er skylt að semja. Um siðustu áramót lýsli dr. Gunn- ar þvi yfir i snoturri Thoroddsen- ræðu, að vilji væri allt sem þyrfti. Hann fær annaö tækifæri núna. Þá verður flotinn bundinn í höfn, sjáv- arútvegurinn, eins og aðrar atvinnu- greinar í landinu, meira og minna undir beinni ríkisforsjá, og kaup- kröfur sjómanna því einnig komnar undir ríkið. Of seint er að veifa vand- anum frá sér með snoturri handar- hreyfingu. Ef vilji er allt sem þarf hefðu verið gaman að sjá þennan vilja i verkum rikisstjórnarinnar. Eft- ir áratuga þróun er ekki hægt að vísa verðlagsmálum til nefndar, þannig að viösemjendur trúi. Þess vegna verður sæst á gengisfellingu. Og vegna þess að vandinn er mikill en viljinn litill verður þetta mikil gengisfelling. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.