Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Síða 12
12 GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON SF. Úra- & skartgripaverzlun Bankastrœti 12 - Sfmi 14007. ~7TulKÍLcl Rafmagns- handverkfæri til jólagjafa — Ótrúlega hagstœtt verð. PÓRf SlMI bisdd-Armúlah DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981. Neytendur Neytendur Neytendur Neytei Askoranir um uppskriftir María Frið- bergsson skor- ar á Dagbjörtu Imsland Það var vel tekið á móti undirrit- uðum blaðamanni á heimili þeirra hjóna Maríu og Gests Óskars. Næstum því eins og í „föðurhúsum” því ein dóttir þeirra og blaðamaður eru alnöfnur. Setzt var að snæðingi og rætt um færeyska jólasiði og jólamat, en hús- móðirin er frá Færeyjum. Síðasti áskorandi, Marteinn Jónsson, gat þess einmitt að María væri sérfræð- ingur í færeyskri matargerð og það sannaðist þegar bragðað var á knett- um, knettusúpu og frikkadellum á heimili Maríu. í Færeyjum var siður áður fyrr að borða knetti á annan dag jóla og þótti slæmt ef ekki gaf á sjó til veiða. En á sjálfan jóladag var borðað rastkjöt, sem tekið var af skerpukjötinu áður en það var alveg þurrt orðið. „Þannig var í eina tíð, en í dag er þetta allt breytt,” sagði María Friðbergsson. Hún man tím- ana tvenna bæði í Færeyjum og á ís- landi, en hér á landi hefur hún búið yfir fimmtíu ár. Þá skulum við líta á uppskriftir Maríu, sem allar eru úr hennar föðurhúsum. -ÞG. Knettir 3pund affiskhakki (helztýsu) 1 pund smátt skorinn saltaður mör 2 laukar 1 tsk. pipar 1 msk. salt 1—1 1/2 dl vatn 1 stór msk. kartöflumjöl. Fiskurinn er hrærður með fínt skornum lauk og mör. Salt, pipar, vatn og mjöl hrært saman við og hrært þar til deigið er orðið seigt. Bollurnar eða knettirnir eru slegnir með höndunum. En höndunum verður fyrst að dýfa i kalt vatn eða standa við kalda bununa úr kranan- um. Þegar knettirnir hafa verið vel klappaðir með köldum höndunum eru þeir settir í sjóðandi vatn og soðnir í 20 mínútur. Knettusúpa 11/21 knettusoð, sem er síaö 2 msk. haframjöl 5—6 gulrætur. skornar í sneiðar 12 sveskjur, sykur og edik eftir smekk Þetta er soðið í 25 mínútur. í sambandi við knettusoðið, þá er siður í Færeyjum að sjóða beinin af skerpukjötinu og í því soði eru knett- ir soðnir. Frikkadellur 1 1/2 kg af ýsu 2stórir laukar lOOg saltaður mör 3 egg 1 stór msk. kartöflumjöl 1—2 dl kalt vatn 1 tsk. pipar 3tsk.fíntsalt plöntufeiti. Fiskurinn er hakkaður ásamt lauk og mörnum. Egg, salt, pipar og vatn sett saman við hakkið og hrært vel i 15—20mínútur. Bollurnar eru svo mótaðar í lóf- anum með köldum blautum höndum og þær slegnar þar til þær eru orðnar þéttar. Steiktar ljósbrúnar í plöntufeiti við góðan hita. Uppskrift- in er i einar 20 frikkadellur. Saltaður mör 1 kg tólg er sett í sjóðandi vatn, þar til hún er orðin glær. Tólgin veidd upp og sett i leirkrukku ásamt grófu salti, lagvisst. Geymið á köldum stað. Saltið er svo þvegið af með köldu vatni áður en mörinn er notaður í farsið. Frikkadellurnar eru bornar frant með jarðeplum, rauðrófum og heimalöguðu sinnepi, sem er svona búið til: Þrefalt öryggi á örbylgjuof num Hætta frá geislun engin Þar sem þið liafið oft komið með fróðlegar og góðar greinar á neytendasiðunni, langar mig til að biðja ykkur að gefa mér upplýsingar. Ég las grein í Morgunblaðinu dags. 13. sept. sl., á bls. 50, sem hét „Dauðageislinn”. Þessi grein hefur valdið mér nokkrum áhyggjum, sér- staklega það sem skrifað er aftarlega í greininni um örbylgjuofan Orðrétt: „Helztu upptök örbylgjugeislunar eru i ýmsum tækjum, t.d. ör- bylgjuofnum, sem einkum eru notaðir á stórum veitingastöðum en á heimtlum líka,...” Ég á stóran Sanyo EM 9000H, sem ég fékk um síðustu áramót. Síðan ég fékk hann hef ég varla notað eldahellurnar eða bakaraofninn. Sem sé ég nota hann miög mikið, allt frá að elda kartöflur, bræða súkkulaði og smjörlíki í bakstur til að steikja læri, hrygg eða kjúklinga. En stóra spurningin er, hvernig er ofninn hættulegur? Hvað ber að varast? Má ekki vera við vinnu rétt við hann? Má ekki horfa inn í hann þegar hann er í gangi? Þetta er nú það sem hinir og þessir hafa verið að segja mér og nú bið ég ykkur um að veita mér allar þær upplýsingar sem þið getið. Ég á von á að blaðamenn eigi greiðari aðgang að skýrslum og ritum um þessi mál en venjuleg húsmóðir. Með fyrirfram þakklæti og von um svar. Húsmóðir. Það er orðið nokkuð langt síðan við fengum þetta bréf, og biðjumst við velvirðingar á drættinum sem orðið hefur á að svara því. Dröfn Farestveit húsmæðra- kennari fullyrti við umsjónarmann neytendasíðunnar aó öryggi á ör- bylgjuofnum (í það minnsta þeim sem hún vinnur með, Toshiba) væri þrefalt og útilokað að öll þrjú biluðu samtímis. -A.Bj. María Friðbergsson með tvo diska i höndunum. Á öðrum er frikadellur (dekkri) og hinum knettir. DV-mynd Bj. Bj. Heimalagað sinnep 5tsk. Colmanssinnepsduft 1/2 dl vatn 2 tsk. sykur 1 msk. vínedik 1—2 msk. rjómi. Látið standa í að minnsta kosti 5 daga. Bezt þegar það er látið standa sem lengst. Bóndastúlka með slör lOOgósaltaðsmjör 400 g rifið rúgbrauð 45—50 g sykur 2 msk. rifiðsuðusúkkulaði 500 g eplamauk 1 peli þeyttur rjómi rifsberjahlaup Rúgbrauðið er steikt á pönnu i sykrinum og smjörinu og hrært vel í þar til það er orðið þurrt og stökkt. Súkkulaðinu hrært saman við og látið kólna. Þá er eplamaukið sett fyrst i gler- skál, síðan rúgbrauðsmaukið og efst þeyttur rjómi. Skreytt með rifsberja- hlaupi. Látið standa í kæliskáp í 2—3 klst. Má gjarnan vera meira af þeyttum rjóma og þá er hann borinn fram með í lítilli skál. IMæsti áskorandi: Margir fínir kokkar komu til greina í áskorendaþáttinn og þar i hópi var Dagbjört Imsland efst á blaði. Hún kemur með uppskrift að éinhverju góðu sem er eftirlæti allra á hennarheimili. Dansbók Húsf reyjunnar Til gagns og gleði er yfirskrift greinar einnar í nýútkomnu jólariti Húsfreyjunnar. Og hvað er það sem er til gagns og gleði og sagt er frá i greininni og vakið hefur forvitni okkar? Jú, þar er sagt frá sant- kvæmis- og dansleikjum og ýmsum leiðbeiningum fyrir dansskemmt- anir. En fróðleik þennan sækir Húsfreyjan í lítil kver sem gefið var út af Fjallkonuútgáfunni árið 1914. í þessu greinarkorni kemur margt skemmtilegl fram sem gæti verið bæði til gagns og gléði núna þegar fjölskyldur safnast saman um jólahátiðina. Svo er greinarstúfur- inn líka gott innlegg til að hressa upp á hugmyndaflug skemmti- nefnda sem eiga að undirbúa vænt- anlegar árshátíðir og þorrablót. Ef þið hafið sæmilegt gólfpláss og gestir ykkar eru til i dansinn um jólin eru hér tveir dansar. Kóngar og drottningar Úr spilum eru teknir 4 kóngar og 4 drottningar. Fjögur pör dansa fram. Dömurnar draga 4 kónga, herrarnir 4 drottningar. Sömu litir dansa saman. Og þá er það hinn, sem heitir: Vonbiðillinn í þennan þátt þarf körfu og i hana nátthúfu, blómsveig (eða bara lítið blóm ef ekki er sveigur við höndina) og hring. Eitt par dansar fram. Daman setzt á stól á miðju gólfi. Herrann leiðir 4 herra fram fyrir dömuna, sem útbýir hlutunum. Þeir herrar, sem fá nátthúfuna og blómsveiginn, bjóða upp samtímis þeim, sem byrjaði dansinn. Sá, sem fær körfuna, setzt á stólinn þangað til einhver dama verður til að bjóða honum upp. Okkur telst til að tæplega þrjátiu dansar og samkvæmisleikir séu skráðir í þessu jólariti Húsfreyjunn- ar. Auk þessa efnis í ritinu er þar margt annað mjög gott efni sem bæði er tengt jólunum og öðru. ■ ■•41

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.