Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981.
13
iur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
AUGLYSINGAR OG UPPLYSINGAHLUT-
VERK ÞEIRRA
Almennt er álitið að auglýsingar
fullnægi mikilvægu upplýsingahlut-
verki í nútíma þjóðfélagi og sennilega
er það einkum vegna slíkra sjónar-
miða að auglýsingar eru yfirleitt
leyfðar. Væntanlega verður ekki hjá
því komizt að auglýsingar hafi ýmiss
konar aukaverkanir, ef svo má að
orði komast en það er tvímælalaust
einn megin tilgangur löggjafar um
óréttmæta viðskiptahætti að gera
þessar aukarverkanir sem minnstar.
Sem dæmi um neikvæð áhrif aug-
lýsinga í framangreindri merkingu
má nefna þátt þeirra i að skapa
kaupsálir, óraunverulega heims-
mynd, þar sem veröldin virðist
eingöngu setin ungu hamingjusömu
og hraustu fólki, með fullar hendur
fjár, og auðvitað er aðgöngumiðinn
að þessari töfraveröld eitthvert
vöruglingur. Á þennan hátt geta aug-
lýsingar villt mönnum sýn en þær
geta einnig verið villandi á svo marg-
an annan hátt.
Áður óþekktur
sogkraftur
Samkvæmt augiýsingaflóðinu nú
um jólin, standa neytendum
eingöngu til boða úrvalsvörur, svo
segja auglýsendur a.m.k. Við skulum
líta á nokkur dæmi:
Hörkuspennandi bók, dularfull og
hröð atburðarás. Opinská og ærleg
bók. Bráðfyndin skáldsaga.
Æsispennandi ástarsaga. Vinsælasta
unglingabók síðustu ára. Fyndin,
hrífandi og átakanleg bók. Hrífandi
næm og máttug saga. Stórbrotin
saga. Traust og vandað heimilistæki.
Einstakur safngripur. Frábært hjól.
Úr framtíðarinnar. Skartgripir í sér-
flokki. Tækið er ótrúlega létt og
þægilegt. Frábært litsjónvarpstæki.
Heimsþekktar skíðavörur. Áður
óþekktur sogkraftur (um ryksugu).
Engu líkt. Ef menn vilja dreifa
huganum i jólaamstrinu og skreppa í
kvikmyndahús, þá er einfalt að fletta
upp í blöðunum og eftirfarandi
stendur m.a. til boða: Stór-
skemmtileg og dularfull leynilög-
reglumynd. Gullfalleg stórmynd.
Bráðskemmtileg ný gamanmynd. Af-
ar gamansöm mynd. Mjög fjörug og
skemmtileg mynd. Æsispennandi lit-
mynd. Magnþrungin og spennandi
mynd, o.s.frv. o.s.frv.
Villandi
upplýsingar
Samkvæmt lagaákvæðum um
óréttmæta viðskiptahætti er óheimilt
að veita rangar eða villandi upp-
lýsingar i auglýsingum enda séu þess-
ar upplýsingar til þess fallnar að hafa
m.a. áhrif á eftirspurn vöru og
þjónustu. Hér er um að ræða eina
mikilvægustu meginreglu löggjafar
um óréttmæta viðskiptahætti.
Með hliðsjón af þeim dæmum,
sem nefnd eru að framan, hlýtur sú
spurning að vakna hvort tak-
markalítið hól og notkun
órökstuddra glamuryrða í aug-
lýsingum, feli ekki einmitt í sér brot
á nefndri meginreglu, þ.e. að villt sé
um fyrir neytendum með þessum
tiltekna hætti.
Staðreyndir eða hól
Auglýsingum má gjarnan skipta i
tvo flokka eflir því hvort sagt er frá
staðreyndum, sem hægt er að sanna
eða afsanna, eftir atvikum, t.d.
verði, magni, tegund o.s.frv. eða
ínútímaþjóðfélagi
hvort auglýsingin samanstendur fyrst
og fremst af ósannanlegum um-
mælum og fullyrðingum, sem visa til
smekks, tilfinninga o.s.frv. og eru
ÓRÉTTMÆTIR
VIÐSKIPTAHÆTTIR
Þórður Gunnarsson
lögfræðingur
reistar á huglægu mati auglýsandans.
Það er Ijóst að lagareglur um villandi
auglýsingar eiga fyrst og fremst við
um fyrri tegundina, en þar með er
ekki sagt að mönnum sé selt sjálf-
dæmi, þegar um síðari tegundina er
að ræða. í fyrsta lagi er á það að lita
að við mat á því hvort auglýsinger
villandi, skiptir verulegu máli að
hverjum auglýsingunni er beint. Það
er t.d. ljóst að börn og unglingar eru í
flestum tilvikum miklu áhrifanæmari
en fullorðnir, þannig að auglýsing
sem í augum eins neytanda er
mark.laui; skrum, getur í augum
annars verið loforð og af þeirri á-
stæðu vidandi. Þá er á það að líta að
vegnahins fjölbreytta vöruframboðs
er gjarnan freistandi fyrir neytendur
að láta hól auglýsenda stjórna
gerðum sínum og af þeirri ástæðu ber
auglýsendum að gæta hófs. I þessu
samandi er rétt að hafa i huga að
hólið og skrumið hlýtur að bera
einhvern árangur, því annars hlytu
auglýsendur fyrir löngu að hafa
breytt um söluaðferðir.
Samkvæmt lagaákvæðum um
óréttmæta viðskiptahætti hvílir á-
kveðin upplýsingaskylda, m.a. á
seljendum vöru og þjónustu. Þetta
þýðir það í reynd að á ákveðnum
sviðum viðskipta dugar hólið ekki
eitt, heldur þurfa til viðbótar að'
koma fullnægjandi upplýsingar og
gefst vonandi tækifæri til að fjalla
nánar um þaðsíðar.
Niðurstaða
Samkvæmt framansögðu er það
niðurstaða mín, að auglýsendum séu
sett ákveðin mörk við notkun
ósannanlegra ummæla í aug-
lýsingum. Þessi mörk eru að vísu afar
óljós en ráðast fyrst og fremst af því,
að hverjum auglýsingin beinist,
upplýsingaskyldu og markaðs-
aðstæðum almennt En hvað sem um
lögmæti þessara auglýsinga má segja,
þá eru þær mjög hvimleiðar og að
mínu mati væri það ekki overðugt
verkefni fyrir t.d. Félag bókaút-
gefenda og Félag kvikmyndahúsaeig-
enda að beita sér fyrir úrbótum á
þessu sviði, enda lagsamlega eðlileg-
ast að slíkt frumkvæði komi frá aug-
lýsendum sjálfum.
NYPLATA
Upp á himins biáum boga
HliðA:
Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson syngja við
undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. Þar á meðal eru lögin:
Sólskrikjan, Hríslan og lœkurinn og Smaladrengurinn.
Hlið B:
Jóhann Konráðsson syngur við undirleik Fritz Weisshappel.
Þar á meðal eru lögin: Ætti ég hörpu, í Jjarlœgð, Lindin,
Gígjan og fleiri gamlir kunningjar.
Þetta er plata
sem y/jar í skammdeginu
L
ív/bí UTGAFAN
Gránufóiagsgötu 4 — Akureyrí — Sími 96-22111.
ÓSKADRAUMUR
FÖNDRARANS
FILMUR OG VÉLAR S.F.
Skólavörðustía 41 — Sími 20255
Saman þjöppuð
gæði
Nákvœm stilling
moð hökum í 0,30, og 46
gráður.
Blaðlœsingar
fyrir sögun upp i
allt að 45%
Stillanlog
Stiltanlog blað4ia»ð
or auðvold.
öryggishlíf
hlífir í öllum
stoliingum
Innbyggður
„Splittor"
Stillanlogur
sloði fyrir nákvœma
boinsögun.
dBP^verkfœri
Fyrlr hámarks-
öryggi or hœgt að
læsa straumrofanum í „OFF
Fosting fyrir
poka oöa ryksugu.
Verð ásamt fjölda
fylgihlutakr. 1.176.
Fjölvirkstingsög
(jigsaw)
moð aflúrtaki fyrir mart
konar fylgihluti, svo scm slípi-
og fægihjól og fræsarabarka
með ýmsum fylgihlutum.
'Ðrcmcl
Moto-Tool"
með 1001
möguleika:
Fræsar, borar, slípar,
fægir, sker út, grefur,
brýnir. Fjölmargir fylgi-
hlutir fáanlegir, svo sem
fræsaraland, borastatíf,
haldari, ótal oddar, sagir
og slíparar.
Standard Moto-Tool
Verð kr. 748,-
Moto-Tool með innbyggðum
hraðastilli, verð kr. 995,-
TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF
Laugouegi 164-Reyfcjauifc $=51901