Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981. Irjálsf, áháð daghlað Útgáfufélag: Frjáls fjölmiökin hf. Stjómarformaðurog útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Framkvnmdastjóri og útgáfustjóri: Höröur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Eiiert B. Schram. Aöetoöarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Semundur Guðvinsson. / Auglýsingostjórar Páll Stefánsson og IngóHur P. Steinsson. Ritstjóm: Siöumúla 12—14. Augiýsingan Siðumúla 8. Afgreiösía, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: PverhoW 11. Sfmi 27022. Sfmi ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Stöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð á mánuði 100 kr. Verð í lausasöiu 7 kr. Helgarblað 10 kr. Sálufélag afturhaldsins Fréttaspegillinn í sjónvarpinu síðastliðið föstudags- kvöld var fróðlegur fyrir margra hluta sakir. í þættin- um komu fram þrír áhrifamenn, sem tekið hafa að sér að stjórna þjóðinni. Þeir ræddu framtíð Blönduvirkj- unar og er skemmst frá því að segja, að þeir voru ósammála um öll atriði. Þeim tókst ekki einu sinni að koma sér saman um hvort eða hversu margar hrepps- nefndir væru með eða á móti virkjun. Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknar- manna og bóndi að Höllustöðum, var kampakátur í sjónvarpssal. Hann er á móti virkjun og telur heima- menn vera sama sinnis. Þeir vilja ekki raska mannlífi og náttúru með flausturslegum framkvæmdum, og virkjun getur beðið, segir Páll, jafnvel til aldamóta. Við verðum hvort sem er allir lifandi þá! Páll er fulltrúi verndunarmanna, barn sinna átthaga og lifir enn í rómantík sveitasælunnar. Fyrir vikið ger- ist hann talsmaður afturhaldsins og kyrrstöðunnar. Pálmi Jónsson er landbúnaðarráðherra og bóndi á Akri. Hann er talsmaður þeirra sem vilja hefjast strax handa við Blönduvirkjun. Hann telur andstöðuna minniháttar og lýsir sig fylgjandi eignarnámi frekar en að gefa eftir gagnvart andstæðingum virkjunarinnar. Pálma var greinilega heitt í hamsi í sjónvarpinu og vill reyna samningaleiðina til þrautar. Það kallar Páll á Höllustöðum að „berja höfðinu við steininn”. Meðan þeir Húnvetningarnir níddu skóinn hvor af öðrum sat Hjörleifur Guttormsson álengdar, hátíðleg- ur að vanda. En sjálfsagt hefur hann hlegið innra með sér. Hann veit sem er, að með þessum deilum er verið að færa Austfirðingum Fljótsdalsvirkjun á silfurfati. Ráðherrann getur réttilega bent á, að þar sem norðan- menn komi sér ekki saman um einföldustu atriði, hvað þá að nokkur samstaða sé um virkjunarkost, þá sé Fljótsdalsvirkjun á borðinu. Þannig mun þessi virkjunardeila enda. Pálmi mun eflaust malda í móinn innan ríkisstjórnarinnar og tala máli atvinnuuppbyggingar og orkuframkvæmda. En allt kemur fyrir ekki og hann getur sjálfum sér um kennt. Það er hans eigið verk að hefja til valda helstu afturhaldsöfl þjóðfélagsins. Hann á sinn stóra þátt í því að leiða til öndvegis fornaldarhugsunarhátt Framsóknar og úrtölur Alþýðubandalags. í þessum tveim flokkum, Alþýðubandalagi og Fram- sóknarflokki, er að finna talsmenn hinnar gráu forn- eskju. Þeir eru á móti breytingum og nýjungum. At- hafnir og uppbygging felur í sér áhættu og óöryggi. Framkvæmdir raska umhverfi og hafa áhrif á mannlíf. Þess vegna eru þær skaðlegar. Þess vegna er best að slá öllum málum á frest, sætta sig við gamla lagið. Það er þessi hugsunarháttur sem ræður ferðinni og er að kveða Pálma Jónsson og Blönduvirkjun í kútinn. Sjónvarpsþátturinn í fréttaspegli var ekki aðeins þriggja manna tal. Hann endurspeglaði ólík viðhorf í grundvallaratriðum, djúpstæðan pólitískan ágreining. Það er hinsvegar í stíl við annað í þeirri pólitísku hringavitleysu sem hér ríkir, að Pálmi Jónsson skuli áfram telja það besta kostinn að sitja í sálufélagi með afturhaldinu. ebs. Ástandið í sjávarútvegi: Offjárfestingin teflir efna- hagslegu sjálf- stæði í tvísýnu - -------- ^ Byggðastefnunni, sem svo er köll- uð, má þakka þau stakkaskipti, sem athafnalíf á landsbyggðinni hefur tekið síðustu 10 árin. Utan Stór- Reykjavíkursvæðis hafa skuttogarar þýtt landburð af fiski vetur jafnt sem sumar og stóriðja frystiiðnaðar risið á flestum sjávarplássum. Áður var þar víðast árstíðabundin ördeyða. Og við státum af minnsta atvinnuleysi í Vestur-Evrópu. Höfum við þar af- sannað þá kenningu Breta í þorska- stríðinu, að við gætum ekki unnið allan þann fisk, sem þenur tálkn í sjónum kringum iandið. Ekki aðeins höfum við afsannað brezku kenning- una, heldur stafar bæði þorski og loðnu bókstaflega stórháski af ís- lenzkum aflaklóm, svo að tilvera þeirra er litlu traustari en arnarins. Vandaræði okkar eru allt önnur en veikburða tækni og skortur á af- kastagetu. Gulltrygging í öngþveiti Hag íslenzku þjóðarinnar er stefnt i öngþveiti. Síðustu 5 árin hefur allt snúizt um fjárfestingu í skuttogurum. Til þeirra kaupa er oft stofnað með nánast engu eiginfjármagni kaup- enda. Samanlagt lánsfjármagn kem- ur frá Fiskveiðasjóði, Byggöasjóði og bankakerfinu og nálgast 100% kaup- verðs. Nýr skuttogari í sjávarplássi er fólkinu á staðnum vissulega sigur í Iífsbaráttu og fyrirheit um betri og bjartari framtíð. Hann er gulltrygg- ing þess, aö kosta megi börnin í skóla, jafnvel á öðrum landshornum, og varpa af sér skammdegismyrkri með því að bregða sér í sólarlanda- ferð. vörpungur fiskar ekki nema upp í brot af fjármagnskostnaði, þ.e. kostnaði þeirra erlendu Iána, sem hann var keyptur fyrir, en endurlán- uð voru gegnum Fiskveiðasjóð og Byggðasjóð með ríkisábyrgð. Og þar við bætist olíukostnaður, sem er jafnvel á vetrarmánuðunum kominn upp í 30—40% af brúttóaflaverð- mæti, og svo mannakaup. Fánum prýdd tign Hvað kostar nýr skuttogari, sem fánum prýddur siglir tignarlega inn á víkina með áhyggjufulla þingmenn kjördæmisins við borðstokkinn og tekið er á móti með ræðum og veizlu- höldum? „Ef fbúar plássins leggja ekkert eða lítið fram af stofnfénu, verður sakir ríkisábyrgðar f raun og veru um hreint rfkisframlag að ræða, sem jafngildir því, að hvert mannsbarn i þorpinu fengi nýjan Mitsubishi Colt gefinn frá ríkinu, reifabörn meðtalin,” segir Sig- urður Gizurarson í grein sinni um skuttogarakaupin. Of yrkja grænu beltanna tveggja í þúsund ár höfum við búið að því, sem grænu beltin tvö, gróðurbelti grass, lyngs og kjarrs til landsins og svif- og þangrikar sjávarbreiður land- grunnsins gefa af sér. Til skamms tíma hafa miklar þjóðartekjur okkar sprottið af því, að við gátum gengið gengdarlaust í auðæfi hráefnalands, sem við héldum vera óþrjótandi, en reynast nú gefa þeim mun minna, sem meira og þjösnalegar er í þau sótt. Vandræði okkar stafa nú af offjár- festingu í stórvirkum vélum og dýr- um tækjabúnaði. Mistök síðustu 10 ára eru að veita of miklu af dýrmætu fjármagni í vinnslu takmarkaðra náttúruauðæfa, sem ekki gefa aukinn afrakstur í hlutfalli við tilkostnað. Við erum komnir að endimörkum vaxtar. Þriðja beltiö: iðnaður og notkun þekkingar og hugvits, hefur verið vanrækt. Þess vegna hafa skar- ar ungs fólks, undirbúnir undir lífið af háþróuðu skólakerfi, ekki verk- efni viö hæfi og glutra niður þekk- ingu sinni og þjálfun í forpokun notkunarleysinsins. Af sjónarhóli þjóðarhagsmuna Málið litur allt öðruvísi út, skoðað af sjónarhóli þjóðarhagsmuna. Há- marksafli hefur árum saman verið bundin i reglugerð, hvað helztu fisk- tegundina, þorskinn snertir, nú við 420 þús. tonn. Nýr skuttogari, bætir því engu við heildarafla sjávarútvegs- ins. Hann fær í raun kvóta, sem þýð- ir, að kvóti annarra skipa er minnk- aður með fjölgun skrapdaga. Afleið- ingin er æ minni arðsemi sjávarút- vegs, sem hátt verð á Bandaríkja- markaði og hækkun dollarans hafa enn bjargað frá stöðvun. Nýr botn- Hann kostar liklega á að gizka 50 millj. nýkróna, eða jafnvel meira, sem er jafnvirði 50 góðra einbýlis- húsa eða 500 þokkalegra einkabíla með aðflutningsgjöldum, þ.e. 2000 bíla ótollaðra, eins og skipið er. Ef íbúar plássins leggja ekkert eða lítið fram af stofnfénu, verður sakir ríkisábyrgða í raun um hreint rikisframlag að ræða, sem jafngildir því að hvert mannsbarn í þorpinu fengi nýjan Misubishi Colt gefins frá ríkinu, reifabörn meðtalin. Hér er sagt gefins, af því að nýi togarinn bætir engu við heildarafla togaraflot- ans, sem fyrir er, sakir aflahámarks- ins 420 þús. tonn, og af því að íbú-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.