Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Síða 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981.
15
arnir eru á engan hátt fjárhagslega
ábyrgir.
Tröllaleikur með fjör-
egg þjóðar
Kostnaðartölur þessar eru svo stór-
ar og íslenzka þjóðin og undirstöðu-
atvinnuvegur hennar, sjávarútvegur,
standa svo tæpt á bandaríska freð-
fiskmarkaðinum, að í raun er með
hverjum nýjum togara gengið skrefi
lengra í þá átt að leggja niður efna-
hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Þessi „leikur” að hlaða sífellt nýjum
kostnaði á atvinnuveg, sem undir öllu
stendur og stendur þó tæpt, minnir á
leik tröllanna, sem sátu hvort sínum
megin fjarðar og köstuðu fjöreggi á
milli sín. Sagt er, að við séum með
Kjallarinn
„innlendri verðbólgu” að verðleggja
okkur út af bandaríska freðfiskmark-
aðinum. í raun er verið að breiðaýfir
hina raunverulegu orsök, sem er sá
„leikur” að hlaða kostnaði á fram-
leiðsluna vitandi, að þessi kostnaður
eykur ekki andvirði hennar.
Ráðslag þetta er sorglegt, af því að
það er ónauðsynlegt með öllu. Það er
vísvitandi sjálfskaparvíti. Sök sér er,
þegar vinnusamt fólk þrælar myrkr-
anna á milli fyrir barnahóp, sem ekki
er svo vaxinn úr grasi, að hann geti
Of margir togarar girða og fyrir, að
fiskur komist á grunnslóð annars
staðar á landinu, þar sem minni bátar
gætu tekið hann með litlum olíu-
kostnaði.
Einkaframtaki í
smáum stíl er útrýmt
Og mismunurinn á sér einnig stað
með öðrum hætti. Skuttogarar eru
mjög víða reknir „á félagslegum
grundvelli” af hlutafélögum, sem eru
eign sveitarfélags, og því stjórnað af
pólitískum fulltrúum flokkanna.
Þessir menn eru jafnframt lykilmenn
þingmanna í kjördæmi sínu. Þegar
slík pólitísk útgerð kemst í greiðslu-
þrot, er einfaldlega hringt í þing-
manninn, sem óðara herjar á ríkis-
stjórn og hið pólitíska sjóðakerfi.
Fjármagn er því „eðlilega” útvegað
án tillits til alira rekstrarlegra for-
sendna, svo sem hvernig fyrirtækið sé
rekið, hvort togarar eru orðnir of*
margir o.s.frv. Um ieið og þessu fer
fram, renna gálgafrestir litlu karl-
anna út, manna, sem eru með aleig-
una í 30—40 t bátum og hafa tek-
ið svokölluð „sjálfsmorðslán” í
sjóðakerfinu. Litlu karlarnir, einir
síns liðs, er einfaldlega of litlar póli-
tískar stærðir til að skipta máli. Þess
vegna fara bátar þeirra undir hamar-
inn og þeir fá að „sigla sinn sjó”.
Erfiðleikar litlu karlanna má og rekja
til þess, að aflabannið — skrapdag-
arnir — lenda og á þeim, þótt trillu-
kariar geti veðurs vegna ekki stundað
sjó nema takmarkaðan hluta árs. Áð-
ur urðu þeir að þreyja þorrann á vetr-
um undir súð, en nú verða þeir einnig
,,að þreyja þorrann” í ágústmánuði,
þegar rjómalogn er á sjónum.
Hér má og minna á, að skrapdaga-
kerfið bitnar meira á landsbyggðar-
togurum en t.d. togurum Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur, af því að hinir
stóru togarar hennar hafa afl til að
fara út á ytri kant landgrunnsins og
veiða þar með árangri. Skrapdagar
eru 150áhvern skuttogara áári.
Hæfileg sókn ífisk-
stofna
Eftirfarandi tafla varpar ljósi á,
hvernig ágóði útgerðar er háður því,
að hæfilega sé sótt í fiskstofna.
Stof nstœrð, af laverðmæti, útgerðarkostnaður
og ágóði m.v. breytilega sókn.
Bátafjöldi Stofn- stœrð Þús. tonn Afla- verðmæti M.kr. Útgerðar- kostnaður M.kr. Ágóði M.kr.
1 10.000 100 60 40
2 9.500 190 120 70
3 9.000 270 180 90
4 8.500 340 240 100
5 8.000 400 300 100
6 7.500 450 360 90
7 7.000 490 420 70
8 6.500 520 480 40
9 6.000 540 540 0
10 5.500 550 600 -50
bjargað sér sjáifur. En þegar heil
þjóð treður stíginn niður í alþjóðlegt
skuldafen og til missis efnahagslegs
sjálfstæðis með þvi að taka á sínar
herðar fjármagnskostnað tröllauk-
inna, dauðra véla, sem hún getur vel
verið án, þá er málið annað og
ískyggilegra. Það er um leið leikur
með örlög hinna mörgu slituppgefnu
í þjóðfélagi okkar, sem af þessum
sökum hafa varla til hnífs og skeiðar,
þótt vinni baki brotnu.
Fiskurinn kemst ekki
á grunnslóð
Nefnd sérfræðinga með beztu fá-
anleg þekkingarskilyrði komst fyrir
sköinmu að þeirri niðurstöðu, að
skuttogaraflotinn væri helmingi of
stór. 40 skip undir einni stjórn,
hvað löndun snertir eru öflug tæki til
jöfnunar á afla og atvinnu milli hinna
dreifðu sjávarplássa kringum landið.
Hin 50, sem umfram eru, valda hins
vegar margvíslegri mismunun. Hend-
ing formlegs eignarréttar ræður nú,
hvar þeir landa. Of margir togarar
fyrir Vestfjörðum girða fyrir, að fisk-
ur komist í eðlilegum mæli á hrygn-
ingarstöðvar og á mið Vestmannaey-
inga og Suðurnesjamanna. Hann er
m.o.ö. veiddur með dýrari veiðitækj-
um, áður en hann hefur náð að
stækka á leið sinni suður fyrir land.
Töflu þessa hefur Kristjón Kol-
beins, sérfræðingur í kostnaðarhagn-
aðar-sundurgreiningu, gert, en hann
er starfsmaður Framkvæmdastofn-
unar. Eins og Kristján heitinn
Friðriksson iðnrekandi er Kristján
Kolbeins talsmaður auðlindaskatts.
Með honum vill Kristján hafa hemil á
fjárfestingunni. Miðað við, að látið
verði af pólitískum fjárfestingum
í skuttogurum telur Kristján að unnt
sé að stýra fjárfestingunni með auð-
lindaskatti og hámarka þannig arð-
semina.
Ef enginn skattur er á lagður,
leiðir ágóðavonin til offjárfestingar
unz ágóði er núll. Núverandi ástand
er þó allt annað og verra, því að öll
nýrri skip flotans eru keypt vitandi
vits, að þau verða rekin með botn-
lausu tapi. Pólitiskar ákvarðanir ráða
kaupum þeirra.
Hverjum glymur
klukkan?
Skýringin á hinni geipilegu offjár-
festingu í sjávarútvegi er m.a.ö.o., að
fjárfe«tingarákvarðanir eru teknar af
pólitískum fulltrúm, sem enga fjár-
hagslega ábyrgð bera á afleiðingum
gerða sinna. Þeir fá þingmanninn til
að keyra skuttogaraböggulinn gegn-
um kerfið, og eiga sjálfir ef til vill ör-
fá hlutabréf. Nánast allt hlutafé er
lánsfé. Sveitarfélagið tekur ef til vill á
sig einhverja ábyrgð, sem vissulega er
ekki persónuleg, fjárhagsleg ábyrgð.
Ábyrgðin lendir á íslenzka ríkinu,
sem veitir rikisábyrgð svokallaða.
Þingmaðurinn setur ekki einbýlishús-
ið sitt á Reykjavíkursvæðinu að veði
né heldur fina bílinn sinn. Allir hafa
allt að vinna: Fólkið fær meiri vinnu
og peninga og þingmaðurinn fær
fleiri atkvæði, hvernig sem allt
veltur. Og með því að gangast inn á
þetta ráðslag, gerast þingmenn, þing-
meirihluti og ríkisstjón siðferðilega
ábyrg fyrir framhaldinu.
Annar hver fiskur fer í
aö greiða útlendingum
kostnað
Þegar pólitíkin er með þessum
hætti komin í spilið stöðvast fjár-
festingin ekki við ágóðann núll.
Svona fjárfestingu eru engin takmörk
sett, af því enginn ber ábyrgð nema
þjóðin sem heild. Afleiðingar koma
fram í því, að æ stærri hluti þjóðar-
tekna fer í afborganir og vexti af er-
lendum lánum. Auk þess eru tekin er-
lend lán, sem ekki á að byrja að
greiða af fyrr en eftir mörg ár, sbr.
brezka lánið í fyrra. Þetta er víxill á
framtíðina og komandi kynslóðir.
Sjávarafurðir eru um 76% útflutn-
ingstekna okkar. Nú fer hálfur
fimmti hver fiskur úr sjó í að greiða
afborganir og vexti af erlendum lán-
um. En áður er þá búið að taka
þriðja hvern fisk skuttogara til að
greiða olíureikning þeirra. M.ö.o.
helmingur fiskafla íslendinga fer nú í
greiða erlendan kostnað.
Er unnt að brjótast út
úr „pólska kerfinu"?
En er þá leið út úr þessari „pólsku”
sjálfheldu, sem á skemmri eða lengri
tíma leiðir til þjóðargjaldþrots?
Atkvæði manna í sérfræðinga-
nefnd hagfræðinga, fiskifræðinga og
stærðfræðinga, sem komst að þeirri
niðurstöðu, að flotinn væri helmingi
of stór nægja ekki til að kjósa nýja
þingmenn í stað þeirra, sem standa
nú í því að kaupa atkvæði með skut-
togurum.
Hugsun og orð eru til alls fyrst.
Kerfisbreytingu þarf til, sem verði
m.a. fólgin í fjárfestingarhemlun:
1. ÖII fiskiskip verði smíðuð innan-
lands.
Bann við því að flytja fiskiskip til
landsins. öll ný fiskiskip verði
smíðuð innanlands. Hærra verð inn-
lendrar smíði verkar þá eins og auð-
lindaskattur á íslenzka útgerð og
stuðlar að hæfilegri stærð flotans.
Við innlenda skipasmíði gætu starfað
um 3000 manns á móti 6000 sjó-
mönnum. Öflugur innlendur skipa-
smíðaiðnaður þróar margvíslega
verkþekkingu og gefur með tíð og
tíma möguleika til að nýta langskóla-
gengið fólk, sem nú glutrar þekkingu
sinni niður. Nú er ríkisstyrkt, erlend
skipasmíði að drepa niður íslenzka.
2. Skilorð um einstaklingsbundna
fjárhagslega ábyrgð.
Lögfesta þarf að einstaklingar taki
á sig fjárhagslega ábyrgð á verulegum
hluta kaupverðs skipa. Þingmenn,
sem standa í skuttogarakaupum, setji
hús sín að veði til að sanna trú sína á
fyrirtækið. Það er segin saga, að
ákvarðanir manna verða oft skyn-
samlegri, ef þeir eiga sjálfir eitthvað á
hættu.
3. Fríhafnir i erfiðum og afskekkt-
um byggðum.
Norðmenn hafa m.a. framkvæmt
byggðastefnu sína með þvíað gefa
eftir skatt á svokölluðum þróunar-
svæðum Það getum við gert.
Sleppum því að bjarga málum við
með einu stykki skuttogara, sem
kostar 50 millj. nýkr. Gefum frekar
eftir skatt á staðnum upp á 3—4
millj. nýkr. í 500 manna byggð. slíkt
skattfrelsi mundi laða dugandi menn
til þessara staða með atvinnutæki sín.
Vandinn er ekki sá, að dugnaður,
peningar og atvinnutæki séu ekki til í
landinu, heldur sá, að þessir kraftar
nýtast ekki sakir lélegra grundvallar-
skilyrða.
Eins og nú er í pottinn búið er
byggðastefnan aðallega orðin pen-
ingastyrkir og lán fjármögnuð með
erlendu lánsfé. Hún á hins vegar að
vera hjálp til sjálfshjálpar. Hvati en
ekki kveinstafir, sem fær dugmikið
fólk til að leggja fram krafta sína og
fé í héruðum, sem hafa ýmislegt það
að bjóða, sem gaf lifi víkinganna
gildi, þegar þeir komu fyrst til lands-
ins.
Sigurður Gizurarson,
sýslumaður.
• Spilar hvaða lagsem
er meö aðeins einum fingri.
• Engin sérstök þjálfun
eða hæfileiki nauðsynlegur
Bankastræti 8 — Sími 27510
Miðvangi 41 — Hafnarfirði Sími 52004
Tilvalin jólagjöf.
Hvergi betra verð á skíðavörum
QD
(.70'
GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290
ATOMIC skíðavörur í úrvali
Svigskíði — gönguskíöi, skíðastafir,
bindingar, skíðaskór.
Ath. Ódýr barnaskíðasett.
Stærðir: 70 cm til 170 cm.
Verð frá kr. 277,- til 1.080,-.
tlÓLAGJÖF, SEM VIT
Ht I • OPIÐ LAUGARD
KOLSIRIJIIIJÍDSLAIV %
SELJAVEG 12 SIIVII: 1 33 81