Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Page 12
12
™ fijálst, áháð dagblað
Útgáfufólag: Frjála fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson.
Framkvmmdastjóri og útgéfustjóri: Höröur Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram.
Aöstoöarritstjóri: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Snmundur Guðvinsson.
Auglýsingastjórar: Póll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjórn: Sföumúla 12—14. Auglýsingar: Siöumúla 8. Afgreiðsla, áskrrftir, smÁauglýsingar, skrifstofa:
' Þverholti 11. Skni 27022.
Sími ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siöumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Áskriftarverð á mónuði 100 kr. Verð í lausasöiu 7 kr. Holgarblað 10 kr.
Lesið milli áramótalína
Áramótahugleiðingar eru gott dæmi um, að orð má
nota til að dylja skoðanir. í breiðsíðum stjórn-
málaleiðtoganna um þessi áramót var ekki vikið einu
orði að krossgötum stjórnarsamstarfsins milli jóla og
nýárs.
Alþýðubandalagsmenn höfðu þá frumkvæði að
hugmyndum um þingrof í janúar og kosningar í marz.
Þeir þóttust vita, að ríkisstjórnin væri enn í svo góðu
áliti, að hún mundi fá nýtt fjögurra ára umboð í
kosningum.
Samt kom í ljós, að hugmyndin átti ekki nægu fylgi
að fagna. Meðal stjórnarsinna í Sjálfstæðisflokknum
er vaxandi óbeit á tilhugsuninni um sérstakt framboð.
Og án slíks væri tilgangslaust að efna til kosninga.
Albert Guðmundsson hefur sagt, að af hans hálfu
komi ekki til greina að bjóða sérstaklega fram til borg-
arstjórnar. Og Friðjón Þórðarson hefur skýrt tekið
fram, að sérframboð hans til alþingis komi ekki til
greina.
Svo gæti vel farið, að marzkosningar mundu ein-
mitt sameina Sjálfstæðisflokkinn og þar með fella
ríkisstjórnina, en ekki veita henni það nýja fjögurra
ára umboð, sem stuðningsmenn þingrofs sækjast eftir.
Hugmyndir þessar um þingrof og kosningar hafa
tafíð samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um efna-
hagsaðgerðir um áramótin. Alþýðubandalagið ljáði
ekki máls á neinu, meðan hugmyndirnar væru viðraðar
milli stjórnaraðila.
Marklaust er að spá einkunnarorðunum, sem ríkis-
stjórnin hefði gengið undir til kosninga. Þau hefðu
vafalaust orðið töluvert hressilegri en þau, sem við
sáum í áramótahugleiðingum leiðtoga ríkisstjórnar-
flokkanna.
En nú virðist ljóst, að ekki verði gengið til
kosninga. Og þeir Svavar Gestsson og Steingrímur
Hermannsson hafa tjáð okkur, að fískverð muni
hækka og gengi krónunnar lækka, hugsanlega
samhliða ýmsu krukki á öðrum sviðum.
Enn einu sinni er ástæða til að vara við sumum hug-
myndum ráðherra. Til dæmis væri hreint glapræði að
víkja af vegi fullrar verðtryggingar fjárskuldbindinga,
núna þegar við erum þó komin meira en hálfa leið til
árangurs.
í sjálfu sér er ástandið ekki afleitt og allra sízt, ef
miðað er við fyrri áramót og fyrri ríkisstjórnir. Þjóðin
hefur það í stórum dráttum mjög gott, svo sem brjáluð
jólakauptíðin leiddi greinilegast í ljós.
Hverju sem það er að þakka, þá hefur þjóðarhagur
og kaupmáttur launa gert örlítið betur en að standa í
stað og einnig örlítið betur en hjá nágrönnum okkar á
Norðurlöndum. Slíkt má teljast gott í kreppunni.
Mismunur okkar og nágrannanna er, að við höfum
fulla atvinnu og fjórfalda verðbólgu. Hið fyrra er
sumpart fengið með því að flytja út atvinnuleysi til
þeirra. Og hið síðara er áratuga gömul staðreynd,
nánast hornsteinn.
Leiðtogar stjórnar og stjórnarandstöðu eru í stórum
dráttum sammála um, að tvær hættur séu alvarlegar.
Önnur er þensla ríkisbáknsins umfram burðarmátt at-
vinnulífsins. Hin er vöxtur erlendra skulda umfram
innlendar orkuframkvæmdir.
Ef hægt er að stöðva þetta tvennt, svo og halda
fullri atvinnu og koma á fullri verðtryggingu, er ekki
svo nauið, hvort verðbólgan er þreföld eða fimmföld.
Hún er og verður raunar eins hefðbundin og áramóta-
greinar leiðtoga, er dylja það, sem þeir meina, og skilja
okkur eftir engu nær um neitt, sem máli skiptir.
Jónas Kristjánsson.
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982.
Enn sit ég við aö skrifa bréf, þótt ég
ætti trúlega samkvæmt dagatalinu að
vera að skrifa eitthvað allt annað, ef til
vill jólabók, sem virðist enn i tísku,
þrátt fyrir verkfall bókagerðarmanna
sem er orðinn jafn árviss viðburður og
kartöfluuppskerubrestur fyrir norðan
og menn eru því farnir að tala um að
hægt sé að stilla klukkuna sína eftir
þeim.
Við, sveitamenn, hugsum ekki mikið
um verkföll en þeim mun meira um
verðstöðvun sem mér virðist virka svip-
að og bremsurnar í bíl sem ég átti fyrir
mörgum árum en þær voru svo lélegar
að þegar ég lenti í þvi að bíll ók inn í
hliðina á mér einn sólríkan haustmorg-
un í Aðalstræti, gat ég ekki stöðvað
þennan ágæta bil minn fyrr en á móts
við hús númer fjörtíu við Vesturgötu.
Það þurfti nefnilega að pumpa brems-
urnar, eins og það var kallað, og þegar
það hafði verið gert nógu oft þá stöðv-
aðist bíllinn.
Mér virðast verðstöðvunarbremsurn-
ar vera í svipuðu ásigkomulagi en hins
vegar virðist vera einhver eilífðarsina-
dráttur í bremsufæti ríkisstjórnarinnar
og fótur haldinn slíkum kvilla er alls-
endis ófær um svo mikið sem pumpa.
Og nú er timi jólasveina upp runn-
inn. Hér trúa allir á jólasveina að visu
hvorki þá sem prýða glugga Ramma-
gerðarinnar eða hina sem ofan komu af
fjöllunum, heldur þá sem skammta
Kjallarinn
Halldór Gunnlaugsson
Á/rt sórfræöings
í ríkisútvarpinu 20.nóvember síðast-
liðinn var viðtal við opinberan starfs-
mann. Mér heyrðist að maðurinn væri
afbrotafræðingur, og starfaði fyrir
skilorðseftirlit ríkisins og væri á vegum
dómsmálaráðuneytisins. í viðtalinu
kom meðal annars fram, að afbrota-
fræðingurinn leit á fangelsisdóma sem
refsingu eða hefnd þjóðfélagsins, sem
væri í því fólgin að útiloka þetta fólk
frá þjóðfélaginu og öllum þess lysti-
semdum.
Hann fullyrti að fangelsisvist væri
mönnum þungbærari nú á tímum held-
ur en áður og þess vegna væru dómar
eftir gömlum lögum, fyrir sömu brot,
mun þyngri en áður.
Það er að segja, að vægi dóma hafi
raskazt, afbrotamönnum í óhag.
Afbiölafræðingurinn sagði, að fang-
elsisvist gerði glæpamenn ekki að betri
mönnum og að hann sæi aðeins einn
kost við að hafa þá í fangelsi. Hann
væri sá, að innilokaðir fremdu þeir
ekki glæpi gegn þjóðfélaginu eða ein-
staklingum þess, svo að heiðarlegt og
meinlaust fólk væri óhult og þyrfti ekki
að umgangast þá.
En viti menn. Þessi ríkisstarfsmaður
hafði lausn á þessum erfiðu og kostn-
aðarsömu fangelsismálum og hún var
sú að hafa þessa menn á skipum.
Samkvæmt þessu lítur afbrotafræð-
ingurinn svo á að sjómenn séu ekki
hluti af þjóðféiaginu, og veit þessi
maður ekki, að skip eru bæði vinnu-
staður og heimili, alla vega annað
heimili þeirra, sem á þau eru skráðir
samkvæmt lögum.
Til þess að gera þessum unga kerfis-
manni ekki rangt til þá er vel hugsan-
legt, þó ekki komi það fram í viðtalinu,
að hann hugsi sér að dómsmálaráðu-
neytið fari út í útgerð á skipum, sem
væru þá eingöngu mönnuð afbrota-
mönnum.
Ef þetta er hugmynd afbrotafræð-
ingsins gæti hún meðal annars hafa
orðið til vegna þess að hann hefur heyrt
eins og flestir, að lögskráning væri ekk-
ert vandamál. Því að hægt væri, jafn-
vel með simtali við annan kerfismann'
GAlflW*
að fá framseld leyfi, bæði til skip-
stjórnar og vélstjórnar, og er honum
því nokkur vorkunn að þessari hug-
mynd.
Bezta lausnin
Vegna þekkingar á skipum og útgerð
tel ég mig hafa mun betri hugmynd um
hvernig nýta beri glæpamenn til sjós,
en með tilliti til fornrar hefðar og orku-
kreppu vil ég láta þá róa.
Nú vill svo vel til, að frændur vorir
Norðmenn gáfu okkur íslendingum tvö
skip, sem eru mjög hentug fyrir dóms-
málaráðuneytið til útgerðar með hand-
færumoglínu.
Gengi útgerð þessara tveggja skipa
sæmilega miðað við tilgang, væri ekk-
ert hægara en að gera Litla-Hraun að
róðraskipasmíðastöð þar til nóg væri
smíðað, en þá væri þessum flota dreift í
hentugar verstöðvar og Litla-Hraun
lagt niður að mestu.
Menn með jafnlanga dóma væru
hafðir saman á skipi og ef nettóhagn-
aður á skipi færi yfir einhver sanngjörn
mörk, sem miðuð væru við fiskgengd á
svæðinu, væri dómur áhafnarinnar
styttur samkvæmt einhverju bónus-
kerfi skilorðseftirlitsins.
Yfir hörðustu vetrarmánuðina væri
þessir menn látnir vinna í sérhönnuðum
fiskverkunarhúsum. Um helmingur
tekna færi á reikning fanganna og það
sem eftir stæði til fangelsismála.
Þetta fyrirkomulag á hefnd þjóðfé-
lagsins hefur margra kosti. Stærsti
kosturinn er að þeir sem þannig hafa
greitt skuld sína við þjóðfélagið á þjóð-
legum skipum á þjóðlegan hátt, geta
borið höfuðið hátt.
Og í stað þess að sagt sé um mann,
að hann hafi verið tugthúslimur, væri
jafnvel sagt í vinsamlegum tón: ,,Hann
lentiágaleiðu”.
Aðrir kostir við hegningarvinnu, sem
sannanlega væri þjóðhagslega arðbær,
eru þessir helztir:
1. Jákvæðari afstaða landsmanna á
meðan afplánun stendur yfir, og hugs-
anlega einnig að henni lokinni.
2. Skárri fjárhagur að lokinni af-
plánun.
3. Jafnvægi í byggð landsins.
4. Sumar mæður gætu sagt við börn-
in: „Pabbierásjónum”.
Þoiinmæöi sjómanna
Að loknum þessum vinsamlegu
ábendingum til þeirra, sem hafa með
afplánunarmál að gera, kem ég að
kjarna málsins, sem er afstaöa lands-
manna til sjómanna og öfugt.
Ég álít afstöðu sjómanna hafa verið
mjög ábyrga, þolinmóða og skilnings-
ríka, það er skilningsríka á því þekk-
ingarleysi, sem verið hefur ríkjandi á
kjörum og stöðu sjómanna um langan
aldur.
Sjómenn hafa verið mjög vægir í
kröfum sínum til sanngjarnra Iauna.
Vegna ábyrgðar sinnar á þjóðarhag og
vegna þess að hörð átök bitna helzt á
þeim er sízt skyldi, og að helztu and-
stæðingar sjómanna hafa ekki hikað
við að beita því gegn þeim. Vægir sá
sem vitið hefur meira. Þetta sést bezt
þegar andstæðingar sjómanna setja
eiginhagsmuni og völd ofar þjóðarhag í
andstöðu sinni við sjómenn. Ein sú
meginástæða sem ekki liggur í augum
uppi, en ég tel hana hafa vegið þungt í
því hvað sjómenn hafa verið vægir í
kröfum sínum til sanngjarnra launa og
kjara. Hún er sú að landsmenn flestir
hafa ekki verið tilbúnir að afnema að
fullu það raunverulega árhundraða
gamla þrælahald til sjós, sem hélzt allt
fram í byrjun togaraaldar.
í stuttu máli er ein ástæðan sú, að
ræktað var inn í þjóðina að það væri
einskonar náttúrulögmál, að sjómenn
væru og ættu að vera þrælar allra
landsmanna, og þó alveg sérstaklega
ríkisvalds og útgerðarmanna. En nú
hafa allir sjómenn, og flestir þeirra fyr-
ir löngu, gert sér stöðu sína ljósa og eru
ónæmir, eins og reyndar flestir lands-
menn, fyrir áróðri sem miðar að því að
viðhalda þessari trú. Þess vegna álít ég
að timinn sé kominn fyrir sjómenn að
rétta hlut sinn, og það allverulega.
Hiutur sjómanna
Eðlilega verða viðbrögð við réttlætis-
kröfum sjómanna víða neikvæð enda
eru þeir fyrsti hlekkurinn i hagsmuna-
keðjunni og ef meira fer til hans, verð-
ur dáUtið minna til sumra annarra
hlekkja.
Þetta þýðir að hlutur sjómanna af
þjóðartekjum verður að stækka og
verður ekki tekinn öðruvísi en með
minnkun gróða og tekna þeirra, sem
mesta hafa í landi og jafnvel með minni
umsvifum rikisins, en þó þannig að
ekki bitni á þeim sem minnst mega sin.
En því verður að linna að ríkisvaldið
þykist aldrei sjá aðra leið til bættra
kjara sjómanna en aö pina aðra lág-
launamenn. Þessu er haldið blákalt
fram á sama tíma og ausið er viðstöðu-
laust úr ríkiskassanum og öðrum köss-
um í stéttir og fyrirtæki, sem virðast
hafa það helzt fyrir stafni að brenna
verðmætum í djöfulmóð. Ég legg
þunga áherzlu á þá staðreynd, að mið-