Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. HallvarAur EinvarAsson rannsoknanogreglusljóri. DV-mynd: Ragnar Th. Rannsóknarlögregla ríkisins hafði nógu að sinna árið 1981: 3452 AFBROTAMÁL TIL MEÐFERÐAR Rannsóknarlögregla ríkisins fékk 3452 mál til meðferðar á árinu 1981. Er það nokkur minnkun fráárinu áður, en þá voru málin alls 3784 talsins. Þjófnaðir voru sent fyrr langstærsti málaflokkurinn. Fékk RI.R tæplega tvö þúsund þjófnaðarmál til með- ferðar. Fjársvik og skjalafals voru þeir málaflokkar sem næst komu. Málum af því tagi hefur fjölgað langmest af öiium málum frá því Rannsóknarlög- regla ríkisins var sett á stofn sumarið 1977 i framhaldi af lögum sem Alþingi setti í árslok 1976. Flokkun mála er heldur fátækleg hjá okkur þrátt fyrir itrekaða viðleitni við stjórnvöld til að fá fjármagn og mann- afla til að sinna slíku. Þetta er mjög gróf flokkun og gefur ekki nákvæmar upplýsingar,” sagði Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri. Taldi hann þetta mjög bagalegt því að upplýsingar sent þessar væru heimild um þróun sakamála og nauð- synlegar fræðimönnum. Aðeins hluti brotamála í landinu kemur til meðferðar Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Samkvæmt lögum hefur hún með höndum rannsóknir brota- mála á Stór-Reykjavíkursvæðinu og Suðurnesjum, að svo ntiklu leyti sem þau heyra ekki undir rannsóknardeildir lögreglustjóra. Rannsóknardeildir lögreglustjóra hafa með að gera minni háttar ntál, svo sem brot á umferðarlögum, lögreglu- samþykktum og áfengislögum. Sýslumenn og fógetar hafa einnig með höndum rannósknir brotamála en rannsóknarlögreglan kemur þó til að- stoðar, beri nauðsyn til. Þannig fóru rannsóknarlögreglu- menn um fjörtiu ferðir út á land sl. ár fyrir utan styttri ferðir um Suðurnes og austur fyrir fjall. Öll veigamestu afbrotamál koma þvi til kasta Rannsóknarlögreglu rikisins, þó með einni undantekningu. Eru það ávana- og fikniefnabrot, en þau mál eru í höndum sérstaks dómstóls. „Ég hef aldrei dulið þá skoðun mina að þessi skipting ætti ekki að vera fyrir hendi,” sagði Hallvarður. „Ávana- og fíkniefnin eru veigamik- ill brolaflokkur og þau mál tengjast gjarnan öðrum málurn sem við höfum til rannsóknar. Af hálfu sakadómarans i ávana- og fíkniefnamálum, Ásgeirs Friðjóns- sonar, og hans manna, hefur verið ötullega unnið að rannsókn þessara mála. En það er engu að síður miður að þessi klofningur í rannsókn mála skuli vera,” sagði Hallvarður. Nefndi Hallvaður máli sínu til stuðnings að réttarfarsnefnd hefði á sinum tíma lagt til að stefnt yrði að þvi að ávana- og fíkniefnamálin færu und- ir Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hér fer á eftir yfirlit yfir mál sem komu til kasta RLR árið 1981. Arásir Skemmdarverk Fjársvik Skjalafals Slys Brunar Mannslát og dauðaslys Manndráp Tolllagabrot Verðlagsbrot Gjaldþrot Skattamál Nauðganir Önnur kynferðisafbrot Önnur mál Samtals 96 72 485 152 166 138 123 2 33 13 3 3 16 27 189 3452 mál -KMU. BÚH-kærunni á bæjarstjóm Haf narf jarðar vísað f rá: „Pótitískw úrskuröur” —eins og allt of títt er hjá f élagsmálaráðuneytinu, segir Árni Grétar Finnsson bæjarf ulltrúi „Ég tel að þetta sé pólitískur úr- skurður eins og allt of títt er hjá fé- lagsmálaráðuneytinu. Úrskurðurinn er svo til ekkert rökstuddur og það er sniðgengið að taka á þeim málum sem kært var yfir,” sagði Árni Grétar Finnsson, bæjarfulltrúi i Hafnar- firði, um þá ákvörðun félagsmála- ráðuneytisins að visa frá kæru hans og Einars Mathiesen á hendur bæjar- stjórn Hafnarfjarðar vegna með- ferðar hennar á reikningum Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar. Sagði Árni Grétar að hluti af þessum málum væri enn ófrágengið þar sem aðeins lægi fyrir bráða- birgðauppgjör á reikningum Bæjar- útgerðarinnar og þeir myndu því koma aftur til umfjöllunar í bæjar- stjórninni. Hann myndi þá óska eftir frekari upplýsingum. Vonaðist hann til að meirihluti bæjarstjórnar myndi ekki synja um það, enda væri erfitt að fjalla um fjárhagserfiðleika Bæjarútgerðarinnar og rökstyðja frekari fjárhagsfyrirgreiðslu til hennar, ef ekki lægju fyrir fullnægj- andi upplýsingar. Sagði hann að á síðasta ári hefði tap Bæjarútgerðar- innar og togarans Júní numið rúmlega 8 milljónum króna og því væri Ijóst að bæjarsjóður þyrfti að hlaupa undir bagga. í kæru þeirra Árna Grétars og Einars er m.a. farið fram á frekari upplýsingar um bilakaup forstjóra Bæjarútgerðarinnar, orlof hans, utanlandsferðir og álag á dagpen- inga, en að sögn Árna Grétars væri ekki um þetta fjallað í úrskurði fé- lagsmálaráðuneytisins. „Það er gat í stjórnkerfinu að ekki sé fyrir hendi óháður dómstóll til að fjalla um slik mál. Min reynsla er sú að félagsmála- ráðuneytið hafi reynzt mjög vilhallur dómstóll og að viðkomandi ráðherra hafi í gegnum árin úrskurðað flokks- systkinum sinum í vil,” sagði Árni Grétar Finnsson. -ÓEF. Sameiginlegt próf kjör á Akranesi Sameiginlegt prófkjör allra flokka er haldið á Akranesi á morgun og sunnudag. Stendur það frá klukkan 10 til 16 báða dagana og er kosið i gamla Iðnskólanum við Skólabraut. Fyrirkomulag er þannig að hver flokkur leggur fram einn lista með niu nöfnum, en kjósendum gefst kostur á að bæta við þremur nöfnum ef þeir vilja. Listarnir eru merktir með bókstaf viðkomandi flokks og nöfnin skráð þar í stafrófsröð. Skal siðan raðað i sæti og merkja við minnst þrjú nöfn, en mest fimm. Með sameiginlegu prófkjöri er vonazt til að aukin þálttaka fáist frá því sem verið hefur, þar sem ailir er kosningarétt hafa geta tekið þátt burtséð frá því hvort þeir eru flokks- bundnir eða ekki. -JB. Þjófnaðir 1934 Vióskiptatölvan frá Intertec, USA 64 Kb vinnsluminni. 1 Mb disketturýmd. 10 Mb diskur, CP/M stýrikerfi. Þrautreynd íslenzk bókhaldsforrit fyrir fyrirtæki og sveitarfélög. SUPERBRAIN er einnig fáanleg sem fjölnotendakerfi með allt að 92 Mb hörðum diski til gagnageymslu. Hverjar sem þarfírnar kunna aó vera þá er SUPERBRAIN tölvan til í réttri útfærslu. í staó þess aó vera leikfang án möguleika á stækkun þá er SUPERBRAIN fullkomió atvinnutæki sem stækkar meó fyrirtækinu. Við bjóðum ennfremur mismunandi gerðir prentara frá TEXASINSTRUMENTS, EPSON, MPI og NEC. 80*150 stafir/sek. íslenzkt letur á skjá og prentara. VIÐHALDSDEILD OKKAR ANNAST ÞJÓNUSTU Á UM 200 ÖRTÖLVUKERFUM. OKKAR REYNSLA ER TRYGGING FYRIR TÖLVUNOTANDANN. SKRIFSTOFUTÆKNI HF. ÁRMÚl7\ 38,105 REYKJAVÍK, SlMl 85455. PO. BOX 272. 7.150 kr. útborgun ínýjan bíl! 35.000krónur íánaðar / 8 mánuði '82 árg. fólksbíll verð kr. 42.150.- '82árg. statíon verð kr. 44.500,- Ingvar Helgason Vonarlandi .Sogamýri 6 sími 33560 Varahlutaversluri/ Rauðagerði Símar: 84510 & 84511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.