Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. 5 Ásmundur Stefánsson, forseli ASÍ. DV-mynd Sigurfiur Þorri. Ásmundur Stefánsson f orseti ASÍ: Veit ekki til hvers konar viðræðna ríkis- stjórnin vill stofna í skýrslu rikisstjórnarinnar um efna- hagsmál sem kynnt var við útvarpsum- ræður í gærkvöld, segir nt.a. að rikis- stjórnin muni nú þegar stofna til við- ræðna við samtök launafólks og aðra hagsmunaaðila atvinnulífsins um við- miðunarkerfi, sent gæti komið í stað núverandi vísitölukerfis. Af jrví tilefni hafði DV samband við Ásmund Stefánsson forseta Alþýðu- sambands íslands. Hann sagðist ekki vita til hvers konar viðræðna ríkis- stjórnin vildi stofna, en gangi Alþýðu- sambandið til viðræðna við ríkisstjórn- ina um vísitölukerfið, liggi kröfur þess Ijóst fyrir. Hann sagði að kröfur ASÍ í þessu sambandi hefðu þegar verið kynntar. í samningaviðræðunum á síð- asta ári fór ASÍ fram á það að skerð- ingarliðir Ólafslaga yrðu felldir burt og að kaupmáttarhrap á tímabilinu ntilli útreikningsdaga vísitölunnar yrði bætt. Það verði að tryggja að nriklar verð- hækkanir strax að loknum útreikningi vísitölunnar valdi ekki kaupmáttartapi, sagði Ásmundur Slefánsson. —ÓKF r i r Alfreð Þorsteinsson ritari ISI: Fullyrðingar Arnar- f lugs eru út í hött ,,Það hefur ekki verið undirritaður samningur við Arnarflug um neitt annað en það að íþróttahópar fái af- slátt á sérleiðum þess, innanlands” sagði Alfreð Þorsteinson, ritari ÍSÍ, i tilefni af frétt DV í gær um nýgerðan samning ÍSÍ og Arnarflugs. ,,Ef Arnarflug ætlar hins vegar að fljúga með íþróttafólk á áætlunar- leiðum Flugleiða, sem enginn getur bannað því þýðir það að viðkomandi iþróttafélag eða íþróttadeild, á það á hættu að missa rétt sinn á afslætti með Flugleiðum. Það eru hreinar línur, enda höfum við gert umbjóðendum okkar i íþróttahreyfingunni Ijóst að annað hvort verði santningurinn við Flugleiðir nýttur allur eða ekki”, sagði Alfreð enn fremur. Hins vegar mælti ekkert á móti því, að íþróttafólk flygi á sérleiðum Arnarflugs. Það bryti ekki í bága við samning ÍSÍ og Flugleiða og enginn réttur til afsláttar tapaðist vegna þess.i Alfreð sagðist þess vegna vilja visa algjörlega á bug fullyrðingu Magnúsar Oddssonar hjá Arnarflugi þess efnis, að ÍSÍ og Arnarflug væru sammála um einhverja aðra túlkun en að framan greinir. Hann sagði enn fremur að allt tal um einokunarsamninga væri út í hött. Enginn aðili innan íþróttahreyf- ingarinnar væri skyldugur að ferðast með Flugleiðum. Afsláttur Flugleiða stæði aðilum íþróttahreyfingarinnar sem þyrftu að ferðast vegna keppni, æfinga eða fundarhalda, opinn með áðurnefndum skilyrðum. Það væri frjálst val, hvort menn vildu nýta slíkt eða ekki. ,,En svo virðist”, sagði Al- freð, ,,að íþróttafólk telji Flugleiða- samninginn mjög hagstsáðan, þvi að á hverjum degi eru afgreiddar farmiða- beiðnir frá skrifstofu ÍSÍ til íþrótta- fólks samkvæmt samningnum, þótt nú sé sá árstími sem ferðalög þess eru i lág- marki.” Að lokum sagðist Alfreð Þorsteins- son vilja taka fram að samningur sá scm ÍSI hefði gert við Flugleiðir væri bæði eðlilegur og rökréttur, þar sem Flugleiðir væri eina flugfélagið sem gæti veitt íslenzku íþróttafólki alhliða þjónustu i innanlands- og utanlands- flugi. Einnig hefði verið rökrétt að semja við Arnarflug um innanlandsflug á þeirra áætlunarleiðum. Báðir þessir samningar hefðu þýðingu fyrir íþrótta- fólk í landinu. FÖSTUDAGSKVÖLD í JliHÚSINU I í JIIHÚSINU OPIÐ DEILDUM TIL KL. 10 I KVÖLD ÞORRÁMATUR - ÞORRAMATUR - ÞORRAMATUR MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar á flestum vöruflokkum. Allt niður i 20% út- börgun og lánstími allt að 9 mánuðum. JIBÍ Jón Loftsson hf. t Hringbraut 121 A A A A A A m □ cz d lz ^mufqdl QL OD IE 2 r- Ld UUIj:i.|;i-J-j,i? - uum.j I I UHriBBBBianiUilllHlln Simi 10600 OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 9-12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.