Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. Spurningin Hefur þú farið á skíði til þessa? Judith Traustadótlir: Nei, en ég ætla að fara um helgina. Rikey Garðarsdóttir: Nei, ég hef ekki farið hingað til. Ætli maður drífi sig ekki um helgina. Örn Kngilbertsson: Nei, ég hef ekki farið ennþá. Ég er búinn að lofa sjálfum mér að fara bráðlega. Hallgrímur Hallgrímsson: Nei, þaðhef ég ekki gert enn sem komið er. Ég ætla að drífa ntig bráðlega. Anna Lárusdóttir: Nei, ég stunda ekki skíðaferðir og hef ekki hugsað mér að breyta út af þeirri venju. ^ Olga Sigurðardóttir: Nei, en ég fer örugglega einhvern tíma á næstunni. Það hefur ekki verið neinn snjór i fjöllum til þessa. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Vistunarmálum geðsjúkra afbrotamanna fylgt eftir — nánari umsagna leitað Siðastliðinn mánudag, 25. jan., var itarlega fjallað um vistunarmál geðsjúkra afbrotamanna í lesenda- dálki blaðsins. Vegna sjónarmiða þeirra, sem þar koma fram, ákvað blaðamaður að fylgja þvi máli nán- areftir. í bréfi Guttorms Sigurðssonar (i áðurnefndu blaði) stendur m.a.: „Er það satt að manni þeim, sem framdi ódæðið í Þverholtinu, hafi verið vísað af Kleppi áður, á þeim forsendum að hann væri of vitlaus til aðvera þar?” Þessi ummæli ollu því að blaða- maöur ákvað að hafa tal af foreldr- um mannsins, sem hér er um að ræða, Hallgríms Inga Hallgríms- sonar: þeim Ingibjörgu Pálsdóttur og Hallgrími Konráðssyni. Birtist frásögn þeirra óstytt hér á síöunni. Jafnframt leitaði blaðamaöur umsagna ýmissa þeirra er koma við sögu í frásögn foreldra Hallgríms lnga. Þess skal þó sérstakiega getið, að Margrét Sveinsdóttir félagsmála- fulltrúi mun senda okkur athuga- semdir sinar vegna þessa málefnis síðar þar eð hún var önnum kafin og fyrirvarinn var mjög naumur. Athugasemdir Margrétar munu birtast hér á siðunni strax og þær berast. -FG. Hallgrímur Konráðsson og Ingibjörg Pálsdóttir, foreldrar Hallgríms Inga: Getum ekki fyrírgefíð geð- læknunum að þeir skyldu nefía að taka Hallgrím að sér Hallgrímur hefur verið í einangrun í Siðumúlafangelsinu síðan 5. desem- ber sl. og höfum við ekki fengið að hitta hann né sjá síðan. Hann hefur einu sinni fengið að hringja, en það var í fyrstu. Við höfum fengið að senda honum pakka og Örn Clausen, lögfræðing- urinn hans, og séra Einar Gíslason hafa heimsótt hann. Svo hefur örn Clausen fengið Karl Strand geðlækni til þess að tala við hann. Strax sem smábarn var Hallgrimur mjög innhverfur og hafði engan fé- lagsskap frá neinum. Þegar hann svo byrjaði í skóla fór allt í hönk; hann kom þá oft grátandi heim, töskulaus og allslaus. En einn kennari reyndist honum þó vel og hjálpaði honum mikið og það er hún Margrét Thorlacius. Sextán ára gamall fer hann siðan fyrst í tugthús og um það bil ári síðar leituðum við til landlæknis, því Hall- grímur var svo djúp sokkinn í lyfin. Heimilislæknirinn hans, Ólafur Mixa, gat ekki komið honum neins staðar fyrir en lét hann hafa nóg af lyfjum. Við vorum svo hrædd við það því Haligrímur gerði aldrei neitt nema undir áhrifum lyfja. Um leið og runnið var af honum vildi hann helzt skila því sem hann hafði stolið í vím- unni, en þá, því miður, þegar eytt eða selt í þessu annarlega ástandi. Hann Haukur Bjarnason rann- sóknarlögreglumaður veit allt um það og sagði einu sinni: „Hallgrímur segir alltaf satt á endanum. Einnig væri rétt að tala við Njörð Snæhólm yfirlögregluþjón sem líka þekkir Hallgrím. En þegar við snerum okkur til landlæknis þá hringdi hann strax í Lárus Helgason geðlækni sem neitaði að taka við Hallgrimi, á þeim for- sendum að á Kleppi væri þá ekkert pláss að fá. Svo komst hann upp í Hlaðgerðarkot, fyrir milligöngu landlæknis, en þar tolldi Hallgrimur lítið enda ekki búið að svipta hann sjálfsforræði. Óslitin harmakeðja Síðan hefur þetta verið óslitin harmakeðja lyfjanotkunar og af- brota. Við höfum gengið frá manni til manns, innan heilbrigðis- og dómskerfisins, og reynt að fá hjálp því við gerðum okkur grein fyrir því að Hallgrímur var orðinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. Þegar árið ’74 var ástandið orðið svo til óbærilegt og þá létum við svipta hann sjálfsforræði — en núna þykjast þessir menn ekkert hafa vitað af því (hér er átt við geðlækn- ana). Grímur Magnússon, læknir í Domus Medica, hefur alltaf sagt að Hallgrímur væri með geðklofaein- Foreldrar Hallgrims Inga Hallgrímssonar telja geðsjúkrahúsin hafa brugðizt þegar mest lá við. Myndin er af Kleppsspít- alanum. kenni er gætu brotizt út á hvaða aldri sem væri. Og Grímur heimsótti hann ifangelsiðtá Skólavörðustíg, þegar Hallgrímur var þar, og reyndi að hjálpa honum eftir mætti. Það var samt ekki fyrr en við geng- um sjálf í það að svipta Hallgrím sjálfsforræði að okkur tókst að ná fundum geðlækna, og þá með aðstoð Davíðs Þjóðleifssonar hjá Vernd. Hallgrímur komst síðan inn á Kleppsspítalann, ekki þó strax eftir sjálfsforræðissviptingu, eins og lög- reglan bjóst við, heldur einum tveim vikum síðar, að okkur minnir. Mátti lögreglan sitja uppi með hann á meðan. Lögreglan hefur gert allt sem f hennar valdi hefur staðið Við viljum nú sérstaklega geta þess að lögreglan hefur gert allt sem í hennar valdi hefur staðiö til þess að hjálpa okkur með Hallgrím og vistað hann þegar geðsjúkrahúsin hafa brugðizt. Meðal annars hefur Guð- finnur Sigurðsson lögreglumaður margoft reynt að koma Hallgrími í hvers konar læknismeðferð. Magnús heitinn Kjartansson, fyrr- verandi ráðherra, Adda Bára Sigfús- dóttir og Margrét Sveinsdóttir, hjá Félagsmálastofnun, tóku síðan hönd- um saman um að koma Hallgrími í meðferð í Noregi. Því miður var hann ekki settur á lokaða stofnun og var sendur heim eftir mánuð vegna þess að hann hafði strokið í áfengið og lyfin niðri í Osló. Svo var það siðast í fyrra að Hall- grímur var settur inn á Kleppsspítala, fyrir milligöngu Jóhannesar Berg- sveinssonar geðlæknis. Hallgrímur tolldi þar einhvern tíma, hvort það var hálfur mánuður munum við ekki nákvæmlega. Þeir (geðlæknarnir) neituðu hins vegar að halda honum, þrátt fyrir sjálfsforræðissviptinguna, og kom að því að Hallgrímur vildi ekki vera þar lengur. Fljótlega sá hann sig samt um hönd og vildi komast inn aftur en þá þverneituðu geðiæknarnir að taka við honum. Hallgrímur var þá farinn að finna sjálfur að hann þurfti á læknishjálp að halda, því honum var ekki sjálf- rátt, enda hefur skammdegið alltaf haft svo slæm áhrif á hann. Tveim dögum fyrir hinn hörmu- lega atburð hér í Þverholtinu hvolfd- ist hann síðan í áfengið og lyfin — og svo fór sem fór. Á hvaða grundvelli var stœtt á að neita? Við megum ekki til þess hugsa hvað hann gerði þessari vesalings ungu stúlku — og við getum ekki fyr- irgefið geðlæknunum að þeir skyldu neita að taka Hallgrím að sér og halda honum. Á hvaða grundvelli er þeim stætt á að neita sliku þegar við vorum búin að láta svipta hann sjálf- ræði? Séra Jón Bjarman fangelsisprestur hefur fylgzt með þessu öllu og veit að þetta er satt. Við hörmum af öllu hjarta það voðaverk, sem Hallgrímur vann, og megum varla til þess hugsa að svona hefði kannski ekki þurft að fara ef geðlæknarnir hefðu ekki neitað að taka við honum. Okkur hefur líka svo oft langað til að hafa samband við foreldra ungu stúlkunnar en höf- um ekki treyst okkur til þess fram að þessu. Við viljum gjarnan nota þetta tækifæri til þess að þakka þvi fólki sem hefur stutt okkur í raunum okk- ar gegnum árin og þá ekki sízt eftir hinn hörmulega atburð. Sérstaklega þökkum við vinum okkar, sem ekki hafa brugðizt, og þeim manni sem sendi okkur jólaglaðninginn með séra Jóni Bjarman. Lárus Helgason yfirlæknir: „Ég ræði ekki um málefni ein- stakra sjúklinga í blöðunum, Árið 1974, er landlæknir á að hafa hringt til mín og beðið um pláss, var ástand- ið sízt betra en það er núna. Því er líklegt að ég hafi neyðzt til þess að neita um pláss það augnablikið. Hins vegar er ætíð reynt að veita einhverja úrlausn og vona ég aö svo hafi einnig verið í þetta skipti,” sagði Lárus Helgason, yfirlæknir við Kleppsspitalann. -FG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.