Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. 13 Kjallarinn Gísli Baldvinsson skólum að þeir dönsku eru einsetnir en sumir islensku skólarnir tvi- eða þrísetnir. Þetta er gífurlegur að- stöðumunur þar sem einsetning gerir samfelldan skóladag mögulegan. ís- lenskar stundaskrár eru yfirleitt göt- óttar. Þetta veldur því að nemendur eru sífellt að koma og fara. í stuttum stundahléum gefst ekki timi til að fara heim og þá verður sjoppan nær- tækust. Samfelldur skóladagur hlýlur að vera réttindamál nemenda. Þeir verða að fá aðstöðu til að vinna verkefni sín í skólanum. Það tíðkast ekki á vinnumarkaðnum að eftir langan vinnudag séu verkefnin tekin heim og unnið að þeim i kvöldvinnu. Einnig þarf að breyta þeim hugs- anahætti að það sé ófínt að koma með nesti í skólann. Væri skólinn einsetinn væri hægt að gefa nemend- um klukkutíma matarhlé og koma þeir þá mettir og hressir til starfa eftir hádegi. En kostar einsetning skólanna ekki líka peninga? Jú, að vísu, þvi fleiri fermetra þarf á hvern nemanda. Kemur sá kostnaður ekki margfalt til baka? má spyrja á móti. Það þykir mér líklegt því að þegar allt kemur til alls verður niðurstaðan óhagstæð. Þvi miður virðist það skoðun ráðamanna að þegar fækkun verður í hverfum borgarinnar og skólarnir loksins komnir með þann fjölda nemenda sem þeir voru hannaðir fyrir, eigi að leggja þá niður. Það dettur engum i hug að leggja niður spítala þótt sjúklingum fækki. Þetta skilningsleysi má eflaust rekja til þess að skólamenn eru of hógværir í baráttu sinni við kerfið. Málsvarar nemenda verða oft kenn- ararnir sjálfir enda má tengja saman bættan aðbúnað nemenda og kenna- ra. Þurfa kennarar að nærast? í kvikmyndinni um Jón Odd og Jón Bjarna ræða þeir félagar um það sín á milli hvort sé betra að eiga kenn- ara eða sjómann fyrir föður. Þeir telja sjómanninn vinna þarft verk, hann t.d. bjargi fólki úr sjávarháska en kennarinn bjargi engum. Þá minnast þeir þess að pabbi þeirra tví- buranna sem er kennari kaupi svo mikið af bókum að engir peningar séu til fyrir mat. Það sé slæmt því óskaplega hljóta bækur að vera bragðvondar. í kjarasamningum fyrir opinbera starfsmenn segir orðrétt: Starfsmenn sem eru við störf á föstum vinnustað skulu hafa aðgang að matstofu eftir þvi sem við verður komið. . . og síðan er sagt frá hvernig tryggja eigi þeim sem ekki hafi mötuneyti á staðnum flutning á mat starfsmann- inum að kostnaðarlausu. Einnig að hann greiði eingöngu útreiknað meðaltalsverð sem samsvari því að hann greiði. hráefniskostnað. Svo til að baktryggja starfsmanninn svo að hann verði ekki snuðaður þá á hann rétt á fæðispeningum sem svarar til launa fyrir hálfa klst. í dagvinnu enda séu þá uppfyllt eftirfarandi skil- yrði: a) Vinnuskylda starfsmanns sé minnst sem svarar hálfri stöðu á viku. b) Starfsmaður hafi vinnuskyldu á föstum vinnustað frá kl. 11.00 lil 14.00 að frádregnu matarhléi. Og rúsinan i pylsuendann: c) Matarhlé sé aðeins liálf klst. eða kennslustund i skólum. Þetta hefur verið túlkað þannig að kennarar sem skili ekki stundaskrár- vinnu til kl. 14.00 falli ekki undir þennan rétt. Kennarar eru með öðrum orðum sá þjóðflokkur sem ekki þarf að nærast. Hann nýtur þvi ekki þessara réttinda frekar en í mörgum öðrum málum sem talin eru sjálfsögð mannréttindi. Má nefna fæðingarorlofið sem dæmi. Þegar svo viðsemjendum okkar er bent á að kennarinn sé ekki endilega rokinn úr skólanum eftir bekkjar- kennsluna þá deila ríkið og sveitar- félagið um það hvort þeirra eigi að greiða kostnaðinn við mötuneytiö. Og þannig standa málin í dag. Það sem kennarar fara fram á i stuttu máli er að hinar svokölluðu kaffi- ráðskonur, sem ráðnar eru við skól- ana til að hella upp á kaffi tvisvar á dag og smyrja nokkrar brauðsneiðar, verði ráðnar á matráðskonukaup sem er töluvert hærra enda umfang starfs- ins í samræmi við það. í flestum skólum er mötuneytisaðstaða og þar sem hún er ekki má bæta úr með litium tilkostnaði. Því er nú einu sinni þannig farið með kennara að þeir eru ekki vanir að vekja á sér athygli með hávaða og upphlaupum. Þcir kjósa frekar að koma sínum málum í gegn með lempni eins og þeir temja nemendum sinum í skólastofunni. En þurfi kennarinn að draga fram reyrinn úr hornskápnum er eins gott að yfir- völdin séu ekki nálæg og með buxurnar á hælunum. Gísli Baldvinsson kennari Gott mötuneyti bætir líðan starfsmannanna, segir greinarhöfundur. sig þá kjaraskerðingu, sem af hlýst? Þetta þykir mörgum vera erfið spurning. Sumir bregðast reiðir við og upphefja mikil ræðuhöld um vanda atvinnuveganna. Aðrir fara hjá sér og segjast ekkert vit hafa á pólitík. Svo eru þeir, sem þá skyndi- lega þurfa að flýta sér heim í matinn. En spurningin er auðvitað ekki erfið fyrir það skynsama og vel menntaða fólk, sem landið byggir. Erfiðleikarnir eru fólgnir í að þurfa að horfast í augu við svarið. Þess vegna eru þeir menn svo vinsælir hjá mörgum íslendingum, sem segja fólki, að það þurfi ekki að gera sér neina rellu út af sliku. Þeim mun mjúklegar sem svefnljóð þetta er kveðið yfir heilbrigðri skynsemi og samvisku fólks, þeim mun vinsælli verður kvæðamaður. Billega sloppið í tíu ár höfum við íslendingar barist við afleiðingar óðaverðbólgu. Engum blandast hugur um, að hún hefur valdið okkur þungum búsifjum — grafið undan efnahagslífi þjóðar- innar og stöðvað lífskjarasókn hennar. Flestum er ljóst, að mestur hluti vandans er heimatilbúinn. Þegar framsóknarmenn og komm- únistar komust til valda — en völd þeirra hafa einkennt stjórnmálasögur sl. áratugs — hófst öld óstjórnar ög óráðssíu í þjóðarbúskapnum. Þar var allri aðgát og fyrirhyggju varpað fyrir björg, en þess í stað látið vaða á súðum; öllu sólundað, sem höndum var yfir komið ogWað á lánum þegar sjálfsaflafé þjóðarinnar dugði ekki. Þetta búskaparlag var ósköp þægi- legt svona frá degi til dags en skapaði þann mikla verðbólguvanda, sem verið hefur fylgifiskur okkar allan sl. áratug. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til þess að takast á við verð- bólguna og afleiðingar hennar á þessum tíma. Þeim tilraunum hafa verið gefin mörg nöfn — nú síðast niðurtalning. öll úrræðin hafa þó verið á sömu bókina lærð: Tíma- bundnar verðstöðvanir, miklar niðurgreiðslur, örar gengisbreyt- ingar, frestanir eða niðurfellingar á greiðslum vísitölubóta á laun o.s.frv. Landsmenn hafa margfalda reynslu af slíkum aðgerðum. Ávallt hefur niðurstaðan orðið sú sama. Tekist hefur að draga úr verðbólgu eins og hún er mæld á opinbera mæli- kvarða um nokkra mánaða skeið. Síðan hefur allt fallið í sama gamla farið. Öll vitum við þetta. Öll vitum við að nýjar aðgerðir af þessu sama tagi, sem ríkisstjórnin ráðgerir, munu fara nákvæmlega á sömu leiðina. Samt eru margir, sem þrátt fyrir allr vilja fá að trúa því, að nú hljóti þetta að ganga. Vilja fá að trúa því, að verið sé að reyna eitthvað nýtt, þótt þeir viti betur. Hvers vegna vilja menn láta blekkja sig með þessum hætti? Vegna þess, að menn eru alltaf að vona, að hægt sé að sleppa billega frá vandanum. Menn viðurkenna vandantál óðaverðbólgunnar. Menn vita innst inni, að ekki verður fundin nein lausn á þeim erfiðleikum nema með því að takast á við þær stað- reyndir efnahagslífsins, sem að baki búa og skapað hafa þetta vandamál. Menn óttast, að slik breyting kunni að reynast erfiðleikum bundin. Svo, þegar sléttmálir menn á borð við for- sætisráðherra vorn birtast og segja, að ekki þurfi annað til en að spara eitthvað í ríkisrekstrinum og lækka verð á kjöti, smjöri og kartöflum ásamt e.t.v. að fresta greiðslum fárra vísitölustiga, þá varpa menn öndinni léttara og vilja gjarna trúa þessu. Móti betri vitund vill fólk láta sann- færa sig um, að annað og meira þurfi ekki til. Það sé hægt að „sleppa billega”. Dómur reynslunnar Þjóðin á að fenginni reynslu að vita betur. Þekking hennar og atgervi á að gera það að verkum. Kjarni málsins er, að þrátt fyrir þessa þekk- ingu, þetta atgervi og þessa reynslu, vilja margir láta blekkja sig. Það þykir auðveldara á liðandi stund en að horfast í augu við staðreyndir. Menn vita líka, ef þeir vilja vita, að þessar „billegu lausnir” eru ekki billegar, þegar til lengdar lætur. Staðreyndin er sú, að með ítrekuðum úrræðum af því tagi, sem nefnd hafa verið og duga aðeins til þess að skjóta vandamálum á frest uns næstu bráðabirgðaúrræði taka við, hefur lífskjaraskerðingin orðið miklu meiri en orðið hefði ef menn hefðu tekist á við vandamál efnahagslífsins með varanlegum úrræðum strax i upphafi í stað þess að skjóta þeim á frest með „auðveldu lausnunum” eins og gert var. Dæmigert um þetta er reynslan af sl. 2 árum. Við alþýðuflokksmenn lögðum fram tillögur um gerbreyt- ingar á meðferð efnahagsmála I stjórnarmyndunarviðræðunum um áramótin 1979—1980, sem fólu í sér kerfisbreytingar í lána- og peninga- málum, vísitölumálum, ríkisfjár- málum, skattamálum, málefnum at- vinnuveganna, stjórn. fjárfestingar- mála o.fl. Við drógum aldrei dul á, að þessar tillögur gerðu ráð fyrir verulegum breytingum á efnahags- stjórnun — m.a. stöðvun á hinni stórháskalegu fjárfestingarpólitik varðandi stækkun fiskiskipastólsins og til aukningar á óarðbærri fjárfest- ingu í landbúnaði — og að allt væru þetta viðkvæm mál. Við drógum auk þess ekki dul á, að tillögur okkar myndu hafa i för með sér tíma- bundna launahækkun nema hjá þeim lægst launuðu, sem við gerðum ráð fyrir að veitt yrði kaupmáttar- trygging. Umsögn Þjóðhagsstofn- unar um þessar tillögur okkar var á þá lund, að með þeim tæki u.þ.b. tvö ár að komast út úr vitahring óðaverð- bólgunnar en eftir það færi kaup- mátturinn aftur vaxandi og almenn lífskjör batnandi enda þjóðar- búskapurinn þá kominn á traustan grundvöll. Fórn til einskis Viðmælendur okkar úr Fram- sóknarflokki og Alþýðubandalagi tóku tillögum okkar viðs fjarri. Alþýðubandalagsmenn neituðu svo mikið sem að ræða málið við okkur. Formaður þingfiokks Framsóknar- flokksins sagði, að tillögur okkar væru grálúsugar. Þessir herramenn sögðust hafa annað og betra fram að færa. Gott og vel. Þeir hafa fengið að spreyta sig. Það eina, sem frá þeim kom, var gamla niðurgreiðslu- og vísitölu- möndlið. Og hver varð árangurinn? Raunverulegur kaupmáttur launa er nú lægri en hann hefði verið sam- kvæmt þessum „grálúsugu” tillög- um okkar, en árangurinn í baráttunni við verðbólguna er nákvæmlega enginn. Þar stöndum við I sömu sporum og við stóðum fyrir tveimur árum. Verðbólgan frá 1. nóvember til 1. febrúar er yfir 12% sem samsvarar 58% verðbólgu á heilu ári. Launafólk hefur ekki sloppið við fórnir. Munurinn er sá einn, aðallar þær fórnir hafa reynst unnar fyrir g^g. Er gagn að rikis- stjórninni? Heil þjóð getur ekki lifað til lengdar á flótta frá sannleikanum. Jafnvel þótt menn vilji lifa i sjálfs- blekkingu vegna þess misskilnings, að slíkt sé sársaukaminnst, þá gengur það ekki til lengdar. Þótt menn fegnir vilji, þá geta menn ekki vísað öllum vandamálum til lausnar framtíðar- innar. Jafnvel þótt menn svo kjósi, þá getur heil kynslóð ekki framfieytt sér á að stofna til skulda, sem hún ætlar börnunum sinum að borga. Menn hafa gert þetta undanfarin ár án þess að leiða hugann að því hve mikla vinnu né hve mikla skatta- áþján börnin okkar þurfa á sig að taka í framtíðinni til þess að greiða þau erlendu lán, sem við höfum verið að taka — ekki til þess að afla nýrra og arðbærra framleiðslutækja heldur til þess að standa undir herkostnaðin- um af bullandi efnahagsóstjórn Framsóknar og kommúnista, stjórn- lausri fjárfestingu í arðlausum fyrir- tækjum og viðfangsefnum ásamt rekstrartapi opinberra fyrirtækja og ríkissjóðs. Nú þegar er byrði afborg- ana og vaxta komin upp i 19% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar, Mikið lengra verður ekki komist. Af skiljanlegum ástæðum hef ég ekki bundið miklar vonir við núver- andi ríkisstjórn. Kannski getur hún þó komið einu góðu til leiðar: Orðið til þess, að sá vefur blekkingar og sjálfsblekkingar, sem glapið hefur fólki sýn, falli loks frá augum þess. Fái menn sig svo fullsadda af núverandi rikisstjórn og „úrræðum” hennar, að sú kynslóð, sem nú er upp á sitt besta hætti flótta sinum frá veruleikanum, hverfi frá sjálfsblekk- ingu og hafni boðskap þeirra, sem kveða vilja skynsemi og samvisku fólks I svefn með sléttmælgi og mjúk- yrðum, þá hefur rikisstjórn Gunnars Thoroddsen ekki unnið til einskis. Þvert á móti væri þá von til að þjóðin gæti loks farið að nota reynslu sína, menntun, dugnað og skynsemi til þess að vinna sig út úr vandanum með því að gera þær breytingar á stjórn þjóðarbúsins og meðferð fjár- muna, sem vissulega eru hvorki vandalausar né án erfiðleika fyrst í stað, en gefa mönnum þó í aðra hönd vissu um, að þær muni skila árangri til betri lifskjara og aukins öryggis, öfugt við þær árangurslausu lifs- kjarafórnir, sem fólk hefur verið látið færa að undanförnu. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður A „Þegar Framsóknarmenn og kommún- istar komust til valda — en yöld þeirra hafa einkennt stjórnmálasögu sl. áratugar — hófst öld óstjórnar og órádsíu í þjóöarbú- skapnum. Þar var allri aögát og fyrirhyggju varpað fyrir björg, en þess í staö látið vaða á súðum,” segir Sighvatur Björgvinsson meðal annars í grein sinni. á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.