Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Qupperneq 32
Eftir próf kjör Sjálfstæðisf lokksins á Seltjarnamesi: JÓN OG KRtSTÍN TAKA EKKISÆT1Á USTANUM Tveir af þeim Seltirningum sem náðu hugsanlegum varamannasætum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins ætla ekki að taka sæti á lista flokksins. Jón Gunnlaugsson læknir, sem varð 6. í prófkjörinu, og Kristin Frið- bjarnardóttir félagsmálafulltrúi, sem varð 9. hafa tilkynnt kjörnefnd flokksins þessa ákvörðun. Formaður kjörnefndar, Gísli Olafsson forstjóri, staðfesti þetta í morgun. ,,Ég náði ekki þeim árangri sem ég vonaðist eftir. Nú hef ég setið sem varamaður í tvö kjörtimabil og mér finnst ég ekki hafa þau áhrif sem ég vildi á ýmis áhugamál mín í bænum. Þess vegna dreg ég mig í hlé,” sagði Jón Gunnlaugsson læknir. „Mínar ástæður eru þær að ég náði ekki bindandi kjöri á listann og fyrst svo varð tel ég réttara að halda mínu striki óbreyttu í bili. Ég neita því ekki að mér mislíkar að persónu- legur áróður skuli hafa meiri þýðingu en störf fyrir bæjarfélagið í svona kjöri. Ég er þó ekki sár og þar sem allir þeir sömu og áður náðu kjöri í aðalsæti er vel séð fyrir málum næsta kjörtimabil,” sagði Kristín Frið- bjarnardóttir. I prófkjörinu náðu sjö þeir efstu bindandi kosningu og Jón þar á meðal. Stefnt mun að því að leggja fram tillögu kjörnefndar á fundi á fimmtu- daginn kemur. HERB Theódór Þorvaldsson fyrir miöri mynd með vinningsseðilinn í hendinni. Með honum eru eiginkonan, Hlíf Leifsdóttir, tíu ára gömul dóttir þeirra, Karen, og fylltrúar D V, þeir Páll Garðarsson dreifingarstjóri, til vinstri, og Ótafur Eyjólfsson skrifstofustjóri. ’ D y.mynd S. Theódór Þorvaldsson, Mosgerði 10, vann Isuzu-bíl í áskrifendagetraun DV: „ÉG TRÚIÞESSU EKKI...” sagði vinningshafinn þegar f ulltrúar DV bönkuðu upp á hjá honum „Ég trúi þessu ekki. . . ég trúi þessu ekki,” sagði Theódór Þorvaldsson, til heimilis að Mosgerði 10, Reykjavik, er DV-menn bönkuðu að dyrum heimilis hans um kvöldmatarleytið í gær og til- kynntu að hann hefði unnið splukunýj- að Isuzu Gentini-bíl í áskrifendaget- raun blaðsins. „Þetla var óvænt. Og ég sem var að enda við að lesa í blaðinu að það ætti að draga árdegis. Ég er svo aldeilis hissa,” sagði hinn heppni DV-áskrif- andi. hug að það gæti kannski verið að ég hefði. . .,” svaraði Theódór, greinilega enn varla farinn að jafna sig eftir hin óvæntu og gleðilegu tíðindi. „Ég var búin að ákveða að bjóða manninum mínum í bíó kvöld en ætli ég verði ekki aðendurskoða það. En nú er maturinn orðinn viðbrenndur þannig að ég býst við að ég verði um út að borða í staðinn konan og brosti. að bjóða hon- ,” sagði eigin- -KMU. r Utvarpsumræðurnar um „pakkann” ígærkvöld: Skammtímalausn Theódór Þorvaldsson er stöðvarstjóri rafstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Flann ekur því daglega um langan veg i vinnuna og til þess hefur hann notað Toyota-bíl, árgerð 1975. „Við höfum einmitt verið að tala um að fara að skipta um bíl. Nú þarf ég ekki að hugsa meira um það,” sagði Theódór. En hvernig eru viðbrögð eiginkon- unnar, Hlífar Leifsdóttur? „Þetta er virkilega notaleg tilfinning. Þetta hefur reyndar áður komið fyrir. Ég var ein með tólf rétta í getraunum fyrir tíu árum og vann þá 250 þúsund krónur sem var mikill peningur. Þá gát- um við keypt bíl og farið í siglingu,” sagði Hlíf. Við spurðum Theódór hvað hann hefði fyrst hugsað þegar hann opnaði útidyrnar og sá þá Pál Garðarsson, dreifingarstjóra DV, og Ólaf Eyjólfs- son, skrifstofustjóra DV, standa í tröppunum: „Mér datt einna helzt í hug einhverj- ir trúboðar. En þegar þeir sögðust vera frá Dagblaðinu og Vísi datt mér nú i — um það voru menn sammala Efnahagspakki ríkisstjórnarinnar felur ekki i sér nema skammtíma- lausn. Um það voru jafnt stjórnar- sinnar sem stjórnarandstæðingar sammála í umræðunum sem var úl- varpað i gærkvöld. Þannig sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra að þetta væri skammtimalausn. Ríkisstjórnin mundi beita sér fyrir kerfisbreytingu í efnahagsmálum áður en áhrir pakk- ans nú rynnu út. Niðurgreiðslum yrði bcitt ttm tíma. Siðan kærnu skatta- lækkanir til greina að mati fram- sóknarmanna. Friðjón Þórðarson dómsmálaráð- herra sagði að vonir manna um álíka stórt skref í vcrðbólguhjöðnun og var á siðasta ári hefðu brugðizt í bili. Þó væri ekki ástæöa til að örvænta. Vandi okkar væri minni en margra annarra þjóða. Pakkinn mundi valda vonbrigðum þeirra sem taka vildu fastar á. Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra, Friðjón og fleiri lögðu áherzlu á mikilvægi þess að stcfnt væri að viðræðum hagsmunaaðila um nýtt viðmiðunarkerfi fyrir verð- tryggingu launa og fleira. Forsætis- ráðherra sagði að „þessi snúnings- vél” þyrfti viðgerðar við. Helzt þyrfti aðskipta um vél. Friðrik Sophusson (S) taldi pakk- ann fela i sér „loðnar yfirlýsingar um þokukennd markmið”. Skerða þyrfti verðbætur um 8—10% á seinni hluta ársins, ætti markmiðið um 35% verð- bólgu á árinu að nást því ekki yrði svigrúm til enn aukinna niður- greiðslna an mikilla skattahækkana. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra sagði að ríkisstjórnin vildi andæfa nú og hefja stórsókn siðar á árinu. Með því að greiða niður 6 vísitölustig mætti nú draga úr verðbólgu um 10—15% á árinu. Kjartan Jóhannes- son (A) sagði að útreikningar sýndu að i aðgerðunum nú fælist 4% bein kjaraskerðing. Steingrímur Hermannsson sjávar- útvegsráðherra taldi að endurskoðun visitölukerfisins þyrfti að Ijúka, áður en nýir kjarasamningar yrðu gerðir i vor. Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra sagði að nú hefðu allir stjórnar- aðilar heitið að við yfirlýst markmið- um 35% verðbólgu yrði staðið. Taka þyrfti því fastar á þegar lengra liði á árið. Rétt væri að leggja núverandi vísitölukerfi til hliðar. Ólafur G. Einarsson (S) sagði að nú mætti álykta að stjórnin sæti út kjörtíma- bilið. En hún mundi einkennast af dugleysi. Svavar Gestsson félags- málaráðherra sagði, flest benda til að stjórnin sæti út kjörtímabilið. Bene- dikt Qröndal (A) sagði að ráðherrar hefðu siðustu vikur verið að „endur- mynda ríkisstjórnina”, sem hefði verið komin að falli. Ráðherrar hefðu i alvöru verið farnir að tala um þingrof og nýjar kosningar. -HH. fijúlst, aháð dagblað FÖSTUDAGUR 29, JAN. 1982. Olíuskipin inn í fiski- höfnina í Keflavík — Urðu að leggja olíuleiðslu eftir hafnargarðinum þegarolíubryggjan brotnaðiíóveðrinu á dögunum „Bryggjutapið kom sem betur fer aldrei að sök þvi við vorum ágætlega byrgir af eldsneyti hér upp á velli,” sagði Knútur Hoiriis, stöðvarstjóri Olíufélagsins á Keflavíkurflugvelli, i viðtali við DV í gær. Eins og kunnugt er hvarf olíubryggjan í Keflavíkurhöfn svo gott sem alveg í óveðrinu mikla á milli jóla og nýárs og hafa olíuskip ekki getað komizt inn í Keflavíkurhöfn síðan til að iosa. Um höfnina fer öll olía sem þarf á báta- flotann i Keflavík svo og allt eldsneyti á þotur varnarliðsins og auk þess sú disil- olía sem notuð er á Keflavíkurflugvelli. Þegar olíubryggjan brotnaði var brugðið á það ráð, með leyfi siglinga- málastofnunar og eldvarnareftirlits, að leggja sérstaka leiðslu eftir hafnar- garðinum i Keflavíkurhöfn. Liggur hún að dæluskúrnum við gömlu olíubryggjuna. Með tilkomu þessarar nýju leiðslu verða olíuskipin að fara inn í fiski- höfnina til að losa og eru sjómenn og aðrir í Keflavík ekkert sérlega hrifnir af því. Hefur þetta orðið til þess að hleypa af stað enn meiri umræðum um Helgurvíkurmálið svonefnda þar syðra. „Það er mjög vandlega frá þessari leiðslu gengið og efnið í henni er bæði sterkt og þykkt” sagði Knútur Hoiriis. Leiðslan verður notuð i fyrsta sinn i dag en þá kemur Stapafellið nteð eldsneyti fyrir varnarliðið og verður því dælt beint í tankana umdeildu á Kefla- víkurflugvelli. -klp- LOKI Þingmennirnir verða að kaupa sór óvenjustórt páskaegg að þessu sinni, því páskafríið nær fram á haust hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.