Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. Stórff elldur þ jóf naður á f lugvélabensíni á ísafirði upplýstur: Eigandi flugfélagsins hand- tók þjófana sjálfur og færði þá á lögreglustöðina Tveir piltar á tvitugsaldri hafa játað á sig stórfelldan þjófnað á flug- vélabensini frá flugfélaginu Ernir á ísafirði. Nær þjófnaðurinn yfir ailt síðasta ár og jafnvel árið þar á undan. Lætur nærri að magn það sem piltarnir tveir hafa tekið nái tíu þúsund litrum af bensini en andviröi þess er á núgildandi verði um 60 þús- und krónur. Það var Hörður Guðmundsson, eigandi ftugfélagsins, sem handtók piltana og færði þá á lögreglustöðina á ísafirði: „Okkur var farið að gruna þetta strax í haust, enda óeðlileg rýrnun á bensíntanknum. Við létum lögregluna þá vita,” sagði Hörður Guðmundsson er DV ræddi við hann i gær. „Upp frá því höfðum við gætur á tönkunum og ég fór þarna inneftir á ólíklegustu tímum. Það var þó ekki fyrr en i fyrradag að ég náði þeim. Ég fékk upplýsingar um mannaferðir þarna innfrá og þegar ég kom að voru þeir að byrja að athafna sig,” sagði Hörður. ,,í rauninni átti þetta ekki að vera hægt en þar sem einn var kunnugur, hann vann við flugvöllinn um tima, gátu þeir notað einhverskonar lykla við þetta og tengdu framhjá. Þetta er svipað og þegar guttar eru að stela bílum, þeir tengja bara framhjá,” sagði Hörður. Hann sagði að þó þessir tveir hefðu komið þarna mest við sögu, hefðu fleiri félagar fengið að vera með. Við prufutöku á bensíni á bílum fannst flugvélabensín á þremur bílum. „Flugvélabensínið leynir sér ekki, það er miklu bláleitara og allt öðru- vísi,” sagði Hörður. Piltarnir mega eiga von á vélarbilunum i bilum sinum þar sem flugvélabensínið þykir ekki góður vökvi fyrir bilvélar. Piltunum tveimur hefur nú verið sleppt, en mál þeirra sent fulltrúa bæjarfógeta á ísafirði til frekari málsmeðferðar. —ELA Eskifjörður: Hreindýr leita íbyggö í frosthörkunum í vetur hefur oft komið fyrir að hreindýr hafi Ieitað niður i byggð. Hafa heilu hjarðirnar þá sézt hér alveg inni í kaupstaðnum eða verið rétt við bæjardyrnar, alll að 80—100 dýr. Ekki ber allt upp á sama dag því að á haustin þegar leyfð hafa verið dráp á dýrunum, hafa menn lagl mikið á sig til að komast í skotfæri við þau. Hafa menn gengið marga kilómetra upp um fjöll og firnindi til veiða. Veiðina hefur síðan orðið að bera til byggða á bakinu og hefur það oft tekið einn til tvo daga. En nú hefur það oftsinnis borið við að hrein- dýrin hafa komið í bæinn og verið fremur gæf eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Emil, Eskifirði/I)V-m.vnd Emil Thorarensen. Alþýðubandalagið: SIÐARIHLUTIFOR- VALS í REYKJAVÍK UM HELGINA Siðari umferð í forvali Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík til borgar- stjórnarkosninganna i vor fer fram í dag og á morgun. A nú að raða í tíu efstu sæti listans og er úr tuttugu og fimrn nöfnum að velja. Annars vegar núverandi borg- arfulltrúum og hins vegar þeim nöfn- um sem efst urðu i fyrri hluta forvals- ins. Nokkur forföll eru þó af þeinr lisla þar sem sjö eða átta manns af þeim tuttugu og einum sem efstir voru, gáfu ekki kost á sér. Þessi síðari umferð mun talin nokkuð bindandi fyrir efstu sæti end- anlegs framboðslista, en þó er kjör- nefnd heimilt að fara fram á breyt- ingar, þyki ástæða til. Opið verður á kjörstað sem er að Grettisgötu 3, í dag kl. 18—23 og á morgun kl. 10—23. -,IB. Forval hjá Alþýðu- bandalaginu á Akureyri Alþýðubandalagsmenn á Akureyri ganga til fyrra forvals fyrir væntan- legar bæjarstjórnarkosningar nú um helgina. Fer þar fram tjjnefning á nöfnum sem síðan verður raðað á endanlegan lista helgina 13. —14. febrúar, Alþýðubandalagið á nú tvo fulltrúa af ellefu i bæjarstjórn Akureyrar, en skráðir flokksfélagar eru eitthvað á annað hundrað. Kosið er i svonefndu Lárusarhúsi á Eiðsvallagötu I 8. -JB. Áfram rætt um sam- eiginlegtframboð í Mosf ellssveit Orðrómur hefur verið á kreiki um að slitnað hafi upp úr viðræðum um sameiginlegt framboð minnihluta- flokkanna í hreppsnefnd Mosfells- sveitar. Voru þær sagðar hafa strand- að á deilum um skipan fjórða sætis á lista. „Þetta er ekki rétt, viðræðurnar eru enn í gangi og fram komnar til- lögur sem ekki er ólíklegt að leysi málin,” sagði Haraldur Sigurðsson, formaður Framsóknarfélagsins í Mosfellssveit, í samtali við DV. í sama streng tóku aðrir sem rætt var við. -JB. KULDAKLÆÐNAÐUR FYRIR VINNU 0G LEIK SAMFESTINGAR, VÉLSLEÐAGALLAR HETTA JAKKI 0G Margra ára reyns/a hér/endis af Rf^lI/jUíW/L kulda. k/æðnaðinum hefur sannað einstaka endingu og kuidaþoi. Takmarkaðar birgðír Sendum ípóstkröfu ÁRNIÓLAFSS0N HF. Vatnagarðar 14, 2 hæð, sími 83188 Stjóm Hreyfils um Steindórsmálið: Skorar á stjornvold að stöðva reksturinn „Stjórn Hreyfils sf. lýsir yfir lull- urn stuðningi við stjórn bifreiða- stjórafélagsins Franta og úthlutunar- nefnd atvinnuleyfa vegna mótmæla þeirra er varða sölu á Bifreiðastöð Steindórs um síðustu áramót,” segir i yfirlýsingu frá Hreyfli. Vekur stjórn Hreyfils athygli á þvi að ásiðustu árum hafi verið fækkað i stétl atvinnubílstjóra. Þrátt fyrir það hafi Bifreiðastöð Steindórs haft þau forréltindi að halda sinunt 45 at- vinnuleyfum óskertum. Bendir stjórnin ennfremur á að síðan setl hafí verið á takmörkun at- vinnuleyfa skv. lögunt og reglugerð frá 1956, hafi atvinnubílstjórar á öllum öðrum bilreiðastöðvum i borg- inni lagt sín atvinnuleyfi inn til endurúthlutunar til þeirra launþega sem hafi lengstan starfsaldur i stétt- inni, svo sem lög og reglugerðir mæli fyrir um. Loks lýsir stjórn Hreyfils fyllsta stuðningi við stefnu samgöngu- ráðherra í tnálinu og skorar á stjórn- völd að stöðva rekslur bifreiðastöðy- ar Sleindórs hið fyrsta. Jafnteflií hiðskákinni Biðskák Guðmundar Sigurjóns- sonar og Kagans úr fyrstu umferð úr- xlitakeppni svæðamótsins í Randcrs lauk nreð jafntefli í gær. Bauð Kagan Guðmundi jafntelli i upphafi bið- skákarinnar. Að þremur umferöum ioknum hefur Guðmundur einn vinning. Muray frá fsrael er i efsta sæti með tvo og hálfan vinning og Lobron frá Vestur-Þýzkalandi í öðru með tvo vinninga. Guðmundur rnætir í dag Borik l'rá Vestur-Þýz.kalandi. Hel'ur Gttð- mundur svart. -KMU. Steindórs- menn fengu viku frest Lögbannsbeiðnin sem sanrgöngu- ráðherra lagði fram um stöðvun rekstrar Bifreiðastöðvar Steindórs var tekin fyrir hjá embætti borgarfó- geta í gær. Var ákveðið að gefa for- svarsmönnum stöðvarinnar viku frest til að leggja l'ram gögn máli sinu til stuðnings. Að þeint tíma liðnunt. úr- skurðar fógetaembættið hvort lög- bann skuli lagt á rekstur slöðvarinnar eða ekki. ________________ -JSS. Árangurslaus sáttafundur með hjúkrun- arfræðingum borgarinnar „Það kom frant tillaga frá borg- inni sem okkur þótti hreinlega ekki taka að ræða um. Svo það hefur aíls ekkert miðað i samkomulagsátt,” sagði Svanlaug Árnadóttir um sálla- l'und mcð hjúkrunarfræðingum Rey kj avikurborgar i gærmorgun. Fundurinn var stuttur og hefur annar ekki verið boðaður, þar sem ekki er talinn grundvöllur til við- ræðna á þessu stigi. Hjúkrunarfræð- ingar sem starfa hjá borginni munu hittast til fundar á mánudag, þar sem rætt verður um stöðuna og hvað framundan sé. „Við felldum þann aðalkjara- samning sem BSR B samþykkti um áramótin og munum alls ekki ganga að honum óbreyttum,” sagði Svanlaug. -JB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.