Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Side 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1982. frjálst, óháð dagblað Útgófufólag: Frjáls fjölmifllun hf. StjórnarformaAur og útgófustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgófustjóri: Hörflur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjónsson og Ellert B. Schram. Aðstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guflvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Síöumúla 8. Afgreiflsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Sími 27022. Simi ritstjórnar 88611. Setning, umbrot, mynda og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverfl á mánufli 100 kr. Verfl í lausasöiu 7 kr. Helgarblafl 10 kr. Lakari pakkarhafa sézt Sumt er gott í efnahagspakka ríkisstjórnarinnar, en annað lakara, svona rétt eins og gengur með slíka pakka. Þeir minna á fallegu páskaeggin, sem reynast hafa misjafnlega gómsætt innihald, en eru þó áfram keypt. Satt að segja hafa oft sézt lakari pakkar en þessi. Stundum hefur töluverður hluti reikningsins verið sendur skattgreiðendum. Nú á hins vegar að láta ríkið sjálft borga mest, með því að skera niður eigin rekstur þess. Matið á pakka sem þessum fer auðvitað eftir þeim kröfum, er menn gera. Miðað við það, sem hægt væri að gera, er pakkinn iélegur eins og fyrri daginn. Hann er aðeins bráðabirgðalausn til tæplega hálfs árs. Ef við hefðum samstæða ríkisstjórn, þar sem í senn væri starfað af dirfsku og einlægni, gæti þjóðin fengið betri og varanlegri pakka. En ekki er von á góðu, þegar samstarfsflokkarnir eru farnir að gjóta hornauga til kosninga. Ef matið á pakkanum byggist hins vegar á samanburði við afrekaskrár fyrri ríkisstjórna og spá um afrek þeirra, sem síðar munu fylgja, má segja, að ríkisstjórnin hafi komizt nokkuð laglega fyrir horn, eins og stundum áður. Nú verður vinnufriður í landinu fram í miðjan maí. Ekkert í pakkanum er til þess fallið að reita launa- mannafélögin til reiði. Þvert á móti gefur hann örlítið tóm og svigrúm til að þjarka dálítið um vísitöluna. Efnislega er vit í hugmyndum um, að taka þurfi meira tillit til viðskiptakjara í útreikningi verðbóta. Sömuleiðis að taka þurfi orkukostnaðinn út, svo að fölsunarnáttúra stjórnvalda sé ekki hemill á innlendri orkuvinnslu. Um langt skeið hafa rafveitur og hitaveitur, svo og orkuverin að baki þeirra, verið í fjársvelti til að halda vísitölunni niðri. Afleiðingin er í fyrstu umferð of mikil og dýr erlend lán og siðan hreinn orkuskortur. Versji þáttur efnahagspakkans er aukning niður- greiðslna landbúnaðarafurða um 375 milljónir króna. Þetta er elzta og algengasta aðferð stjórnvalda við fölsun vísitölunnar. Aðferðin er lifseig af því að hún er ódýrust. Að vísu hafa niðurgreiðslur áður verið þyngri baggi. Þær komust upp i 11% af vægi í framfærsluvísitölu árið 1978, eru nú 5% og verða 9% i kjölfar pakkans. En í rauninni eru allar þessar hlutfallstölur of háar. Tollalækkanir pakkans eru skref í rétta átt, en ósköp stutt. Enn eru nauðsynlegar hreinlætisvörur í hátolla- flokki. Og enn eru tölvurnar, sjálfur lykill framtíðar- innar, í hátollaflokki. Þaðeru hrein landráðastefna. Lækkun og jöfnun launaskatts er spor í rétta átt, þvi að atvinnuvegum á ekki að mismuna. Aukið svigrúm til verðlagningar með hliðsjón af hagkvæmum inn- kaupum er einnig spor í rétta átt, þótt framkvæmdin sé ekki enn ljós. Til bölvunar verður hin svonefnda sveigjanlega bindiskylda í Seðlabankanum og þátttaka lána- stofnana í opinberum fjárfestingaráætlunum. Slíkar aðgerðir taka fé af arðbærum markaði til notkunar í óarðbær gæluverkefni. Bezti þáttur pakkans er hinn fyrirhugaði niður- skurður ríkisútgjalda um 120 milljónir króna. En ríkis- stjórnin má um leið minnast þess, að vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum, sem menn heykjast á að framkvæma. Jónas Kristjánsson Mötuneytisað- staða kennara og nemenda í hinnu helgu bók segir að maður- inn lifi ekki á brauði einu saman. Þetta eru mikil vísdómsorð en einnig sannað að ekki er hægt að lifa á hinni andlegu fæðu eingöngu. Þetta kann að vera skoðun ráðandi manna í stjórnkerfinu gagnvart nem- endum og þá ekki síður kennurum. Ég held að öllum sé Ijóst sem til þekkja að velgengni í námi byggist að miklu leyti á andlegri og líkamlegri vellíðan. Barn sem ekki fær nægjan- lega næringu er sífellt órótt og í ungl- ingadeildunum þekkja kennarar sönginn um það, í síðustu tímum fyrir hádegi, að ekki sé hægt að læra fyrir svengd, Þetta kann að stafa af þeim ósið íslendinga að borða ekki morgunmat. Menn rjúka á fætur á siðustu stundu og koma á vinnustáð eða í skólann með tóman maga og þá oftast kollinn líka. Aðalfæða barn- anna verður því naumast annað en franskbrauð, kartöfluflögur eða poppkorn. Hjá slíkum börnum er oftast slokknað á perunni um eða fyrir hádegi. En hvað skal gera? Á að koma upp dýrum mötuneytum við hvern skóla landsins? Á að afhenda hverju barni matarpakka með vítamínum í nestis- tímum? Ég held að ef horft væri raunsætt á málin þá verði þetta aldrei framkvæmanlegt. í nágrannalöndum okkar eins og í Danmörku taka öll skólabörn upp nestispakka sína í nestistímanum, einnig þau sem komin eru á gelgjuskeiðið. Þetta er sjálfsagður hlutur og sá talinn skrýt- inn sem ekki kemur með nesti. Þá er sá munur á islenskum og dönskum „Kennarar eru með öðrum orðum sá þjóðflokkur sem ekki þarf að nærast. Hann nýtur því ekki þessara réttinda firekar en í mörgum öðrum málum sem talin eru sjálfsögð mannréttindi. Má nefna fæðingar- orloflð sem dæmi,” segir Gísli Baldvinsson í grein sinni. Stjómin get- ur gert gagn Á almennum stjórnmálafundi á vegum Alþýðuflokksins, sem haldinn var nýlega, lét eldri maður svo um mælt við einn af þingmönnum Alþýðuflokksins: „Þjóðin er búin að byggja þetta land í 1100 ár. Núlifandi kynslóð er þó sú eina, sem reist hefur afkomu sína á að ræna bæði fram fyrir sig og aftur fyrir sig.” Þegar fundarmenn vildu fá nánari skýringu sagði þessi fullorðni maður: ,,Jú, sjáið þið til. Sú kynslóð, sem nú er upp á sitt besta, bætti kjör sín lengi vel með því að taka fé, að láni, sem gamla fólkið hafði sparað saman til elliáranna, nota það í sína þágu og skila aðeins broti af því til baka. Þetta kalla ég að stela aftur fyrir sig. Þegar ekki var lengur hægt að halda þessu áfram, því spariféð var á þrotum þá sneri sama kynslóð sér að því að lifa á erlendum lánum, sem hún ætlar börnunum sínum að borga. Þetta kalla ég að stela fram fyrir sig.” Þessi orð hins fullorðna manns eru umhugsunarverð. En hann bætti við að því miður væri harla ólíklegt að viðvaranir af þessu tagi næðu eyrum þeirrar kynslóðar, sem hann ræddi um. Svo virtist sem þessi sama kynslóð væri auk þess sú hin eina í 1100 ára sögu byggðar á íslandi, sem engar áhyggjur virtist vilja gera sér af framtíð þjóðlífs í landinu eftir sinn dag. ,,Sú kynslóð vill umfram allt ekki leiða huga að þeim vandamálum fyrir framtíðina sem hún er að skapa. Hún lllttit ttistas Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson vill engar áhyggjur hafa af því hvernig börnin hennar eiga að rísa undir þeim kvöðum, sem hún er á þau að leggja. Hún lifir bara fyrir líðandi stund og virðist heiðra þá stjórnmálamenn mest, sem fremstir eru í að blekkja fólk með að allt sé í stakasta lagi, þótt hver og einn viti innst inni að svo sé ekki. Þetta er e.t.v. stærsta vandamál þessarar kyn- slóðar, því hún beitir þekkingu sinni, menntun og gáfum til sjálfsblekk- inga,” sagði þessi fuilorðni maður. Strandgóss? Því miður er ýmislegt rétt í því, sem þarna er sagt. Margir virðast ekki vilja nota gáfur sinar, ef um er að ræða hluti, sem þeim þykja ekki þægilegir. Menn vilja fá lán á lágum vöxtum í 50% verðbólgu en vilja ekki svara þeirri spurningu hvaðan peningar með slíkum kjörum eiga að koma. Menn vilja fá að líta á lánsfé sem einhvers konar strandgóss, sem rekur á fjörur þjóðarinnar og allir eiga að geta gengið í án þess að nokkur leggi það til. Auðvitað er alllþettafólksvo skyn- samt og vel menntað að það veit, að slíkt dæmi getur ekki gengið upp. En það vill ekki vita því sú vitneskja er óþægileg. Þess vegna er ekki hlegið að Steingrími Hermannssyni og Svavari Gestssyni, sem halda því fram, að sparifé eigi að vera verð- tryggt en útlánsvextir lágir. Þvert á móti eru slík viðhorf vinsæl hjá mörgum þótt þau séu móðgun við heilbrigða skyrisemi. Þéss vegna er hlustað í fullri alvöru á forráðantenn atvinnufyrirtækja halda fram, að leiðin til þess að bæta kjör launa- fólksins sé sú að láta þá hafa sparifé fólksins til umráða án þess að þeir þurfi að endurgreiða nema hluta.af þeim verðmætum. Svarið er erf itt Hver á að leggja landsmönnum til lánsfé með slíkum kjörum og taka á * ti a« tiEisiitiiittMttiii.afitiiiaiiM i(i nsiiiiitiM (*<■ iii iiuiiitimiiiiiii iitiiiiiiiiiiiiiiii i • ■ ii i ii i s »iii i iMiniiinii iif i (i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.