Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1982, Blaðsíða 26
34' DAGBLAÐIÐ& VtSIR. FÖSTUDAGUR 29. JANUAR 1982. OK veghefill Komatsu ’75 nýuppgerð Volvo 1025 ’78 Scania 111 ’78 Scania 141 ’78 Volvo 85 ’77 ekinn aðeins 120 þús. km. Liebherr hjólaskófla 4X4 Bröyt X2B 1969, 1970, 1974 Bröyt X20 Ingersoll-Rand 1405 1978 4,2 m3 Internationale grafa. Símar 81666 og 81757 Andlát Jón Grétar Sigurösson lögfræðingur, áður til heimilis að Melabraut 3 Sel- tjarnarnesi, lézt 21. janúar. Hann var fæddur 13. maí 1929 á Seltjarnarnesi. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson og kona hans Þuríður Helgadóttir. Jón Grétar lauk lagaprófi frá Háskóla ís- lands 1957. Hann var síðan lög- fræðingur Innflutningsskrifstofunnar frá 1957 til 1960, er skrifstofan var lögð niður. Siðan rak hann lögfræðiskrif- stofu í Reykjavík til 1973. Árið 1974 var hann settur skrifstofustjóri Toll- gæzlu íslands og starfaði þar æ síðan. Eftirli fandi kona Jóns er Guðbjörg Hannesdóttir, þau eignuðust fjögur börn. Jón Grétar verður jarðsunginn í dag. Sigríður Jónsdóttir frá Heimagötu 22, Vestmannaeyjum andaðist 22. janúar 1982. Hún var fædd 30. mai 1879 að Dagverðarnesi í Hvolhreppi. Foreldrar hennar voru Ingveldur Jónsdóttir og Jón Jónsson. Árið 1902 fluttist Sig- ríður til Vestmannaeyja, en þaðan varð hún að flytja 23. janúar 1973. Dvaldi hún i Reykjavík upp frá þvi. Meðfylgjandi niynd var tekin á 100 ára afmælisdegi Sigriðar. Minningarathöfn um Sigríði fer Iram frá Fossvogskirkju laugardaginn 30. janúar kl. 10.30. Jarðarförin fer fram frá Breiðabólsstað i Fljótshlíð kl. 15 sama dag. Guörún Jónsdóttir, Flókagötu 12, lézt i Borgarspítalanum 27. janúar. Hulda Þórðardóttir, Veltusundi 3, lézt ígær. Útför Páls Stefánssonar, Borgarnesi, verður gerð frá Borgarneskirkju laug- ardaginn 30. janúar 1982 kl. 14.00. Árnað heilla Brúöhjónum skal benl á að sendi þau brúðarmynd til birtingar í Dagblaðið og Vísi, fá þau í brúðargjöf frá DV áskrift á blaðinu í einn mánuð. Fundir Kvenfélag Árbœjarsóknar 'heldur aöalfund sinn í safnaöarheimilinu mánudaginn 1, febrúar kl. 20.30.- Venjuleg aöalfundarstörf og boðið verður upp á pottrétt. Stjórnin. Aðalfundur Handknatt- leiksdeildar Vals Handknattieiksdeild Vals heldur aöalfund sinn að Hlíðarenda fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Kvenfólag Laugarnessóknar Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 1. febrúar í fundarsal kirkjunnar kl. 20. Formannsk-iör. Stjórnin. Fundir Kvenfélag Háleigssóknar heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 2. febrúar ki. 20.30 í Sjómannaskólan- um. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel og stund- víslega. Stjórnin. Kvenstúdentar! Fyrsti hádegisfundur okkar á þessu ári verður hald- inn laugardaginn 30. janúar að Hliðarenda við Nóatún. Þar mun Steinunn Sigurðardóttir rit- höfundur tala um einn frumlegasta og skemmtileg- asta rithöfund íslands, Málfriöi Einarsdóttur, og lesa úr bók hennar: Bréf til Steinunnar. Fjölmenn- um. Stjórnin. Átthagasamtök Héraðs- manna og Félag Eskfirðinga og Reyðfirðinga halda árshátíð í Ártúni laugardaginn 30. janúar. ‘Húsið opnar- kl. 19.00. Aðgöngumiðar seldir í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, fimmtudag og föstudag frá kl. 16—18. Afmæli 75 ára afmæli á í dag, 29. janúar, Guöný S. Richter, Óðinsgötu 8 hér i Rvik. Messur Kvenfélag Óháða safnaðarins Eftir messu næstkomandi sunnudag, 31. janúar, verða kaffiveitingar til eflingar Bjargarsjóði. Fíladelfíukirkjan í Reykjavík Sunnudagaskóli kl. 10.30. Almenn guðsþjónusta kl. 20.00. Ræðumaður Óskar Gislason frá Vest- mannaeyjum. Minningarspjöld Minningarkort Minningar- sjóðs Gigtarfélags íslands fást á eftirtöldum stöðum i Reykjavík: Skrifstofu Giglarfélags íslands, Ármúla 5, 3. hæð, sími: 20780. Opið alla virka daga kl. 13—17., hjá Einari A. Jóns- syni, Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, s. 27766, hjá Sigrúnu Árnadóttur Geitastekk 4, s. 74096., í gleraugnaverzlunum að Laugavegi 5 og i Austur- stræti 20. Fundaskró AA-samtakanna á íslandi Föstudagur REYKJAVÍK Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00 Tjarnargata 5. Græna húsið Enska. kl. 19.00 Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið, opinn fjöl- skyldufundur kl. 21.00 Tjarnargata 5 (91-12010). lokaður uppi kl. 21.00 Tjarnargata 3 Rauða húsið, Hádegisfundur kl. 12.00 Tjarnargata 3 (91-16373). Rauðahúsið kl. 21.00 Hallgrímskirkja, Byrjendafundir kl. 18.00 Neskirkja, 2. deild kl. 18.00 Neskirkja kl. 21.00 LANDIÐ Akureyri, Sporafundur kl. 21.00 Akureyri, (96-22373), Geislagata 39 kl. 12.00 Heliissandur, Hellisbraut 18 kl. 21.00 Húsavík, Höfðabrekka 11 kl. 20.30 Keflavík (92-1800) Klapparstíg 7 kl. 23.30. Neskaupsstaður, Egilsbúö kl. 20.00 Selfoss, (99-1787). Sigt. 1, Sporafundur kl. 20.00 Minningarkort kvenfé- lagsins Seltjarnar \/kirkjubyggingarsjóös eru seld á bæjarskrifstofun- um á Seltjarnarnesi og hjá Láru í síma 20423. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar Hallgríms Garðarssonar, lllugagötu 34 Vestmannaeyjum. Addý Guöjónsdóttir, Sigfríö Hallgrímsdóttir, Sæþór Hallgrímsson, Borglind Hallgrímsdóttir, Marta Hallgrímsdóttir, Jónas Hroinsson Sigfríð Bjarnadóttir, Garðar Jónsson Minningarkort Styrktarfólags vangefinna fást á eftirtöldum stöðum: Áskrifstofu félagsins, Háteigsvegi 6. Bókabúð Braga Brynjólfssonar, Lækjargötu 2. Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4 og9. jBókaverzlun Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnar- firði. Athygli er vakin á þeirri þjónustu félagsins að tekið er á móti minningargjöfum í síma skrif- stofunnar 15941 og minningarkortin síðan innheimt hjá sendanda með giróseðli. Þá eru einnig (il sölu á skrifstofu félagsins minningarkort Barnaheimilissjóðs Skálatúns- heimilisins. Tilkynningar Hótel Loftleiðir — hár- snyrting, nudd, Ijós, gufa og fl. Hársnyrtistofan að Hótel Loftleiðum hefur nú tekið til starfa undir stjórn þeirra Sigríðar Guðmunds- dóttur hárgreiðslumeistara og Svönu L. Ingvalds- dóttur hárskera- og hárgreiðslusveins. Rakarastofan sem áður var á öðrum stað í húsinu og hárgreiðslu- stofan hafa nú verið sameinaðar og eru miðsvæðis í húsinu, næstar sundlaug og snyrtistofu. Þær Sigriður og Svana störfuðu áður á Rakara- og hárgreiðsluslofunni á Klapparstíg. Sigriður lærði hins vegar hjá Helgu Jóakimsdóttur en Svava lærði á Rakara- og hárgreiðslustofunni á Klapparstig. Þær annast alhliða hársnyrtingu og klippingar. Breyting sú sem hér hefur á orðið er til hagræðingar fyrir hótelgesti og aðra viðskiptavini sem koma úr Reykjavík og nágrannabæjum. Snyrtistofan að Hótel Loftleiðum undir stjórn Elisabetar Matthiasdóttur snyrtifræðings er næst hársnyrtistofunni. Elisabet hefur starfrækt snyrti- stofuna að Hótel Loftleiðum í rúmt ár. Hún starfaði áður á Snyrtistofu Rósu og Maju i Hafnarfirði, en lærði hjá Snyrtiskóla Margrétar Hjálmtýsdóttur. Á sömu hæð hótelsins og snyrtistofurnar tvær er einnig sundlaugin. Þar er að finna gufuböð og ljósa- lampa sem einnig eru ætlaðir til lækninga. Enn- fremur heilsuræktartæki og nuddsérfræðingur er á staðnum sem annast þá hlið þjónustunnar. Sérstök vatnsnuddtæki verða sett upp i sundlauginni á næst- unni. Með þeim breytingum og hagræðingum sem nú hafa verið gerðar að Hótel Loftleiðum er þar nú á einum og sama stað heilsuræktarstaður og alhliða snyrtistaður. Flóamarkaður Félags ein- stæðra foreldra Flóamarkaður í undirbúningi. Óskum eftir öllum mögulegum gömlum munum sem fólk þarf að losa sig við. Gömul eldhúsáhöld og slíkt vel þegið. Sækjum helm, sími 11822 Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið Fræðslu og leiðbeiningastöð SÁÁ. i Síðumúla 3—5, Reykjavík. Viðtalstimar leiðbeinenda alla virka daga frákl. 9—17. Sími 82399. Fræðslu- og leiðbeiningastöð Síðumúla 3—5, Reykjavík. Upplýsingar veittar í sima 82399. Kvöldsimaþjónusta SÁÁ alla daga ársins frá kl. 17—23 i síma 81515. Athugið nýtt heimilisfang, SÍÐUMÚLI 3—5, Reykjavik. Getum við orðiö þér að liði? Er ofdrykkja í fjölskyldunni, i vinahópnum eða meðal vinnufélaga? Ef svo er — mundu að það er hlutverk okkar að hjálpa þér til að hjálpa öðrum. Hringdu i fræðslu- og leiöbeiningastööina og leitaðu álits eða pantaðu viðtalstíma. Hafðu það hugfast að alkóhólistinn sjálfur er sá sem minnst veit um raunverulegt ástand sitt. Samtök áhugafólks um áfengisvandamáliö. Barnaspítalasjóður Hringsins í desember sl. færði Barnaspítalasjóður Hringsins Umsjónarfélagi einhverfra barna kr. 250.000 að gjöf. Hannes Ástþórsson arfleiddi Barnaspítalasjóð- inn að öllum sínum eignum og er þetta beint framlg þaðan. Fjárhæðinni skal varið til kaupa á húsbúnaði og tækjum til notkunar í hinu nýja meðferðarhcimili einhverfra (geðveikra) barna að Trönuhólum 1, Reykjavik. Kvenfélagið Hringurinn, sem stjórnar Barna- spítalasjóðnum, er löngu þjóðkunnt fyrir starf í þágu sjúkra barna og hafa geðveik börn áður notið þess eins og vel kom fram við uppbyggingu Geö- deildar Barnaspitala Hringsins. Ágóði hlutaveltu til Sjálfs- bjargar Þessi ungmenni héldu hlutaveltu í Riúpufelli 44 laugardaginn 23. janúar. Ágóði hennar, kr. 233.- rann til Sjálfsbjargar, Félags fatlaðra í Reykjavík. Börnin á myndinni eru í aftari röð: Hrefna, Ásmundur og Guðbjörg, fr. röð: Helen, Daðey og Gerðar. Samkomuherferð í Reykja- vík Foringjar og herskólanemar frá Herskóla Hjálp- ræðishersins í Osló koma til Reykjavikur á morgun, föstudaginn 29. janúar. Með i hópnum eru tveir íslendingar, þau 29. janúar. Með i hópnum eru tveir íslendingar, þau Rannveig María Nielsdóttir og Erlingur Níelsson. Þessi hópur mun fara víða um bæinn, á vinnustaði, sjúkrahús og elliheimili, auk þess sem haldnar verða útisamkomur i miðbænum. Á hverju kvöídi veröa samkomur í Herkastalanum, þar sem þetta unga fólk mun syngja, spila og tala. Þessi samkomuher- ferð verður til og með sunnudeginum 7. febrúar. Báða sunnudagana verða einnig samkomur fyrir hádegi. Barnasamkomur verða i Hóiabrekkuskóla báða laugardagana kl. 14, sunnudagaskóli i hersaln- um og barnasamkomur á hverjum degi 1.-5. febrúar. Á myndinni má sjá hópinn sem kemur hingað. Þetta er reyndar aðeins lítill hluti af nemendum Her- skólans þvi samtímis þessari herferð eru líka her- ferðir víða í Noregi og í Kaupmannahöfn. Þetta unga fólk, sem kemur hingað, er afskaplega duglegt að syngja og spila. Viljuin við þvi hvetja Reykvík- inga og nærsveitamenn að fjölmenna á þessar sam- komur. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.